Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1980, Page 53

Ægir - 01.11.1980, Page 53
íbúðir eru einangraðar með glerull og klæddar með plasthúðuðum plötum. Snyrtiklefar, svo og þil að vélarreisn, eru óeinangraðir. Vinnuþilfar, fiskilest: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga, sem veitir aðgang að fiskmóttöku aftarlega á neðra þilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skut- rennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttaka er búin áluppstillingu og á framhlið hennar eru þrjú op, sem lokað er með álborðum. Framan við fiskmóttöku er renna og yfir henni aðgerðarborð og safnrör fyrir slóg, sem leitt er út- byrðis. Framan við aðgerðaraðstöðu er þvottaker og færiband sem flytur síðan fiskinn í lest um op á afturþili lestar. Fyrir karfa er sérstakt færiband, sem flytur frá móttöku. í skipinu eru lifrar- bræðslutæki. Vinnuþilfar er einangrað og klætt. Á vinnuþil- fari, s.b.— og b.b.—megin, er áluppstilling fyrir geymslu á fiski og er loft vinnuþilfars beggja megin búið kælileiðslum. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 50 mm viðarklæðningu og krossviði að hluta. Uppstilling er úr áli og í lofti eru kælileiðsl- ur. Á lestinni er ein lúga sem nær að mestu yfir •engd hennar. í lest eru færibönd til að flytja fisk. Vindubúnaður: Togvinda skipsins er rafdrifin frá Holmes Lek- tron og er fremst á togþilfari, aftan við yfirbygg- ingu. Vindan er búin tveimur togtromlum, sem taka um 1200 faðma af 3 !4” vír, tveimur hjálpar- tromlum, önnur tvískipt fyrir grandara og hin fyrir hífingu á vörpu, og tveimur tvöföldum koppum á endum. Vindan er knúin af 300 ha, 650 sn/mín, 250 V Laurence Scott jafnstraumsmótor. Til að draga bobbinga fram eru tvær vökva- knúnar vindur (háþrýstikerfi) frá Gearworks af gerðinni Pullmaster H7A með einni tromlu (178mm0x 292mm0x 203mm), togátak á tóma tromlu 3.2 t. Vindurnar eru á efra þilfari, aftan við togvindu. Auk hífingartromlu á togvindu er ein háþrýsti- knúin hifingavinda frá Véltak h/f, búin tromlu og kopp, togátak á tóma tromlu 4 t, sem er staðsett °fan á fremra bipodmastri. Á afturþilfari, s.b— og b.b.—megin við skut- rennu, eru tvær vökvaknúnar hjálparvindur (lág- þrýstikerfi) frá Nor—Marine fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu. Hvor vinda er búin fastri tromlu (33Omm0x 45Omm0x 460mm) og kopp, togátak 2 t hvor vinda. Á bátaþilfari aftan við brú er flotvörpuvinda, knúin af tveimur Staffa háþrýstivökvamótorum. Tromlubreidd er 2375 mm og ytra þvermál 1800 mm0. Framarlega á efra þilfari er lágþrýstiknúin akk- erisvinda frá Nor-Marine, búin tveimur útkúplan- legum keðjuskífum og tveimur koppum. Skipið er búið tveimur rafdrifnum kapalvindum fyrir netsjártæki, önnur á toggálgapalli og hin á bátaþilfari aftan við brú. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Ratsjár: Tvær Decca RM 426, 48 sml. Seguláttaviti: Þakáttaviti frá H.S.T.M.I. Co Ltd. Gyroáttaviti: Sperry MK 30 með stefnuskrifara (course recorder). Sjálfstýring: Sperry. Vegmælir: Jungner Sal—Log. Loran: Furuno LT 1, A/C loran. Loran: Tveir Epsco sjálfvirkir loran C móttak- arar, annar af gerð C—Nav XL og hinn af gerð C—Navz, ásamt skrifara af gerð C—Plot 2. Dýptarmælir: Kelvin Hughes Kingfisher II fiski- leitarsamstæða, með MS 44 skrifara, BL 1 botnstækkun og MK 6 fisksjá. Dýptarmælir: Marconi Fishgraph II. Asdik: Simrad Sonar SL. Netsjá: Kelvin Hughes kapalmælir með MS 44 skrifara. Talstöð: Redifon GR 497, double side band. Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT 144 B. Sjóhitamælir: Dytek. Auk áðurnefndra fjarskiptatækja eru fullkomin loftskeytatæki frá Redifon í skipinu. Af öðrum tækjabúnaði má nefna Redifon kallkerfi. Átaks- mælar eru fyrir togvíra frá Humber St. Andrews. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn sex manna slöngubát með utanborðsvél, fjóra 12 manna RFD gúmmíbjörgunarbáta, tvær Marconi neyðartalstöðvar og tvö reykköfunartæki. ÆGIR — 613

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.