Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1980, Side 60

Ægir - 01.11.1980, Side 60
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Simrad SM 600 Sonar Norska fyrirtækið Simrad A/S er að koma með nýtt asdiktæki á markaðinn, sem nefnist SM 600, og var það m.a. kynnt bæði á World-Fishing sýning- unni og Nor-Fishing sýningunni s.l. sumar. í stórum dráttum byggir SM 600 á ST-sonarn- um, og CD-myndtölvunni sem tengist honum, en helzta nýjungin frá fyrri asdiktækjum frá Simrad er fjölgeisla botnspegill og myndskjár sem sýnir í lit. Botnspegillinn sendir út og tekur á móti 17 sjálf- stæðum geislum, sem hver tekur yfir 5°, þannig að ein útsending þekur 85° geira. Mögulegt er að mjókka þennan sendigeira t.d. með færri geislum. Fyrri asdiktæki frá Simrad hafa sent út einn geisla. Sá hluti botnstykkisbúnaðarins, sem nefnist dóm- kerfi, er hliðstætt dómkerfi ST-asdiktækisins, þ.e. botnspegillinn er umluktur gúmmídóm, sem fylltur er af sjó. Sjón- og stjórntækið er búið 14” litaskjá og eru endurvörp frá fiskitorfu, og ýmsar tölulegar upp- lýsingar, sýndar með sex mismunandi litum. Sú mynd og þær tölulegu upplýsingar, sem fram koma á skjánum eru að öðru leyti hliðstæðar og fram koma á CD-myndtölvunni. Á skjánum kem- ur fram lárétt mynd af staðsetningu og stefnu skips, og feril þess síðustu mínúturnar (hægt að velja mismunandi tímalengd) og staðsetning fiski- torfu ásamt stærð, stefnu og hraða hennar. Þétt- leiki torfu er gefinn til kynna með þremur mis- munandi litum, allt eftir styrkleika endurvarpa. Hægt er að velja um afstæða mynd, þ.e. skip kyrrt á skjánum, eða sanna mynd, þ.e. skip hreyfist (norður upp) en endurvarp í kyrrstöðu. Með inn- byggðri minniseiningu er unnt að varðveita upplýs' ingar frá allt að níu endurvörpum (fiskitorfum)- Tölulegar upplýsingar, sem koma fram á skjánum eru dýpiskvarði lengst til vinstri og má þar lesa dýpt fiskitorfu og þéttleika. Lengst til hægri á skjánum koma fram upplýsingar um halla botn- spegils. Sendiorka SM 600 er 4 KW og hann vinnur á tíðninni 34 KHz. Leitarsvið er frá 250-3000 m og langdrægni miðað við meðalfiskitorfu er um 2000 m. Hægt er að halla botnspegli niður í 90°. Ha- marks púlslengd er 110 millisek. Leitarmöguleikar eru handvirk leitun, sjálfvirk leitun í þrepum og sjálfvirk samfelld leitun. SM 600 sónarinn er nauðsynlegt að tengja inn a vegmæli og gyróáttavita. Sem viðbótarbúnað er unnt að fá skrifara með 8” þurrpappír og auka- myndskjá, 14” eða 20”. Þess má geta að unnt er að skipta á ST botnspegli og SM botnspegli. Umboð fyrir Simrad A/S hér á landi hefur Frið- rik A. Jónsson h/f, Reykjavík. Samkvæmt upplýs' ingum umboðsins liggur ekki fyrir hvað tækið kemur til með að kosta. Gert er ráð fyrir að SM 600 komi á markað á miðju næsta ári. Halli spegils---------- Sendigeiri ____________ Dýpt og þéttleiki torfu Fiskitorfa ____________ Stefna og hraði torfu - Bauja------------------ Skipið ---------------- Ferill skipsins________ Fiskitorfur -----------

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.