Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 13
Mynd 4. „Himnakrókurinn".
1 sumar setti ,,Dantrawl“ upp síldartroll fyrir
s®nska tvílembingatogara, ,,Toron“ og
>>Ganthi“, en hvor um sig hefur 2.500 ha. aðalvél.
^r betta síldartroll, sem þeir „Dantrawls menn“
^alla ,,Clupea“, en það er fyrsta orðið í latneska
heitinu á síld, með kevlar línum eins og áður er
'ýst, þ.e. fremsti hluti trollsins er með stórum
möskvum úr kevlar, svo og kjaftlínurnar. Sam-
kvæmt síðustu fréttum tóku þessir tveir togarar
Oögur reynsluhöl í kringum 20. ágúst s.l. og var
s’ldaraflinn milli 40 og 50 tonn í hali. Á sömu
slóðum og tima fengu aðrir sambærilegir tví-
'embingatogarar 20 til 25 tonn í hali. Toghraði
freirra ,,Toron“ og ,,Ganthi“ jókst um 1 sjómílu
^eð tilkomu hins nýja kevlartrolls frá því sem
aður var, miðað við sömu orkunotkun.
Frá þvi að kevlar var sett á markaðinn hefur
er>ginn hörgull verið á hugmyndum manna um
hvernig nota megi þetta gerviefni á sem hagkvæm-
astan og frumlegastan hátt.
Hugmyndin um ,,himnakrókinn“ svokallaða
hefur verið mikið til umræðu meðal geimvísinda-
manna síðan hún fyrst fæddist. í hugmyndinni
[elst að gervitungl verði staðsett yfir föstum punkti
a Jörðinni og tengist hann henni með streng. Annar
strengur jafnþungur þeim sem tengdur væri milli
Jarðarinnar og gervitunglsins yrði að dingla út í
himingeiminn til að mynda jafnvægisþyngd.
Strengurinn sem til gervitunglsins lægi væri síðan
n°taður fyrir lyftur er gengju upp og niður, að og
frá gervitunglinu og jafnvel áfram eftir strengnum
sern myndaði jafnvægisþyngdina, ef menn
°skuðu, en þaðan mætti siðan senda hvað sem
Vasri áfram út í geiminn. Snjöll og einföld hug-
rr>ynd fyrir geimferðir framtíðarinnar. Eitt smá-
atriði, eða svo, í þessari annars snjöllu hugmynd er
hó enn óleyst til þess að hægt sé að framkvæma
atta. Strengurinn sem kæmi til með að tengja
§ervihnöttinn og jörðina, þyrfti að vera 36.000
m. langur, en fram til þessa hefur ekkert það efni
verið fundið upp, sem er það sterkt, að strengurinn
Sæti borið uppi eigin þyngd sína þvílíka vegalengd.
að efni sem næst því kemst að ná þessum
styrkleika, og er til sölu á almennum markaði, er
eylar, og þessvegna er það í dag undirstaðan fyrir
h'lurn útreikningum hjá vísindamönnum á
u8myndinni um ,,himnakrókinn“. (Hvað var það
n.u aftur sem Jules Verne var að segja á seinni hluta
Slðustu aldar?). (Mynd 4).
Ein af þeim hugmyndum sem tekin hefur verið
til alvarlegrar ígrundunar, er að kom risaraf-
magnshverflum fyrir í Floridasundinu, sem væru
njörvaðir niður undir yfirborði sjávar með legu-
færum úr kevlar. Á þessum slóðum er mjög jafn
og sterkur straumur árið um kring þar sem Golf-
straumurinn úr Karíbahafinu og Mexikoflóanum
spýtist inn á Atlantshafið og norður með
austurströnd Bandarikjanna. Sjá menn fyrir að
með þessu móti megi sennilega fá rafmagn á sam-
keppnisfæru verði. Hugmynd þessi er að vísu ekki
ný af nálinni, en eftir að kevlar kom fram á sjón-
arsviðið hefur hún verið endurlífguð og fengið byr
undir báða vængi og er þetta efni eitt talið koma til
greina í legufærin, þar sem það hvorki ryðgar né
fær á sig hnokkabrögð og eins og áður sagði er það
5 sinnum léttara og jafnsterkt og stálvír af sama
gildleika.
Ef tekst að framleiða jafn sterka kápu eða
slitflöt utan um kevlar og vírar hafa gagnvart
núningi við ferhleður, togvírarúllur o.s.frv., er
ekki ólíklegt að stálvírum verði að mestu rutt úr
vegi í fiskveiðum.
B.H.
ÆGIR — 477