Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 22
inn þar á eftir 13°, en þessar mælingar voru gerðar
inni í óupphituðu herbergi.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem ferðuð-
ust um landið 1752—1757, gerðu einnig athuganir
með mælitækjum og sömuleiðis Sveinn Pálsson,
sem stundaði rannsóknir á síðasta tug 18. aldar.
Árið 1779 var maður sendur frá stjörnuturninum í
Kaupmannahöfn til íslands til að gera
stjörnumælingar og veðurathuganir og hann hélt
til á Álftanesinu í 26 ár. Þá má nefna Hannes
biskup Finnsson, sem gerði athuganir í Skálholti
um 1780, en næsti maður sem athugar veðrið lengi
á sama stað var Jón Þorsteinsson landlæknir í Nesi
og síðar í Reykjavík og hóf hann sínar athuganir
1823.
Saga samfelldra veðurathugana á íslandi hefst
svo árið 1845 en þá byrjuðu athuganir í Stykkis-
hólmi og þar er athugað enn þann dag í dag.
Frá því að skipulegar veðurathuganir hófust
víðsvegar á jörðinni hafa veðurfræðingar allra
landa unnið saman til þess að ná heildarsýn yfir
veðráttuna á jörðinni. Það hafa lengi verið gefnar
út alþjóðlegar veðurfarsskýrslur og menn hafa
reiknað alls konar meðaltölur um veðráttuna fyrir
ákveðin tímabil í öllum löndum til þess að geta
borið saman veðráttuna á ólíkum svæðum á sama
tíma og svo taka menn einnig fyrir hvert tímabilið
á fætur öðru til þess að fylgjast með því hvernig
veðráttan breytist í timanna rás. Síðasta alþjóðlega
reiknitimabilið var fyrir árin 1931 —1960 og við
það miðum við á Veðurstofunni, þegar talað er um
meðalárferði. Mörgum finnst við seilast helst til
langt aftur í tímann, þegar við erum að bera
veðráttuna árið 1980 saman við meðalárferði
1931—1960 og get ég vel fallist á að það sé rétt.
Það væri vel til fundið að taka sig til á árinu 1981
og reikna meðaltölur fyrir árin 1961 — 1980 og gefa
síðan veðráttunni í einstökum mánuðum einkunn,
miðað við það tímabil. Aðalatriðið er að tekið sé
fram við hvaða tímabil er miðað, því að meðalár-
ferðið er enginn óbreytanleg stærð.
Og þá erum við komin aftur að gátunni miklu
um veðráttu framtíðarinnar. Hvernig skyldi hún
breytast af orsökum, sem búa í náttúrunni sjálfri
og getur það hugsast að einhverjar athafnir okkar
mannanna geti breytt veðurfarinu?
Veðráttan er háð því sem gerist í sjálfu andrúms-
loftinu og því sem gerist í sjónum. Hún er háð
ástandi á yfirborði jarðar, ís, snjó og gróðri.
Breytingar á veðurfarinu eru einnig háðar ýmsu ut-
an sviðs jarðar, hafs og lofts svo sem hugsanlegn
breytingu á geislun sólarinnar. Þegar reynt er að na
tökum á því erfiða viðfangsefni að leggja mat a
hugsanlegar veðurfarsbreytingar næstu áratugi eða
næstu öld, eru það þættir af þessum toga, sem
spinna þarf úr. Breytingar á afstöðu jarðar til sólu
koma fyrst til skjalanna, ef skoða á veðurfars-
breytingar á timabilum, sem mælast í tugþúsund-
um ára þ.e.a.s. breytingarnar milli hlýviðraskeiða
og ísalda. En þó við hugsum ekki svo langt heldur
takmörkum okkur við næstu öldina eða svo þa
verður það að játast að enn hefur ekki tekist að
koma böndum stærðfræðinnar á alla þá þætti.
sem þar eru að verki og ef til vill láta þeir ekki allir
setja sig i bönd.
Við vitum reyndar hvaða áhrif einstakir atburðir
gætu haft, ef þeir fengu að vera einir um hituna, en
það fá þeir bara aldrei og þess vegna er dæmið
svona flókið.
Ég tek sem dæmi að við vitum að koltvísýringur,
eða koltvíildi öðru nafni, í loftinu er að aukast
verulega af manna völdum og þar með ætti hitinn
á jörðinni að vaxa. Sérfræðingar Alþjóðaveður-
fræðistofnunarinnar, sem ég minntist á fyrr í þessu
erindi, telja að bestu matsaðferðir gefi eftirfarandi
niðurstöðu um hitaukninguna. Aukist koltvíildið
um 25% mun hitinn á jörðinni hafa aukist um 0.5
eftir 20 ár og ef magnið tvöfaldast mun hitinn hafa
hækkað um 2° eftir 70 ár. En þá eigum við eftir að
gera okkur grein fyrir því hvað annað mundi gerast
samtímis og rugla þessa niðurstöðu. Það má straX
benda á að aukinn hiti veldur aukinni uppgufun og
auknu skýjamagni. Skýin endurkasta geislun fra
sólinni út í geiminn og því kólnar á jörðinni, þegat
þau færast í aukana. Þarna er strax kominn þáttur,
sem togar í aðra átt.
Koltvíildið flokkast undir mengun og fjölmörg
önnur mengunarefni hafa vafalítið áhrif á þróuti
veðráttunnar, en um þau áhrif er minna vitað en
áhrifin af koltvíildinu.
Rétt er þó að taka fram að veðurathuganir hafa
ekki sannað að athafnir mannanna hafi átt neinn
þátt í óvanalegri hegðun veðráttunnar hingað til
nema á mjög takmörkuðum svæðum svo sem 1
stórborgum. Á hinn bóginn má ekki horfa fram
hjá því að mengun getur átt eftir að breyta
veðráttunni.
Það er ekki síst þessi hugsanlega hætta, sem
veldur því að veðurfræðingar vilja nú leggja miki^
kapp á rannsóknir, sem gætu að lokum gefið af sef
486 — ÆGIR