Ægir - 01.09.1981, Qupperneq 23
stærðfræðiformúlur, sem endurspegluðu sam-
engi allra þeirra þátta, sem sameiginlega valda því
vernig veðráttan er og hvernig hún breytist. Þá
yrði hugsanlega mögulegt að spá einhverju um
veðráttuna fram í tímann og gera viðunandi grein
yrir hvaða áhrif ýmsar athafnir mannanna gætu
aft á veðráttuna. Við verðum að geta varað
rrtannkynið við í tæka tíð og þannig a.m.k. gert til-
raim til að afstýra háskalegri spillingu á þeim
1 sskilyrðum sem veðráttan býr okkur. Koltvíildið
er bar einna efst á athugunarskrá. Einhver kynni
að hugsa sem svo að það mætti teljast happ fyrir
°kkur íslendinga að koltvíildi ykist og árangurinn
yrði hlýnun á jörðinni um 1—2 stig. En þá er að
muna eftir samhengi hlutanna og sjá einnig fyrir
Ser búferlaflutninga allra íslendinga, sem nú búa
v'ð sjávarströnd, upp á heiðar og fjöll.
Ég gat þess áður, að við eigum hér á landi ritað-
ar heimildir um veður, sem fyllilega standast
samjöfnuð við heimildir granna okkar í Evrópu
fyrir daga beinna veðurathugana með tækjum, og
veðurathuganir okkar með tækjum ná einnig langt
aftUr í tímann. Það er verulegur fengur í því að
e'ga athuganir í Stykkishólmi allt aftur til ársins
1845 og frá Teigarhorni við Berufjörð og Grímsey
frá 1874. Það mætti vafalaust fá fram ýmsa
athyglisverða drætti úr veðurfarssögunni með ná-
hvæmri könnun á veðurskýrslum þessara staða.
horvaldur Thoroddsen hafði það í hjáverkum í 30
ar að kanna gamlar veðurathuganir. Á árunum
968—1969 greip ég í að skoða hitamælingar í
^iykkishólmi í því skyni að kanna hitabreytingar
bar frá upphafi mælinga. Ég skoðaði hverja árstíð
fyrir sig og í ljós kom að mjög ákveðin skil verða í
Vetrarhitanum veturinn 1920—1921. Meðalhiti
Vetra á öllu tímabilinu var - 1.2 stig, en eftir 1920
v°ru vetur til jafnaðar heilu stigi hlýrri en heildar-
^ðaltalið. Hitasveiflur eru mun meiri að vetri til
enu á öðrum árstíðum. Þannig var meðalhiti kald-
asta vetrar -9.9 stig en hins hlýjasta 2.7 stig. Munur-
>nn er 12 Vi stig. Kaldast var veturinn 1880—1881,
en hlýjast 1963—1964. Hér er veturinn talinn frá
ðesember til mars í samræmi við gamla hefð.
Surnarið er talið vera mánuðina júní til september
°8 bá er hitasveiflan minnst. Hlýjast var sumarið
1^39 rneð rétt 11 stig en kaldast var 6.6 stig
Sumarið 1882. Hér er munurinn aðeins 4'/2 stig.
bótt þáttaskilin í vetrarhitanum séu skörpust
Veturinn 1920—1921 eru þau ekki einu markverðu
nttaskilin. Þannig voru fyrstu árin sem athuguð
3. mynd. Snjór er snar þáttur í veðurfari íslands.
voru fremur hlý, en allir köldustu veturnir voru á
tímabilinu 1853—1892 að undanskyldum vetrun-
um 1907 og 1918 og síðan má segja að tímabil
hlýju vetranna, sem hófst 1921, hafi endað 1966.
Veðurstofan á geysimikið safn veðurathugana.
Fljótlega eftir að Danir komu á fót veðurstofu hjá
sér tóku þeir að skipuleggja veðurathuganir á ís-
landi og í öðrum hjálendum sínum eins og Færeyj-
ar, ísland og Grænland kallast í dönskum veður-
skýrslum frá þessum tímum (og raunar bætist við
St. Croux í Vestur-Indíum meðan danska nýlendu-
veldið náði svo langt). Allar íslenskar veðurathug-
anir voru því sendar tii Kaupmannahafnar fram til
1920. En það varð ekkert handritastríð um þessi
dýrmætu handrit. Danska veðurstofan gaf þeirri
íslensku öll íslensk skjöl úr skjalasafni sínu árið
1953, eftirtölulaust. Þegar íslenska veðurstofan
var stofnuð 1920 tók hún við því hlutverki að sjá
um veðurathuganir á landinu og vinna úr þeim
veðurfarsskýrslur eftir því sem tími veðurfræðinga
og aðstoðarmanna þeirra leyfði.
En framvegis þurfum við eins og veðurfræðing-
ar á öðrum veðurstofum að gera miklu betur. Við
þurfum að leggja fram okkar skerf til þess að auka
þekkinguna á breytileika veðráttunnar. Slík þekk-
ing kemur að gagni, þó að við vitum ekki hvað
langt hún hrekkur til sem efniviður í spá um veður-
far framtíðarinnar.
ÆGIR —487