Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1981, Síða 28

Ægir - 01.09.1981, Síða 28
Hákar! við borðstokkinn. slíkra skipa, þótt um langan og erfiðan veg sé að sækja og hreinlega moki upp auðæfum við strend- ur landsins. Þessi stórhuga höfundur telur lands- menn vera á framfarabraut og það sýni ljóslega, að sjö árum fyrr hafi ekki verið nema tvö þilskip við Eyjafjörð, en þau séu nú orðin þrjátíu. Segir höf- undur, að þegar þessa öra vaxtar í skipastól Ey- firðinga sé gætt, hljóti stofnun ábyrgðarfélags að vera mesta stórmálið á dagskrá. Augljóst er, að höfundur þessarar greinar hefur kynnt sér allnáið starfsemi ábyrgðarsjóðs ísfirð- inga, og telur hann, að Eyfirðingar mundu margt geta af henni lært. Enn meira telur hann þá þó mundu geta af starfsemi slikra félaga i Noregi lært, sem dæmi tekur hann starfsemi ábyrgðarfélagsins i Stavangri, og getur sérstaklega þess þáttar, að áður en nokkurt skip sé tekið í tryggingu þar, þá sé það vandlega yfirfarið og skoðað af nefnd þar til kjör- inna mann. Segir höfundur Norðmenn skipta skip' um sínum í flokka eftir því, hve verðmæt þau teljist. Eftir þessu að dæma er ekki svo að sja sem ísfirðingar hafi látið meta skip sin. Að lokun1 hvetur höfundur til þess, að komið verði á fót far- mannalögum, svo sem lengi hafi tiðkazt með öllum þjóðum, sem að einhverju marki stundi sjósókn- Síðan hvetur höfundur til þess að þetta mikla hagsmunamál verði ekki látið niður falla og skorar á Eyfirðinga að taka vel tillögum hinna siglfirzku fundarmanna. Með þessa þörfu og skeleggu grein í huga, svo og það, að málið virtist nú vera komið á töluverðan rekspöl, skyldi maður ætla, að nú yrði skammt að bíða stórframkvæmdanna. Svo fór þó ekki. Hinu stórhuga N hafði sagt í sinni ágætu ritgerð, að svo virtist sem ekkert skorti annað en það, að einhver, sem málið væri viðkomandi, kveddi til stofnfund- ar. Enginn bar þó fæfu til þess að kveðja til slíks fundar, enda varð nú hljóðara um ntálið um langan tíma, en nokkru sinni fyrr. Vafalaust hafa harðindi og aflatregða áranna, sem í hönd fóru, valdið mestu hér um. Það er svo ekki fyrr en árið 1866, að grein birtist i 16.-17. tbl. Norðanfara, sem nú hafði leyst Norðra af hólmi, að málið er loks vakið til lífsins á nýjan leik. Þetta er alllöng grein, sem undirrituð er „Sigl' firðingur“. Höfundur greinarinnar byrjar á þvl að minna á fund þann, er Siglfirðingar hafi haldið um málið 1. marz 1859. Síðan ræðir hann um, að hið illa árferði undanfarinna ára muni hafa dregið kjark úr mönnum, en getur þess, að þar eð ár- gæzka fari nú mjög batnandi, ættu menn ekki að þurfa að láta slíkt halda aftur af sér öllu lengur, enda hafi hinir hörmulegu skiptapar árið 1864 sýnt það svart á hvítu, að ekki verði lengur hjá stofnuu ábyrgðarfélags komizt. Þessi greinarhöfundur er jafnvel svo bjartsýnn, að hann talar um að fa ábyrgð á skipin fyrir vertíðarbyrjun 1867. Höfund- ur þessi telur þá tilhögun undirbúnings, sem ^ hafði stungið uppá heppilega, þ.e. að halda þrja undirbúningsfundi, einn á Siglufirði, einn í sveit- unum austan Eyjafjarðar, og einn í sveitunum vestan fjarðarins og síðan skyldi haldinn einn aðal' fundur, þar sem semja skyldi lög félagsins og ákveða ábyrgðarkaupið. Virðist höfundi þessum, að hæfilegt mundi að tryggja aðeins helming skip' anna, a.m.k. fyrstu fimm árin, en ef allt gengi vel3 því tímabili, mætti gjarnan tryggja þau að fullm að þeim tíma loknum. Um fyrirkomulag sjóðsins 492 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.