Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 31
^törf ,,Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“
°8 bróun útgerðarinnar fram til 1867.
Þarinig var Hinu eyfirzka ábyrgðarfélagi komið
a fót árið 1868. Það hafði haft erfiðar fæðingar-
nðlr> sem höfðu tekið hvorki meira né minna en
J°rtán ár, ef miðað er við þann tíma, er liðinn var
ra því, að hugmyndinni að stofnun þess var fyrst
■^ egið fram á prenti. Skyldi maður ætla að slíkur
elagsskapur væri sæmilega þroskaður, þá loksins
ann komst á laggirnar. Raunar bar heldur ekki á
° ru- Starfsemi félagsins einkenndist allt frá
ynjun af frábæru athafnafjöri. Áður en hægt er
j* skýra frá framkvæmdum, verður þó að lita á
Pann grunn, sem þær hvíla á, — sjálf félagslögin.
Lög hins eyfirzka ábyrgðarfélags voru birt í
0rðanfara 15. apríl 1869, eða þegar félagið var
0rðið um það bil ársgamalt. Ekki er auðvelt að
j=eta sér þess til, hvað valdið hefur þessum drætti á
'rtingu laganna, enda skiptir það minnstu, en
Vera má, að það hafi valdið mestu, að menn bjugg-
Ust alltaf við inngöngu Siglfirðinga í félagið og hafi
elagsstjórnin því ekki viljað birta lögin, fyrr en
Peir væm komnir inn. Einnig má vera, að menn
afi viljað hafa vaðið fyrir neðan sig, ef reynsla
>ns fyrsta starfsárs hefði knúið til breytinga.
Lögin eru í alls 26 greinum, og eru þau um margt
róðleg. Einna mesta athygli vekur, að Eyfirðing-
ar fóru ekki að fordæmi ísfirðinga og Norðmanna
1 bví efni að láta menn greiða mishá iðgjöld, eftir
því
1 hvaða flokk skip var metið. Þeir höfðu ið-
Sjaldið alltaf jafnhátt, eða 4'/2% af virðingar-
Verði skips, alveg sama í hvaða flokki það lenti.
Llins
vegar ábyrgðist félagið misjafnlega mikinn
uta skipanna, eftir því í hvaða flokk þau fóru
e a 3/4 af virðingarverði skips í 1. flokki, 5/8 í
‘ ^°kki og /2 skips í 3. flokki. Ekki er fullkom-
ega ljóst hvað valdið hefur því, að þessi regla var
Valin í stað hinnar, sem fordæmi var fyrir hér á
andi. Geta má sér þess til, að þetta hafi verið
onsk regla og þá frá Steincke runnin. Hitt er svo
a tUr á móti ljóst, að þessi regla hefur átt að stuðla
a aukinni hirðusemi, og betri meðferð skipanna,
v> að vissulega hlaut það að vera hagur útgerðar-
^nnnanna sjálfra að fá skip sin metin í l.flokk, og
Ái víst nema menn hafi skilið þetta enn betur
egar þessari aðferð var beitt. Auk ábyrgðar-
Sjaldsins áttu menn svo að greiða 2!/2°7o af virð-
’ngarverði skipanna, sem þeir fengu tryggð, um leið
og þeir sóttu um inngöngu í félagið. Skyldi þetta fé
mynda sjóð félagsins. í framhaldi af þessu segir
svo, að vilji félagsmaður auka það fé, er hann eigi í
tryggingu, þá skuli hann um leið gjalda 2/i% af
þeim viðauka með sama hætti.
I 9. grein félagslaganna segir, að á aðalfundi
skuli kjósa þrjá virðingarmenn, 2 skipstjóra og 1
skipasmið. í 10. grein segir, að stjórn félagsins
skuli greiða úr sjóði kostnað við hina árlegu virð-
ingu skipanna, en annað ekki. Þá segir í 12. grein,
að skipaeigendur, skipstjórar og hásetar skuli rita
nöfn sín undir þær greinar sjómannalaga félagsins,
er þá snerti. Sjómannalög þessi hef ég hvergi
fundið, en að öllum líkindum hafa þetta verið
skráningarreglur, sem koma áttu í veg fyrir að
menn hlypust úr skiprúmi, þegar þeim sýndist, eins
og dæmi höfðu verið til. Einnig mun út-
gerðarmönnum hafa verið gert að skyldu að
segja til um, hve lengi skipum yrði haldið úti ár
hvert. í sömu grein segir einnig, að skipstjóri skuli
skyldur að halda dagbók svo og að jafnan skuli
vera einn maður á hverju skipi, er kunni hið nauð-
synlegasta í skipstjórnarfræðum. Þá er það skýrt
tekið fram í lögunum, að ábyrgð á skipunum gildi
aðeins frá 14. april til 14. september. Ef skipi er
haldið úti utan þess tíma skal ábyrgðargjaldið
hækka um 1 Vi%. Þá er og tekið fram, að ef
menn hyggist halda skipi sínu úti til annars en
veiða, þá skuli sérstök samþykkt félagsins koma
til, til þess að ábyrgðin gildi.
Ekki er á neinn hátt hægt að ræða eða rita um há-
karlaútveg við Eyjafjörð fyrsta áratuginn eftir
stofnun Ábyrgðarfélagsins án þess að rekja um
leið sögu félagsins, því að i raun og veru er hún
þróunarsaga útvegsins allt þetta tímabil. Mörg
atriði útveginum viðkomandi eru þó ekki nátengd
sögu félagsins. Þvi hef ég valið þann kostinn að
reyna fyrst að rita í stuttu máli yfirlit yfir gang út-
gerðarinnar á þessu tímabili, en skýra frá helztu
framkvæmdum Ábyrgðarfélagsins sér í lagi.
Það er hálfgerð sorgarsaga, að þegar Ábyrgðar-
félagið, þetta óskabarn eyfirzkra hákarlaútgerðar-
manna, loks komst á fót, var blómaskeiði þessa út-
gerðarmáta raunverulega að ljúka. Þess var getið
hér að framan, að fréttirnar um lýsisbræðsluna á
Torfunesi og jaktina hans Johnsens kaupmanns á
Akureyri hafi getað gefið vísbendingu um það, að
hverju stefndi. Raunar var það svo, að þegar út-
vegsbændurnir við Eyjafjörð stofnuðu Ábyrgðar-
ÆGIR — 495