Ægir - 01.09.1981, Blaðsíða 32
félagið og völdu því samastað á Akureyri, þá ýttu
þeir mjög undir þessa þróun. Ekki skal því haldið
fram hér, að heppilegra hefði reynzt að hafa að-
setur félagsins á Siglufirði, sennilegar var Akureyri
eini staðurinn, þar sem Ábyrgðarfélagið hreinlega
gat þrifizt. Það var eðlilegur gangur mála, sem olli
þvi, að svo fór sem fór, hins vegar má með nokkr-
um sanni segja, að menn hafi áafvitandi flýtt fyrir
þessari þróun.
Það er hálfgerð sorgarsaga, að þegar Ábyrgðar-
félagið, þetta óskabarn eyfirzkra hákarlaútgerðar-
manna, loks komst á fót, var blómaskeiði þessa út-
gerðarmáta raunverulega að ljúka. Þess var getið
hér að framan, að fréttirnar um lýsisbræðsluna á
Torfunesi og jaktina hans Johnsens kaupmanns á
Akureyri hafi getað gefið vísbendingu um það, að
hverju stefndi. Raunar var það svo, að þegar út-
vegsbændurnir við Eyjafjörð stofnuðu Ábyrgðar-
félagið og völdu því samastað á Akureyri, þá ýttu
þeir mjög undir þessa þróun. Ekki skal því haldið
fram hér, að heppilegra hefði reynzt að hafa
aðsetur félagsins á Siglufirði, sennilega var
Akureyri eini staðurinn, þar sem Ábyrgðarfélagið
hreinlega gat þrifizt. Það var eðlilegur gangur
mála, sem olli því, að svo fór sem fór, hins vegar
má með nokkrum sanni segja, að menn hafi óafvit-
andi flýtt fyrir þessari þróun.
Þess hefir áður verið getið, að langverðmætasti
hluti hákarlsaflans og sá eini, sem út var fluttur,
var lýsið. Lýsi var flutt út í tunnum, en svo vildi til,
að á þessum tíma höfðu Norðlendingar ekki frekar
en endranær við til þess að smíða tunnur úr. Því
voru menn algjörlega háðir kaupmönnum, hvað
snerti ílát undir aflann. Það tíðkaðist mjög á þess-
um tíma, að menn fengu mikinn hluta matvöru
sinnar í tunnum frá kaupmönnunum. Var þá ýmist
að tunnurnar voru fengnar að láni og þeim síðan
skilað aftur áfylltum lýsi, eða að tunnurnar voru
keyptar með matvörunni og síðan seldar sama
kaupmanni fullaraflýsi 1—2 mánuðum síðar. Þessi
verzlunarmáti hélzt lengi, enda má oft sjá lýsi
metið á tvennan hátt í verðlagsskrám, með eða án
tunnu. Þegar að því kom, að kaupmenn fóru
sjálfir að gera út skip til hákarlaveiða, þurftu þeir
sjálfir á tunnum sinum að halda og tregðuðust þá
stundum við að láta bændum í té tunnur. Þetta
leiddi oft til þess, að bændur, sem sjálfir réðu skip-
unum, sigldu með afla sinn til fjarlægra hafna,
m.a. eru sagnir um það, að eyfirzkir bændur hafi
siglt alla leið til Seyðisfjarðar með afla sinn. Auð-
vitað var kostnaður við slík ferðalög geipilegur, en
eitthvað mun það hafa vegið upp á móti, að Aust-
fjarðakaupmenn voru eðlilega ofsakátir að fá jafn
útgengilega vöru sem hákarlalýsi svo til fyrir-
hafnarlaust og greiddu því gjarnan hærra verð en
Akureyrarkaupmenn.
Akureyrarkaupmenn sáu, að við svo búið mátti
ekki standa, og þá gripu þeir til þess ráðs, sem án
efa hefur verið öllum hagkvæmast. Þeir reistu um
sumarið 1866 stóra lýsisbræðslu á Torfunesi, sem
gat brætt 90 tunnur lýsis á sólarhring. Ekki er að
efa, að hér var um gífurlega framför að ræða, en
fram til þessa hafði sá siður haldizt, að bændur
bræddu sjálfir lýsið úr lifrinni á hlóðum heima a
bæjunum. Þótti þá gott, ef tveir menn gátu tutlað i
eina tunnu yfir daginn. Þegar vinnslan gekk svo
hægt, var eðlilega ekki hægt að láta skipin bíða,
meðan farmur hverrar veiðiferðar var unninn, og
var því lifrinni hent í trog, potta, kirnur eða hvað,
sem hendi var næst, og jafnvel á sjálfa fósturjörð-
ina, ef ekki vildi betur. Er auðvelt að ímynda sér
hvernig það, sem síðast kom til vinnslu, hefur litið
út. Með þessari aðferð unnu bændur þó tvennt:
þeir gátu selt lýsið sem fullunnið hráefni, og einntg
gátu þeir fullnýtt þann vinnukraft, sem heima fyt'r
var. Hins vegar þarf ekki að efa það, að margar at
þeim kvörtunum, sem bárust yfir því, að lýsið væH
ekki nógu tært né fitumikið, hafa beinlínis stafað
af þessari frumstæðu aðferð. Þegar svo við bætt-
ist, að oft vildi brenna við, að tunnurnar undan
matvörunni voru ekki alltof vel þrifnar, var ekki
von á góðu.
Þegar þessa er gætt, getur vart leikið vafi á þvl>
að þegar kaupmennirnir reistu Bræðsluhúsin a
Torfunesi bættu þeir allra hag. Nú gátu sjómenn-
irnir siglt með afla sinn beint til Akureyrar og lag1
hann upp í þrær lýsisbræðslunnar. Við þetta
skapaðist einnig aukið hagræði að því leyti, að
Akureyri var nú orðin það mikil miðstöð hérað-
anna umhverfis, að þar gátu sjómennirnir fengið a
einum stað allan þann útbúnað, er þá vanhagað1
um. Enda ber ekki á öðru en að þeir hafi grip1^
það tækifæri, er þarna bauðst, feginshendi. Þetta
má m.a. marka af því, að þegar árið 1871 leggla
hákarlaskipin upp afla í samtals 2484 tunnur lýslS
við Bræðsluhúsin.19) Einnig var nokkurt aflamag11
lagt upp á Siglufirði og ísafirði.
Þegar sá siður fór að verða allmennur hér a
landi, að einstakir aðilar, oftast verzlunaf'
fyrirtæki, kæmu sér upp stórum lýsisbræðslurn.
496 — ÆGIR