Ægir - 01.09.1981, Side 38
Linu munaoi 1 sumar að hrefnuveiðar yrðu
bannaðar á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins i Brigh-
ton, Englandi. Hættan á að algert hrefnuveiðibann
gangi í gildi er þó engan veginn um garð gengin,
þar sem samþykkt var, að á árinu 1983 verði ólög-
legt að veiða hrefnu með venjulegum skutli, eða
köldum skutli öðru nafni, sem þýðir sama og bann
við hrefnuveiðum. Þau lönd sem stundað hafa
hrefnuveiðar geta þó lagt inn mótmæli gegn þess-
ari lagagrein innan 90 daga frá samþykkt hennar,
en þeirri skoðun vex aftur á móti ört fylgi hérlend-
is, að við ættum að fara að dæmi Kanadamanna
og draga okkur út úr þessum samtökum. Til að
verða fullgildur meðlimur í þessu ráði, þarf
eingöngu að vera meðlimur i SÞ, einu gildir hvort
viðkomandi þjóð hefur hagsmuna að gæta. Þykir
mörgum sem til þekkir, að stór hluti þeirra þjóða
sem harðast ganga fram hvölum til fulltingis, væri
nær að beina kröftum sínum að vandamálum sjálf-
um sér nær, og hefðu yfrið nóg verkefni við að lina
þjáningar meðbræðra sinna heimafyrir, en láta
frekar aðrar dýrategundir í fjarlægum heimsálfum
liggja á milli hluta, að ekki sé minnst á þá virðingu
sem borin er fyrir mannréttindasáttmála SÞ á
heimaslóðum sumra þeirra.
Ekki er á hreinu hvað koma skal í stað kalda
skutulsins, en undanfarin ár hafa Japanir verið að
reyna sprengjuskutul, en hann hefur það marga
ókosti að talið er að hann verði aldrei nothæfur til
hrefnuveiða. Bæði er að hann eyðileggjur of mik-
inn hluta kjötsins á skepnunni og eins er hann það
varasamur í meðförum að allt að því jafnir mögu-
leikar eru á að veiðimaðurinn og hrefnan drepist.
E.t.v. þykir þar með mörgum heiðarlega að
þessum veiðum staðið, þegar svo er komið, að
bráðin og veiðimaðurinn standa jafnt að vígi.
Vísindamenn eru sammála um að hrefnustofn-
inn þoli vel þá veiði sem leyfð er í dag. í flestum til-
fellum drepst hrefnan þegar skutullinn hittir hana
og venjulega líða ekki meir en 5 til 10 mínútur þar
til dýrið er komið á siðuna. Nær útilokað er að
særð hrefna komist undan og væri óskandi að
veiðar í landi færu jafn hreinlega fram, en við tóm-
stundadýraveiðar er ekki óalgengt að illa særð dýr
ráfi um dögum saman, áður en þau veslast upp.
Okkar skylda er að hagnýta hafið í kringum
landið á sem skynsamlegastan hátt, en látum ekki
aðra segja okkur fyrir verkum á því sviði, enda
berum við einir ábyrgð á hvernig til tekst.
Yfirlitsskýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna (FAO), um framvindu
mála í sjávarútvegi heimsins á s.l. ári og horfur a
þessu ári liggur nú fyrir, og verður hér á eftir
stiklað á stóru og reynt að draga fram það helsta
sem þar er að finna og okkur viðkemur í þessum
efnum.
Þrátt fyrir að sóknin í fiskstofnana eflist stöðugt
er ekki gert ráð fyrir að meiri fiski verði landað i
heiminum á þessu ári en í fyrra, en þá minnkuðu
veiðarnar um eina milljón tonna frá árinu áður og
rétt mörðu það að vera meiri en þær voru 1976.
Árið 1980 var fjórða árið i röð, sem minna var
landað af fiski í þróuðu löndunum, og aðeins sjö
lönd náðu því að auka fiskafla sinn, þ.e. Bandarík-
in, Danmörk, Ítalía, Holland, írland, Spánn og
Nýja Sjáland, en mestur samdráttur varð í V-
Þýskalandi, Bretlandi, íslandi, Noregi og Sovét-
ríkjunum.
Margar samverkandi orsakir eru fyrir þessan
öfugþróun í fiskveiðum heimsins, en ein sú helsta
er að allmargar mikilvægar fisktegundir hafa
ennþá ekki náð þeirri stærðargráðu sem gefur af
sér hámarks afrakstur, þrátt fyrir strangar frið-
unaraðgerðir, og aðrar sýna merki þess að þær eru
ofveiddar. Veiðigeta fiskiflota heimsins er langt
umfram framleiðslugetu fiskstofnanna, sem aftur
býður af sér sífellt strangari friðunaraðgerðir og
kvótatakmarkanir. Sjávarútvegur heimsins er
kominn í úlfakreppu og vítahring, annars vegar
vegna stöðugt hækkandi útgerðarkostnaðar, sér-
staklega á fjármagni og olíu, og hins vegar vegna
502 —ÆGIR