Ægir - 01.09.1981, Page 42
Tímamót í íslenzkri björgunarsögu
24. marz s.l. voru liðin fimmtíu ár frá því að
fluglínutæki voru fyrst notuð við björgun skip-
brotsmanna úr sjávarháska við ísland. Síðan þá
hafa fluglínutæki komið við sögu flestra strand-
bjargana hérlendis.
Það var nýstofnuð deild innan Slysavarnafélags
íslands, Þorbjörn í Grindavík, sem fyrst notaði
fluglínutæki við björgun. Deildin var stofnuð 2.
nóvember árið 1930, en þá nokkru áður hafði
Slysavarnafélagið keypt fluglínutæki og komið
þeim fyrir í geymslu hjá Einari Einarssyni í Kross-
húsum í Grindavík, en hann var einn af
frumkvöðlum slysavarnastarfsins þar og fyrsti for-
maður deildarinnar. Hafði Jón E. Bergsveinsson
fyrsti erindreki Slysavarnafélags íslands komið til
Grindavíkur og kennt heimamönnum að fara með
tæki þessi, en þau voru þá tiltölulega ný af nálinni,
og notkun þeirra við bjarganir ekki orðin almenn.
Aðfaranótt 24. marz 1931, röskum fimm mán-
uðum eftir að Slysavarnadeildin Þorbjörn var
Skúli fógeti í brimgarðinum eftir strandið.
506 — ÆGIR
stofnuð, varð þess vart að togari var strandaður
undan bænum Hrauni austan við Grindavík. Tók
skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakk-
landi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir
skerjagarð og festist skammt frá ströndinni-
Þeyttu skipverjar eimpípur skipsins og gáfu þannig
til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grinda-
víkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björg-
unartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að
Hrauni, en ekki var bílfært alla leiðina á strand-
stað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. A
meðan beðið var björgunar freistuðust skipverjar á
Cap Fagnet þess að láta línu reka í land, en þær
tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt
að takast mætti að koma á sambandi milli skips og
lands.
Um hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr
strönduðu skipi, segir svo í 1. bindi bókaflokksins
“Þrautgóðir á raunastund”, björgunar- og sjó-
slysasögu íslands:
“Einar og Guðmundur verða sammála um
miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Guðmundur
Erlendsson tekur í gikkinn. Hamarinn smellur
fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama
andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur
af stað með háværu hvisshljóði. í fyrsta skipö
hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar a
íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginm,
þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýði-
lega. Línan kemur yfir skipið, rétt fyrir framan
stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að na
til hennar. Þeir verða reyndar að sæta lagi að na
henni, en skjótt er hún í þeirra höndum. Samband
er fengið við land.”
Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet
gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa,
þar sem aðeins nokkrum klukkustundum eftú
björgunina hafði skipið brotnað í spón á strand-
staðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess
hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækm