Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 43

Ægir - 01.09.1981, Page 43
v°ru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu uns slik tæki voru komin til allra deilda ^lysavarnafélags íslands umhverfis landið. Hún er ekki löng sjávargatan frá Reykjanestá austur á Hraunsfjörur, en þar hafa mörg skipin strandað og oftast í stormi og foráttu brimi. Það uefur þvi reynt á dugnað, karlmennsku og þor fél- aganna úr ”Þorbirni” og engin ein björgunarsveit ^lysavarnafélags íslands hefur bjargað jafn mörgum mönnum úr helgreipum Ægis af strönduðum skipum með fluglínutækjum, eins og eftirfarandi skrá sýnir: Tala bjargaðra. 4- marz 1931 Cap Fagnet, franskur togari ............. 38 • apríl 1933 Skúli fógeti, ísl. togari .............. 24 “• sept. 1936 Trocadero, enskur linuveiðari....... 14 ■ jan. 1947 Louis, enskur togari..................... 15 , '’ebr. 1950 Clam, enskt olíuskip ..................... 23 • april 1950 Preston North End, enskur togari .. 6 • marz 1955 Jón Baldvinsson, ísl. togari............. 42 ? ' tet,r- 1962 Auðbjörg, ísl. fiskiskip................. 6 0. des. 1971 Arnfirðingur II, ísl. fiskiskip ..... 11 ■ febr. 1973 Gjafar, ísl. fiskiskip ............. 12 • ág. 1974 Hópsnes, ísl. fiskiskip ................. 2 ■ sept. 1977 Pétursey, ísl. fiskiskip ................ 1 Samtals eru þetta 194 íslenzkir og erlendir sjó- menn sem björgunarsveitinni Þorbirni hefur auðn- ast að bjarga á giftudrjúgum starfsferli. Ekki er það ætlunin að tíunda og greina frá hverjum einstökum atburði, sem hver á sina sér- staeðu sögu. Aðstæður á strandstaðnum undan Staðarhverfi voru hinar erfiðustu, foráttu brim og sat togarinn fastur á skeri langt frá landi. Gekk Pað kraftaverki næst að skyttan skyldi hæfa skipið af svo löngu færi og að takast skyldi að ná þeim mönnum, sem enn voru lifandi um borð í land. Vjð björgun mannanna 6, sem enn voru á flaki reska togarans Preston North End, sem strandaði a peirfuglaskeri, lögðu björgunarsveitarmenn sig í m’kla lífshættu, en þeir höfðu farið út að togaran- am a vélbátnum Fróða og björguðu þeim um borð 1 hann. Þegar togarinn Jón Baldvinsson strandaði ^’ð Reykjanes var áhöfn hans allri, 42 mönnum, íargað og hefur aldrei jafn mörgum mönnum Ver’ð bjargað af strönduðu íslenzku skipi. Otaldir eru þeir íslenzkir og erlendir sjómenn, Sem eiga þessum björgunarbúnaði, fluglínutækj- uttum, Hf sitt að launa. Nú síðustu vikur og mánuði hafa þessi björgunartæki komið að giftudrjúgum notum við björgun skipsbrotsmanna er vélskipin Katrín, Heimaey, og Sigurbára frá Vestmannaeyjum, strönduðu. Áhafnir þessara skipa töldu 28 menn og var 21 þeirra bjargað með fluglínutækjum SVFÍ. Við stofnun Slysavarnafélags íslands og útvegun þessara björgunartækja urðu tímamót í íslenzkri björgunarsögu, en eins og alþjóð veit hefur mörg skotlínan hæft í mark og margar styrkar hendur björgunarmanna þanið liflínuna með björgunar- stólnum til lands, hinni einustu von skipbrots- mannsins. Á aðalfundi Slysavarnadeildarinnar Þorbjörn árið 1946 var samþykkt að stofna sérstaka björg- unarsveit innan deildarinnar. Var Tómas Þorvaldssyni, Gnúpi, falið að skipuleggja þá starf- semi og var hann jafnframt kjörinn formaður björgunarsveitarinnar. Gegndi hann því starfi samfellt til ársins 1976, að hann var kjörinn for- maður slysavarnadeildarinnar. Öll þessi ár var einnig sami maðurinn skytta björgunarsveitarinn- ar, Árni Magnússon, Tungu. Hin síðari ár hafa Guðmundur Þorsteinsson, Hópi, og Gunnar sonur Tómasar verið formenn Björgunarsveitarinnar “Þorbjörn”. Fréttatilkynning frá Slysavarnarfélagi íslands. Jón Baldvinsson á strandstað við Reykjanes. ÆGIR — 507

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.