Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1981, Side 44

Ægir - 01.09.1981, Side 44
SKIPSTAPAR OG SLYSFARIR Bára YE 141 V/b Bára VE 141 fórst miðvikudaginn 4. mars s.l. í fiskiróðri frá Sandgerði, en eigendur bátsins voru búsettir í Garði. Bátverjar höfðu samband við Keflavíkurradíó kl. 16 þann dag og voru þá staddir um 20 sm. NV af Sandgerði og kváðust þeir mundu láta vita kl. 18-19 hvenær þeir kæmu að landi. En þegar ekki heyrðist frá þeim á tilteknum tíma, voru bátar sem voru á heimleið á svipuðum slóðum, beðnir um að svipast um eftir Báru. Skipulögð leit hófst síðar um kvöldið og leituðu um 10 bátar um nóttina, auk þess sem fengin var flugvél frá varnarliðinu til leitar. Leit var haldið áfram i birtingu daginn eftir og tóku þátt í henni 30 bátar og flugvél landhelgis- gæslunnar. Á föstudaginn 6. mars hamlaði veður leitar. Á miðvikudaginn voru á þessum slóðum 6-8 vindstig NA og sjólag slæmt. Laugardaginn 7. var enn hafin leit, en án árang- urs. Á bátnum voru tveir menn og fórust báðir: Bjarni Guðmundsson fæddur 10. ágúst 1938, ókvæntur. Jóel Guðmundsson fæddur 1. júlí 1936 kvæntur og lætur eftir sig konu og fjögur börn. V/b Bára VE 141 var 12 smál. eikarbátur. Smíð- aður í Vestmannaeyjum 1970 með 64 hk. BUHK vél. N.I. Valþór EA 210 V/b Valþór EA 210 fórst við Grímsey mánu- daginn 9. mars s.l. Mannbjörg varð. Báturinn hafði tekið niðri við suðurodda eyjarinnar og komið leki að honum við það. Hríðarveður var á og lenti báturinn því of grunnt við suðuroddann. Tveir menn voru á bátnum og var þeim bjargað um borð í v/b Magnús EA 25 frá Grímsey. Valþór EA 210 var smíðaður í Hafnarfirði 1974 úr eik og furu 11. smál. með Powa Marine 108 hk. vél. N.I. Bjarni Guðmundsson. Jóel Guðmundsson. Vélbáturinn Bára VE 141, Sermelik Mánudaginn 23. mars s.l. fórst grænlenski rækjutogarinn SERMILIK frá Sukkertoppen a vesturströnd Grænlands. Skipið var statt útaf Patreksfirði. Einn maður fórst, skipstjórinn Jens Jakobsen frá Grænlandi, en níu mönnum af áhöfn skipsins, þremur Norðmönnum og sex Grænlend- ingum, var bjargað úr lífbátnum um borð í skut- togarann Ásgeir RE 60. Óstöðvandi leki hafði komið að SERMELIK, en auk þess var mikil ísing á skipinu, þannig að það sökk á skammri stundu. Kl. 6.15 sendu skipverjar út neyðarkall, en skipið var þá um 7 sm SV af Tálkna á leið inn til Patreksfjarðar. Togarinn Ásgeir úr Reykjavík, Júní frá Hafnarfirði og Sólborg frá Ólafsfirði. voru nærstaddir og heldu þegar að hinu nauð- stadda skipi. Varðskip var í Dýrafirði og fór þegar í átt að SERMILIK. 508 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.