Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 56

Ægir - 01.09.1981, Page 56
/ reynzluferð með veiðarfœri. Ljósmyndir með grein: Hekla h/f, Óskar. fyrir bobbinga. í hvalbaksrými er lokaður isvéla- klefi b.b.-megin, aðstaða til viðgerða á veiðarfær- um og veiðarfærageymslur, og rými fyrir tóma fiskkassa, ásamt bobbingarennum út við síður. Aftan við hvalbak er þilfarshús fyrir miðju þar sem eru íbúðir, en til hliðar við það eru gangar fyrir bobbingarennur, opnir að aftan. Togþilfar skipsins er aftan við þilfarshús og tengist hvalbaks- rými um áðurnefnda ganga. Vörpurenna kemur i framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur, sem liggja um ganga, fram eftir hvalbaksrými að stefni. Aftarlega á efra þilfari, til hliðar við vörpurennu, eru síðuhús (skorsteinshús) með stigagöngum niður á neðra þilfar. Yfir aftur- brún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún hennar er bipodmastur. Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni og aftur að afturbrún þilfarshúss en þar greinist það i tvennt og liggur meðfram báðum síðum aftur að bipod- mastri. Aftarlega á heilu hvalbaksþilfari, yfir þil- farshúsi, er brú skipsins, sem hvílir á um 100 cm hárri reisn og nær reisnin út að siðum og myndar brúarvæng. Á hvalbaksþilfari, framan við brú, er stigahús með áföstu mastri fyrir siglingaljós. í afturkanti brúar er mastur sem á eru hifingablakk- ir, ratsjárbúnaður m.m. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Alco, tólf strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði, með sam- byggðu tengsli, frá Ulstein. Vélin er búin til brennslu á svartolíu og tengd búnaði til þess í skip- inu. Tœknilegar upplýsingar (aöalvél m/skrúfubún aði): Gerð vélar............. Afköst................. Gerð niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaðar ... Niðurgírun ............ Efni í skrúfu....':.... Blaðafjöldi ........... Þvermál ............... Snúningshraði ......... Skrúfuhringur ......... 12-251 V 2230 hö við 900 sn/mín. 600 AGSC 3.346:1 NiAl-bronz 4 2500 mm 269 sn/min Ulstein Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deiligír frá Hytek af gerð FGC-340-2HC með tveimur inn- byggðum vökvakúplingum og fimm aflúttökum fyrir drift á vökvaþrýstidælum fyrir hliðarskrúfu og vindur. Dælur tengdar deiligír eru ein föst stimpildæla á öðru vökvatengslinu og tvær tvö- faldar og tvær einfaldar tannhjóladælur á hinu vökvatengslinu. Snúningshraði á einstökunr úttökum er 1700 sn/mín, nema hliðarskrúfudæla (1450 sn/mín), miðað við 850 sn/mín á aðalvél og hámarks aflyfirfærsla deiligírs er 1040 hö. Aflgjafar knúnir af aðalvél: Vökvaþr.d. (stimpild.) Brueninghaus 481 CX-8WP3 Afköst .............. 350 hö Þ.rýstingur, olíustreymi 235 kp/cm2, 670 1/mín Notkun............... Hliðarskrúfa Vökvaþr.d. (tannhj.d.) Afköst ............... Þrýstingur, olíustreymi Notkun................ 2 x Voith IPH 6/6-125/125 2 x 208 hö 230 kp/cm2, 2 x 410 1/mín Togvindur, hífingav., s.b.- hjálparv. og flotvörpuv. Vökvaþr.d. (tannhj.d.) Afköst ............... Þrýstingur, oliustreymi Notkun................ 2 x VoithTPH 6-125 2 x 104 hö 230 kp/cm2, 2 x 205 1/mín Togvindur, grandarv., b.b.- hjálparv. og akkerisv. Hjálparvélar eru tvær Caterpillar af gerð 3408 TA, átta strokka fjórgengisvélar með forþjöppu og eftirkæli, sem skila 335 hö við 1500 sn/mín- 520 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.