Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1982, Side 22

Ægir - 01.01.1982, Side 22
Sigurgeir Ólafsson: • • Oryggismál: Forseti, góðir Fiskiþings- fulltrúar. Mér hefur verið falið að hafa framsögu um öryggismál. 40. Fiski- þingi hafa borist ályktan- ir og tillögur um öryggis- mál frá fimm fjórðungs- þingum og deildum. Þær eru frá Fiskfélagsdeild Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og nágrennis, Fjórðungsþingi fiskideilda á Norðurlandi, og Fiskideild Vestmannaeyja, og mun ég lesa þær i þeirri röð, sem ég hef nú upp talið. Ég vona að erindi þessi skapi meiri umræðu á þessu þingi heldur en þau gerðu á þinginu i fyrra, því að þá má segja að umræða um öryggismál sjó- manna hafi verið hér í algjöru lágmarki. Frá Fiskifélagsdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis „Fiskifélagsdeild Reykjavikur, Hafnarfjarðar og nágrennis bendir á nauðsyn þess, að öryggismál smábáta verði sérstaklega tekin til athugunar vegna tíðra slysa á þessum bátum, þar sem einkum verði hugað að því, hvort ekki sé rétt, að sett verði bann við því, að menn sæki sjó einir og einnig hvort banna eigi netaveiðar á þessum bátum yfir vetrartímann. Þá er lagt til að ítrekuð verði samþykkt 36. og 37. Fiskiþings um að hástokkar og stýrirhús smá- báta skuli málað í orange rauðum lit. Benda má á að Norðmenn telja þetta atriði svo mikilvægt, að nýlega hafa þeir sett lög, sem skylda menn til að mála smábáta í samræmi við það, sem lagt er til í samþykktinni. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður.“ Frá Fjórðungsþingi fiskideilda í Norðlendinga- fjórðungi 1. „Fjórðungsþing fiskideilda i Norðlendinga- fjórðungi haldið 19. okt. 1981 beinir þeim til- lögum til stjórnar Fiskifélags íslands að fá Vita- og hafnarmálastofnun til þess að: a) auka ljósmagn vita við Skagafjörð, en ljós- magn þeirra vita er að mati sjófarenda allt of lítið, og koma fyrir ljósbauju og radarsvara á Innstalandsskeri. b) setja upp radarsvara á Ásmundarstaðaeyjum og Flatey á Skjálfanda. c) Setja upp ljósvita á Mánáreyjum. d) Setja upp radarsvara í Kolbeinsey og sjá um að hún hverfi ekki af yfirborði sjávar. 2. „Fjórðungaþing fiskideilda í Norðlendinga- fjórðungi haldið á Akureyri 19. okt. 1981, sam- þykkir að beina þeim tilmælum til fjárveitinga- valdsins, að stutt verði við bakið á þeim aðilum, sem vinna að uppfinningum eða endurbótum á öryggisbúnaði íslenskra skipa, meðal annars með auknum fjárframlögum. Voru báðar þessar tillögur samþykktar sam- hljóða.“ Frá Fiskideild Vestmannaeyja ,, 1.40. Fiskiþing taki afstöðu með ályktun, til þess að sjósetningartæki þau sem Sigmund Jóhannsson hefur fundið upp og auðvelda mjög og gera sjó- setningu gúmmíbjörgunarbáta öruggari, verði með lögum skylduð i öll íslensk skip. Stjórn Fiskifélags íslands fylgi þeirri ályktun fast eftir við Siglinga- málastofnun og viðkomandi yfirvöld. 2. Yfirbyggðir björgunarbátar verði lögskipaðir í öll íslensk flutningaskip og sá fullkomni sjósetn- ingarbúnaður, sem þeim fylgir. Slíkir bátar eru um borð í norskum flutningaskipum sem eru yfir 1600 rúmlestir að stærð og hafa verið í notkun síðan 1976. 3. Að skylt sé að hafa ljós á björgunarbeltum. 4. Komið verði á skyndiskoðun á öryggisbúnaði íslenskra skipa.“ Greinargerð með 4. lið Óvænt skyndiskoðun á öryggisbúnaði skipa ætti að tryggja betur en nú er, að öryggistækjum væri vel við haldið og þeim búnaði sem þeim tilheyrir- Undir þessa skoðun falli einnig allar blakkir, talí- ur, gilsar, stög og hver sá búnaður skipsins, sem valdið gæti slysum ef í ólagi væri. Reglugerð um 10 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.