Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 22
Sigurgeir Ólafsson: • • Oryggismál: Forseti, góðir Fiskiþings- fulltrúar. Mér hefur verið falið að hafa framsögu um öryggismál. 40. Fiski- þingi hafa borist ályktan- ir og tillögur um öryggis- mál frá fimm fjórðungs- þingum og deildum. Þær eru frá Fiskfélagsdeild Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og nágrennis, Fjórðungsþingi fiskideilda á Norðurlandi, og Fiskideild Vestmannaeyja, og mun ég lesa þær i þeirri röð, sem ég hef nú upp talið. Ég vona að erindi þessi skapi meiri umræðu á þessu þingi heldur en þau gerðu á þinginu i fyrra, því að þá má segja að umræða um öryggismál sjó- manna hafi verið hér í algjöru lágmarki. Frá Fiskifélagsdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis „Fiskifélagsdeild Reykjavikur, Hafnarfjarðar og nágrennis bendir á nauðsyn þess, að öryggismál smábáta verði sérstaklega tekin til athugunar vegna tíðra slysa á þessum bátum, þar sem einkum verði hugað að því, hvort ekki sé rétt, að sett verði bann við því, að menn sæki sjó einir og einnig hvort banna eigi netaveiðar á þessum bátum yfir vetrartímann. Þá er lagt til að ítrekuð verði samþykkt 36. og 37. Fiskiþings um að hástokkar og stýrirhús smá- báta skuli málað í orange rauðum lit. Benda má á að Norðmenn telja þetta atriði svo mikilvægt, að nýlega hafa þeir sett lög, sem skylda menn til að mála smábáta í samræmi við það, sem lagt er til í samþykktinni. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður.“ Frá Fjórðungsþingi fiskideilda í Norðlendinga- fjórðungi 1. „Fjórðungsþing fiskideilda i Norðlendinga- fjórðungi haldið 19. okt. 1981 beinir þeim til- lögum til stjórnar Fiskifélags íslands að fá Vita- og hafnarmálastofnun til þess að: a) auka ljósmagn vita við Skagafjörð, en ljós- magn þeirra vita er að mati sjófarenda allt of lítið, og koma fyrir ljósbauju og radarsvara á Innstalandsskeri. b) setja upp radarsvara á Ásmundarstaðaeyjum og Flatey á Skjálfanda. c) Setja upp ljósvita á Mánáreyjum. d) Setja upp radarsvara í Kolbeinsey og sjá um að hún hverfi ekki af yfirborði sjávar. 2. „Fjórðungaþing fiskideilda í Norðlendinga- fjórðungi haldið á Akureyri 19. okt. 1981, sam- þykkir að beina þeim tilmælum til fjárveitinga- valdsins, að stutt verði við bakið á þeim aðilum, sem vinna að uppfinningum eða endurbótum á öryggisbúnaði íslenskra skipa, meðal annars með auknum fjárframlögum. Voru báðar þessar tillögur samþykktar sam- hljóða.“ Frá Fiskideild Vestmannaeyja ,, 1.40. Fiskiþing taki afstöðu með ályktun, til þess að sjósetningartæki þau sem Sigmund Jóhannsson hefur fundið upp og auðvelda mjög og gera sjó- setningu gúmmíbjörgunarbáta öruggari, verði með lögum skylduð i öll íslensk skip. Stjórn Fiskifélags íslands fylgi þeirri ályktun fast eftir við Siglinga- málastofnun og viðkomandi yfirvöld. 2. Yfirbyggðir björgunarbátar verði lögskipaðir í öll íslensk flutningaskip og sá fullkomni sjósetn- ingarbúnaður, sem þeim fylgir. Slíkir bátar eru um borð í norskum flutningaskipum sem eru yfir 1600 rúmlestir að stærð og hafa verið í notkun síðan 1976. 3. Að skylt sé að hafa ljós á björgunarbeltum. 4. Komið verði á skyndiskoðun á öryggisbúnaði íslenskra skipa.“ Greinargerð með 4. lið Óvænt skyndiskoðun á öryggisbúnaði skipa ætti að tryggja betur en nú er, að öryggistækjum væri vel við haldið og þeim búnaði sem þeim tilheyrir- Undir þessa skoðun falli einnig allar blakkir, talí- ur, gilsar, stög og hver sá búnaður skipsins, sem valdið gæti slysum ef í ólagi væri. Reglugerð um 10 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.