Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Síða 23

Ægir - 01.01.1982, Síða 23
skoðun þessa verði gerð í samráði við sjóslysa- ne^nck siómannasamtökin, L.Í.Ú. og Slysavarna- ^élag íslands. 5- Að strax verði gerð ný og fullkomin kvikmynd nm gúmmibjörgunarbáta og notkun þeirra. í þá vikmynd kæmu hin nýju sjósetningartæki sem undið eru upp af Sigmund Jóhannssyni. ú. Að brýnt verð fyrir skipstjórnarmönnum að , °ma með skipshafnir sínar á þá staði sem gúmmí- jörgunarbátar eru skoðaðir og kynna þeim þar únað þeirra og mikilvægi. Að lokinni skoðun lverju sinni skal skoðunarmaður fylgjast með frá- §angi bátanna um borð í skipunum. ■ Að beint verði til stjórnvalda að rýra ekki lög- gæslu í sjávarplássum eins og nú er gert, seinnipart nætur. Greinargerð með 7. lið I Vestmannaeyjum og sennilega víðar á landinu, hefur það oft komið fyrir að lögregluþjónar hafa újargað mönnum, sem fallið hafa í höfnina. Einn- 'g hafa þeir kallað út áhafnir þegar landfestar á skipum þeirra hafa verið að gefa sig í vondum veðrum, eða einhverju öðru hefur verið ábótavant um borð. Nú er aðeins einn lögregluþjónn á vakt úá kl. 0500 til 0900 og verður hann að vera á lög- reglustöðinni og því engar eftirlitsferðir farnar með höfninni á þessum tíma. Svipað ástand mun vera í fleiri sjávarplássum. Að felld verði niður öll gjöld og tollar af tækj- Urn og öðrum búnaði sem björgunar- og hjálpar- sveitir nota við björgunarstörf sín. 9- Að strax verði fært inn á sjókort grynningar og ^er> sem eru við Maríuhlið, ca. 10 sml. vestan við yrhólaey og m/b Sigurbára VE strandaði á s.l. vetur.“ Eins og þið heyrið af lestri þessara ályktana um úryggismál er margt og þarft á drepið, sem full Pörf er að ræða hér og fylgja síðan eftir svo málin Ua' fram að ganga. Ég mun ekki hér fara ofan í P®r ályktanir sem borist hafa, nema þær sem eru ra Eiskideildinni i Vestmannaeyjum. Þær mun ég reyna að skýra lítillega, en ég veit að hinir fylgja s>num tillögum úr hlaði og auðvelda með því vinnu eirrar nefndar sem tillögurnar lenda hjá. Tillögur frá Fiskideild Vestmannaeyja um 0ryggismál eru í 9. liðum og skal ég reyna að fara fljótt yfir sögu og ætla að enda á þeirri tillögu, sem merkt er nr. 1. Ég byrja þá á 2. tillögu, sem er til- laga um yfirbyggða björgunarbáta. Við komum fram með þessa tillögu hér eftir að hafa verið vakt- ir af mynd sem sýnd var í fréttatíma sjónvarpsins af heimsókn manna frá Sjóslysanefnd, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Slysavarnafé- laginu, um borð í norskt flutningaskip til að kynna sér þessa báta þar. Ingólfur Stefánsson var með í þessum hópi að mig minnir, og ég veit að hann seg- ir okkur hér á eftir frá þessum búnaði, en ég þori að fullyrða að þarna erum við orðnir langt á eftir hvað öryggisbúnað snertir. Við gætum hugleitt með okkur ef þessi búnaður hefði verið um borð í Tungufossi, þegar hann fórst á Ermarsundi, hvað miklum áhyggjum hefði verið létt af skipshöfn- inni, hefðu þessi öruggu tæki verið þar til. Það birtist í News Week í ágúst 1981 grein um tilraunir með slíka báta og ætla ég að leyfa mér að lesa hana hérna i lauslegri þýðingu. ,,Það er engin tilviljun að nýjar tegundir af björgunarbátum eru sífellt að líta dagsins ljós í Noregi. Árlega ferst þar fjöldi manna i sjóslys- um vegna þess að ekki er um annan björgunar- búnað að ræða en hina hefðbundnu björgunar- báta. Árið 1978 ákvað norska Siglingamála- stofnunin að reyna að draga úr þessari tegund slysa með því að láta hanna nýja tegund björg- unarbáta, sem væru nægjanlega litlir og með- færilegir til að þeir kæmust fyrir jafnvel á minnstu fiskiskipum. Nokkrir af þessum til- raunabátum hafa þegar verið byggðir. Ein gerð- in er hönnuð af Jörgensen og Vick A/S, Grim- stad og er algjörlega lokuð gerð, svokallað lok- að björgunarhylki. Þessi björgunarbátur hefur rými fyrir allt að 10 menn og hann réttir sig sjálfur þegar hann kemur i sjóinn, jafnvel þó að niðurgöngulúgan sé opin og báturinn hálffyllist af sjó. Þessi björgunarbátur er 15,5 fet á lengd og 6,5 fet á breidd og mælist 53A fet frá kili og upp í lúgu, er búinn 7 hestafla mótor og skrúfu, sem varin er stálgrind. Báturinn er hannaður þannig að hann liggur djúpt í sjó og er því á honum miklu minna rek. Allt ytra byrði bátsins er tvöfalt og einangrað með frauðpasti til þess að auka flot bátsins og einangrun.“ 4. tillaga um skyndiskoðun á öryggisbúnaði skipa er oft búin að sanna að hún er nauðsynleg. ÆGIR — 11

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.