Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 23
skoðun þessa verði gerð í samráði við sjóslysa- ne^nck siómannasamtökin, L.Í.Ú. og Slysavarna- ^élag íslands. 5- Að strax verði gerð ný og fullkomin kvikmynd nm gúmmibjörgunarbáta og notkun þeirra. í þá vikmynd kæmu hin nýju sjósetningartæki sem undið eru upp af Sigmund Jóhannssyni. ú. Að brýnt verð fyrir skipstjórnarmönnum að , °ma með skipshafnir sínar á þá staði sem gúmmí- jörgunarbátar eru skoðaðir og kynna þeim þar únað þeirra og mikilvægi. Að lokinni skoðun lverju sinni skal skoðunarmaður fylgjast með frá- §angi bátanna um borð í skipunum. ■ Að beint verði til stjórnvalda að rýra ekki lög- gæslu í sjávarplássum eins og nú er gert, seinnipart nætur. Greinargerð með 7. lið I Vestmannaeyjum og sennilega víðar á landinu, hefur það oft komið fyrir að lögregluþjónar hafa újargað mönnum, sem fallið hafa í höfnina. Einn- 'g hafa þeir kallað út áhafnir þegar landfestar á skipum þeirra hafa verið að gefa sig í vondum veðrum, eða einhverju öðru hefur verið ábótavant um borð. Nú er aðeins einn lögregluþjónn á vakt úá kl. 0500 til 0900 og verður hann að vera á lög- reglustöðinni og því engar eftirlitsferðir farnar með höfninni á þessum tíma. Svipað ástand mun vera í fleiri sjávarplássum. Að felld verði niður öll gjöld og tollar af tækj- Urn og öðrum búnaði sem björgunar- og hjálpar- sveitir nota við björgunarstörf sín. 9- Að strax verði fært inn á sjókort grynningar og ^er> sem eru við Maríuhlið, ca. 10 sml. vestan við yrhólaey og m/b Sigurbára VE strandaði á s.l. vetur.“ Eins og þið heyrið af lestri þessara ályktana um úryggismál er margt og þarft á drepið, sem full Pörf er að ræða hér og fylgja síðan eftir svo málin Ua' fram að ganga. Ég mun ekki hér fara ofan í P®r ályktanir sem borist hafa, nema þær sem eru ra Eiskideildinni i Vestmannaeyjum. Þær mun ég reyna að skýra lítillega, en ég veit að hinir fylgja s>num tillögum úr hlaði og auðvelda með því vinnu eirrar nefndar sem tillögurnar lenda hjá. Tillögur frá Fiskideild Vestmannaeyja um 0ryggismál eru í 9. liðum og skal ég reyna að fara fljótt yfir sögu og ætla að enda á þeirri tillögu, sem merkt er nr. 1. Ég byrja þá á 2. tillögu, sem er til- laga um yfirbyggða björgunarbáta. Við komum fram með þessa tillögu hér eftir að hafa verið vakt- ir af mynd sem sýnd var í fréttatíma sjónvarpsins af heimsókn manna frá Sjóslysanefnd, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Slysavarnafé- laginu, um borð í norskt flutningaskip til að kynna sér þessa báta þar. Ingólfur Stefánsson var með í þessum hópi að mig minnir, og ég veit að hann seg- ir okkur hér á eftir frá þessum búnaði, en ég þori að fullyrða að þarna erum við orðnir langt á eftir hvað öryggisbúnað snertir. Við gætum hugleitt með okkur ef þessi búnaður hefði verið um borð í Tungufossi, þegar hann fórst á Ermarsundi, hvað miklum áhyggjum hefði verið létt af skipshöfn- inni, hefðu þessi öruggu tæki verið þar til. Það birtist í News Week í ágúst 1981 grein um tilraunir með slíka báta og ætla ég að leyfa mér að lesa hana hérna i lauslegri þýðingu. ,,Það er engin tilviljun að nýjar tegundir af björgunarbátum eru sífellt að líta dagsins ljós í Noregi. Árlega ferst þar fjöldi manna i sjóslys- um vegna þess að ekki er um annan björgunar- búnað að ræða en hina hefðbundnu björgunar- báta. Árið 1978 ákvað norska Siglingamála- stofnunin að reyna að draga úr þessari tegund slysa með því að láta hanna nýja tegund björg- unarbáta, sem væru nægjanlega litlir og með- færilegir til að þeir kæmust fyrir jafnvel á minnstu fiskiskipum. Nokkrir af þessum til- raunabátum hafa þegar verið byggðir. Ein gerð- in er hönnuð af Jörgensen og Vick A/S, Grim- stad og er algjörlega lokuð gerð, svokallað lok- að björgunarhylki. Þessi björgunarbátur hefur rými fyrir allt að 10 menn og hann réttir sig sjálfur þegar hann kemur i sjóinn, jafnvel þó að niðurgöngulúgan sé opin og báturinn hálffyllist af sjó. Þessi björgunarbátur er 15,5 fet á lengd og 6,5 fet á breidd og mælist 53A fet frá kili og upp í lúgu, er búinn 7 hestafla mótor og skrúfu, sem varin er stálgrind. Báturinn er hannaður þannig að hann liggur djúpt í sjó og er því á honum miklu minna rek. Allt ytra byrði bátsins er tvöfalt og einangrað með frauðpasti til þess að auka flot bátsins og einangrun.“ 4. tillaga um skyndiskoðun á öryggisbúnaði skipa er oft búin að sanna að hún er nauðsynleg. ÆGIR — 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.