Ægir - 01.01.1982, Side 24
Ég get tekið eitt smádæmi af mörgum. Á Hilmi
SU, sem er nýtt og fullkomið skip, kom eitthvað
fyrir gúmmíbjörgunarbátana, þeir losnuðu, eða
eitthvað annað kom fyrir, ég veit ekki hvað það
var, en það þurfti að skoða þá. Þegar þeir voru
skoðaðir kom í ljós að það vantaði varmapokana i
bátana. Varmapokarnir eru eitt af allra nauðsyn-
legustu tækjum um borð í björgunarbátum til að
menn geti haldið á sér hita. Þrýstiflöskur, sem eiga
að blása út gúmmíbjörgunarbátana eiga það til að
bregðast, eins og við vitum margir. Hér á landi
koma þær beint úr fyllingu í bátana, en hjá Víking,
sem framleiðir stóran hluta þeirra gúmmíbjörgun-
arbáta sem eru um borð í íslenskum skipum verða
þær að standa í 90 daga áður en þær fara um borð
í bátana. Hjá Dunlop verksmiðjunum standa þær í
20—23 daga. Þessi tillaga um skyndiskoðun á
öryggisbúnaði skipa er hvergi nærri tæmandi, en
við vildum með henni vekja umræðu um þessi mál.
í enda greinargerðarinnar er tekið fram hverjir
ættu að okkar mati að taka þátt í að móta reglu-
gerð um þetta mál. Ykkur finnst kannske vanta
þar á, en við mundum í svipinn ekki eftir fleirum,
sem leggja myndu þessu máli lið svo að vel gengi.
Ég veit ekki hvort að verið er að vinna að þeirri
kvikmynd, sem rætt er um i tillögu 5, en geri mér
fulla grein fyrir nauðsyn hennar og tel að gerð
hennar verði að hraða svo sem kostur er á og finnst
rétt að við ýtum vel á eftir því máli.
Fyrri hlutinn af 6. tillögunni er að vísu gamall
siður, í það minnsta í Vestmannaeyjum, en þvi
miður að mestu niðurlagður nú. Um að skoðunar-
maður fylgi gúmmíbjörgunarbátunum um borð og
fylgist með frágangi þeirra þar, ber að leggja á sér-
staka áherslu nú, ef svo fer fram sem flestir vona
að hinn nýi og fullkomni sjósetningarbúnaður
uppfundinn af Sigmund Jóhannssyni verði lög-
skipaður og komi um borð i öll íslensk skip. Það
hefur komið fyrir að ranglega hefur verið gengið
frá bát á þann hátt að búnaðurinn virkaði ekki.
Þetta kom fyrir um borð i aflaskipinu Þórunni
Sveinsdóttur en sem betur fer tóku menn eftir
þessu strax. En slikt ber vissulega að fyrirbyggja að
geti komið fyrir.
7. tillagan skýrir sig að öllu leyti sjálf.
Fiskimálastjóri sagði í upphafsorðum sínum á
þessu þingi í gær, að Slysavarnafélag íslands hefði
bjargað 37 mönnum það sem af væri liðið þessu
ári. í þeim hópi eiga Vestmannaeyjar tvær skips-
hafnir.
8. tillagan frá Fiskideild Vestmannaeyja er
kannske hvortveggja í senn þörf ábending um þá
sjálfsögðu skyldu að ríkisvaldið felli niður öll gjöld
og tolla af þeim tækjum og búnaði sem þessar
sveitir þurfa að nota, ekki bara af sumum þeirra.
Og svo gæti hún líka verið lítill þakklætisvottur
fyrir það ómetanlega starf sem björgunar- og
hjálparsveitir hafa unnið i gengnum árin á þessu
landi, sjómönnum og öðrum landsmönnum til
handa.
9. tillagan þarf ekki skýringar við, svo sjálfsögð
er hún, en þarf að komast á framfæri samt.
Góðir Fiskiþingsfulltrúar, það segir einhvers-
staðar að í upphafi skuli endirinn skoða, en það
má segja að ég hafi hér snúið þvi dyggilega við,
það sem ég ætla nú í lokin á þessu spjalli mínu að
ræða um þá tillögu sem hjá félögum Fiskideildar
Vestmannaeyja og öllum Vestmannaeyingum er í
dag efst á baugi og brennur þeim heitast á vörum,
en það er að sjósetningarbúnaður sá fyrir gúmmi-
björgunarbáta, sem Sigmund Jóhannsson hefur
fundið upp, komist sem fyrst um borð í öll íslensk
skip. Tillaga okkar er að mestu samhljóða tillögu
Austfirðinga, nema hún kveður kannske eilítið
fastar á. Þið hafið nú fyrir framan ykkur bækling
sem lýsir þessum búnaði betur en ég get gert með
orðum. Við erum einnig svo heppnir að hérna hjá
okkur er staddur Þórhallur Hálfdánarson, fram-
kv.stj. Sjóslysanefndar með sýningartæki af þess-
um búnaði og ætlar hann að sýna hann hér á eftir
og skýra ykkur frá ágæti hans.
Ég hef sagt það áður að Sigmund vakti sjómenn
í Vestmannaeyjum og vonandi um allt land, af
dvala um öryggismál sín á s.l. vetri þegar hann
færði islensku sjómannastéttinni að gjöf þessa
uppfinningu sína, og vil ég halda fram að loksins
varð þetta dásamlega björgunartæki sem gúmmí-
björgunarbáturinn er, að fljótvirku og öruggu
björgunartæki. Búnaður þessi var sýndur i höfn-
inni í Vestmannaeyjum á s.l. vori. Ingólfur Arnar-
son ásamt fleirum sem hér eru inni, var þar við-
staddur f.h. Fiskifélagsins og gaf stjórninni síðan
skýrslu um það mál, eins og Már Elísson skýrði frá
í gær og birtist hún í 10. tbl. Ægis 1981.
Eins og segir í bæklingnum sem ég nefndi áðan,
komu tveir fyrstu gúmmíbjörgunarbátarnir til
Vestmannaeyja 1952. Annar sannaði fljótlega
ágæti sitt er meiri hluti af áhöfn m/b Veigu bjarg-
aðist á honum þegar hún fórst skammt fyrir sunn-
an Eindrang. Sú björgun setti vissulega skrið á
12 — ÆGIR