Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1982, Page 39

Ægir - 01.01.1982, Page 39
Fiskur sá sem var lagður niður eftir því sem getur um í 1. flokki var daglega athugaður og reyndist alltaf jafn fastur og óskemdur í 14 daga eftir að hann var lagður niður og voru þá 7 tegundir soðnar og reyndust þær fullkomlega eins °g nýveiddur fiskur.“ (Tilvitnun lýkur). Hún skyldi þá ekki vera þarna aðferðin til að auka gæði fisks um borð í a.m.k. togurunum okkar. Það vefst sennilega ekki fyrir mönnum á bessari tækniöld að hanna einfalda pökkunarvél, sem smeygði þorskinum í einhverskonar loftheldan smokk á leið hans eftir færibandinu fram í lestina. • Færeyski verksmiðjutogarinn ,,Giljanes“, (87 m 'angur og 1.594 brt), landaði í Grimsby í byrjun október s.l. tæpum 700 tonnum af kolmunnaflök- um og -marningi. Af þessum farmi voru 200 tonn af kolmunnamarningi tekin til frekari vinnslu af R°ss samsteypunni, en áður hafði marningurinn verið unninn um borð í rúmlega 3 kg blokkir, 100 tonn af marningi var selt til Bandaríkjanna ásamt 10 tonnum af flökum, en eftirstöðvarnar af aflan- um, sem var flök, var umskipað fyrir kaupendur í Austur-Þýskalandi. Aður hafði ,,Giljanes“ komið við í Færeyjum °g landaði þar rúmlega 100 tonnum af kolmunna- mjöli. Fullfermdur getur togarinn verið með 900 tonn af fullunnum kolmunna og 150 tonn af mjöli, en hægt er að framleiða 5 tonn af mjöli á sólar- Ffing um borð. Auk þess sem að framan er talið í bessum túr, var allverulegt magn af heilfrystum kolmunna í farminum sem ætlað var til rannsókna °g markaðstilrauna. Túrinn tók 7 vikur. Um borð í ,,Giljanes“ er hægt að framleiða allt a^ bvi hvað sem er úr kolmunna til manneldis, tmdir þeirra eigin vörumerki, samkvæmt því sem talið er að eigi best við á hverjum markaði fyrir sig. ..Giljanes“ er einvörðungu gert út til kolmunna- veiða og er þetta fyrsta alvarlega tilraunin sem gerð hefur verið til að veiða kolmunna árið um kring. Ffam til þessa hefur það tekist framar vonum og er útkoman á útgerðinni hagstæð. Um borð í togaranum er 60 manna áhöfn, en skipstjórinn, Sigurd Simonsen, er talinn einhver sá snjallasti og reyndasti á þessu sviði á Norður- Atlantshafinu. ,,Giljanes“ hefur hingað til verið að aiestu að veiðum innan færeyskrar landhelgi, en eitar jafnframt fanga víðsvegar um Norður- Atlantshafið, s.s. við Jan Mayen og í íshafinu. Trollið sem þeir nota er sett upp í Færeyjum. Er það 250 m langt með 4.000 m2 opnun og 16 m möskvastærð í kjaftinum. Toghraðinn hjá þeim er að öllu jöfnu um 5 sjómílur. í endaðan október kom svo franski verksmiðju- togarinn „Captaine Pleven 11“ til Hull og landaði þar 350 tonnum af flökum, en það var helmingur- inn af afla hans, hinn helmingurinn fór á franska markaðinn. Er þetta stærsti togari sem lagst hefur að bryggju í Hull fyrr og síðar, en hann er 3 m lengri en ,,Giljanes“. Likt og um borð í ,,Giljanes“ voru kolmunna- flökin unnin í blokk, en Bretar endurvinna flökin og gera úr þeim gæðavöru, enda er hráefnið tal- ið frábært og flökin með fallega hvítum lit. Samkvæmt upplýsingum frá skipverjum á ,,Captaine Pleven 11“, er daglegur útgerðarkostn- aður togarans um 7.000£ (135.000 ísl.kr.), og er hann rekinn með verulegum ágóða meðan á þessum veiði- skap stendur. Þessi umræddi túr hjá Frökkunum tók um 11 vikur og hófu þeir veiðarnar við Jan Mayen, en þokuðust smám saman suður á bóginn og var endað úti af Færeyjum. Afli í hali var þetta á bilinu 40 til 60 tonn að jafnaði, en aðeins er hægt að vera að á daginn, þar sem kolmunninn dreifir sér á nóttunni. Frakkarnir gerðu ráð fyrir að far- inn yrði annar túr á árinu og hefur það m.a. vakið vonir með Bretum um að stöðugt framboð komi til með að verða á kolmunna allt árið, þannig að um samfellda framleiðslu á kolmunnaafurðum verði að ræða í fiskvinnslustöðvum þeirra. Kolmunnaafurðir eru hægt og bítandi að hasla sér völl á fiskmörkuðum. Þykir fiskurinn almennt góður á bragðið, fáist menn til að reyna hann, þá sé ekki að sökum að spyrja, menn biðja um hann aftur. B.H. Fœreyski verksmiðjutogarinn ,,Giljanes“ ÆGIR — 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.