Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 39

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 39
Fiskur sá sem var lagður niður eftir því sem getur um í 1. flokki var daglega athugaður og reyndist alltaf jafn fastur og óskemdur í 14 daga eftir að hann var lagður niður og voru þá 7 tegundir soðnar og reyndust þær fullkomlega eins °g nýveiddur fiskur.“ (Tilvitnun lýkur). Hún skyldi þá ekki vera þarna aðferðin til að auka gæði fisks um borð í a.m.k. togurunum okkar. Það vefst sennilega ekki fyrir mönnum á bessari tækniöld að hanna einfalda pökkunarvél, sem smeygði þorskinum í einhverskonar loftheldan smokk á leið hans eftir færibandinu fram í lestina. • Færeyski verksmiðjutogarinn ,,Giljanes“, (87 m 'angur og 1.594 brt), landaði í Grimsby í byrjun október s.l. tæpum 700 tonnum af kolmunnaflök- um og -marningi. Af þessum farmi voru 200 tonn af kolmunnamarningi tekin til frekari vinnslu af R°ss samsteypunni, en áður hafði marningurinn verið unninn um borð í rúmlega 3 kg blokkir, 100 tonn af marningi var selt til Bandaríkjanna ásamt 10 tonnum af flökum, en eftirstöðvarnar af aflan- um, sem var flök, var umskipað fyrir kaupendur í Austur-Þýskalandi. Aður hafði ,,Giljanes“ komið við í Færeyjum °g landaði þar rúmlega 100 tonnum af kolmunna- mjöli. Fullfermdur getur togarinn verið með 900 tonn af fullunnum kolmunna og 150 tonn af mjöli, en hægt er að framleiða 5 tonn af mjöli á sólar- Ffing um borð. Auk þess sem að framan er talið í bessum túr, var allverulegt magn af heilfrystum kolmunna í farminum sem ætlað var til rannsókna °g markaðstilrauna. Túrinn tók 7 vikur. Um borð í ,,Giljanes“ er hægt að framleiða allt a^ bvi hvað sem er úr kolmunna til manneldis, tmdir þeirra eigin vörumerki, samkvæmt því sem talið er að eigi best við á hverjum markaði fyrir sig. ..Giljanes“ er einvörðungu gert út til kolmunna- veiða og er þetta fyrsta alvarlega tilraunin sem gerð hefur verið til að veiða kolmunna árið um kring. Ffam til þessa hefur það tekist framar vonum og er útkoman á útgerðinni hagstæð. Um borð í togaranum er 60 manna áhöfn, en skipstjórinn, Sigurd Simonsen, er talinn einhver sá snjallasti og reyndasti á þessu sviði á Norður- Atlantshafinu. ,,Giljanes“ hefur hingað til verið að aiestu að veiðum innan færeyskrar landhelgi, en eitar jafnframt fanga víðsvegar um Norður- Atlantshafið, s.s. við Jan Mayen og í íshafinu. Trollið sem þeir nota er sett upp í Færeyjum. Er það 250 m langt með 4.000 m2 opnun og 16 m möskvastærð í kjaftinum. Toghraðinn hjá þeim er að öllu jöfnu um 5 sjómílur. í endaðan október kom svo franski verksmiðju- togarinn „Captaine Pleven 11“ til Hull og landaði þar 350 tonnum af flökum, en það var helmingur- inn af afla hans, hinn helmingurinn fór á franska markaðinn. Er þetta stærsti togari sem lagst hefur að bryggju í Hull fyrr og síðar, en hann er 3 m lengri en ,,Giljanes“. Likt og um borð í ,,Giljanes“ voru kolmunna- flökin unnin í blokk, en Bretar endurvinna flökin og gera úr þeim gæðavöru, enda er hráefnið tal- ið frábært og flökin með fallega hvítum lit. Samkvæmt upplýsingum frá skipverjum á ,,Captaine Pleven 11“, er daglegur útgerðarkostn- aður togarans um 7.000£ (135.000 ísl.kr.), og er hann rekinn með verulegum ágóða meðan á þessum veiði- skap stendur. Þessi umræddi túr hjá Frökkunum tók um 11 vikur og hófu þeir veiðarnar við Jan Mayen, en þokuðust smám saman suður á bóginn og var endað úti af Færeyjum. Afli í hali var þetta á bilinu 40 til 60 tonn að jafnaði, en aðeins er hægt að vera að á daginn, þar sem kolmunninn dreifir sér á nóttunni. Frakkarnir gerðu ráð fyrir að far- inn yrði annar túr á árinu og hefur það m.a. vakið vonir með Bretum um að stöðugt framboð komi til með að verða á kolmunna allt árið, þannig að um samfellda framleiðslu á kolmunnaafurðum verði að ræða í fiskvinnslustöðvum þeirra. Kolmunnaafurðir eru hægt og bítandi að hasla sér völl á fiskmörkuðum. Þykir fiskurinn almennt góður á bragðið, fáist menn til að reyna hann, þá sé ekki að sökum að spyrja, menn biðja um hann aftur. B.H. Fœreyski verksmiðjutogarinn ,,Giljanes“ ÆGIR — 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.