Ægir - 01.02.1982, Blaðsíða 38
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
Ástand sjávar á
íslandsmiðum í árslok 1981
Ástand sjávar var að venju kannað í hafinu um-
hverfis ísland í nóvember og desember s.l. í
leiðöngrum á rannsóknaskipunum Bjarna Sæ-
mundssyni og Árna Friðrikssyni.
Helstu niðurstöður voru þessar:
í heita sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi var
hiti í meðallagi eða 5-1°, og úti af Vestfjörðum var
hann um 4-5°. Fyrir Norðurlandi gætti hlýsjávar
ekki að neinu marki frekar en fyrr á hinu kalda ári,
1981, og var hitastig á landgrunninu þar um 3-4°,
en 2-3° fyrir Austfjörðum, hiti sem er með lægsta
móti á þessum árstíma. í strandsjónum næst landi
hafði vetrarríkið víða kælt sjóinn mun meir eða
allt að frostmarki sjávar.
Djúpt úti af Norðaustur- og Austurlandi, þ.e. í
Austur-íslandsstraumi, var hitastig einnig lægra í
lok árs 1981 en á undanförnum árum (u.þ.b. 0°)
og áhrifa straumsins gætti langt austur í haf. Skilin
milli kaldsjávarins og hlýsjávarins úti fyrir Suð-
austurlandi voru einnig óvenju sunnarlega, en við
suðurströndina frá Lónsbugt þrengdi hlýsjórinn
sér allt upp að landi (hitastig tæplega 6°). Kann
þetta ástand að hafa haft einhver áhrif bæði á síld-
argöngur og loðnugöngur í vetur.
Þessar niðurstöður sjórannsókna í nóvember og
desember í vetur eru mjög í samræmi við ástand
sjávar á íslandsmiðum allt árið 1981. Ástand sjáv-
ar á norður-og austurmiðum var 1981 reyndar
mjög óvenjulegt, hvorki gætti hlýsjávar né heldur
pólsjávar i miklum mæli, heldur var um að ræða
mjög óvistlegan svalsjó. Svalsjórinn er lítt til þess
fallinn að stuðla að lagskiptingu og hamlar hann
iþví bæði lífinu í sjónum og reyndar einnig nýis-
myndun á landgrunnshafinu norðan og austan-
lands. Kuldinn í haust og vetur kælir samt strand-
sjóinn næst landi niður fyrir frostmark og eins
veitir kaldur svalsjórinn litla vörn gegn rekís norð-
an úr hafi. Af þessu má þvi álykta, að nýísmyndun
á miðunum úti fyrir Norðurlandi og í Austur-ís-
landsstraumi verði engin í vetur, en aftur gæti huö
orðið á fjörðum inni og við fjörur við áframhald'
andi loftkulda. Rekís gæti einnig orðið til anra 3
miðunum fyrir Vestfjörðum og vestanverðu Notð'
urlandi í vetur ef svo horfir með vindátt og vetrar'
ríki jafnvel haldist næstu mánuði áfram til sjós oí
lands norðanlands. Þetta ber ekki að skoða sefl1
,,spá“ heldur túlkun á gögnum og horfum safl1'
kvæmt því. Um framvindu í vor í þessum efnu111
verður svo ekkert sagt fyrr en að loknum athugu11'
um í febrúar.
Niðurstöður sjórannsókna 1981, sem sýna me
eindæmum kaldan sjó á íslandsmiðum, minna 8
legu landsins við mót heitra og kaldra loft- og ha>'
strauma eins og landsmenn hafa fundið fyrir á af
inu. Reyndar má benda á að heiti sjórinn á norðuf'
og austurmiðum hefur almennt hopað fyrir þeirl1
kalda eftir 1964 með kólnandi veðurfari á landiu11
miðað við það sem var fyrr á öldinni. Að vísu hata
orðið miklar breytingar frá ári til árs eins og sést a
köldu ári 1979, heitu ári 1980 og nú aftur mjö£
svölu ári 1981. Þannig verður enn sem komið
engu ,,spáð“ um árið 1982 nema ef vera skyldi ao
það geti orðið betra en nýliðið ár.
86 — ÆGIR