Ægir - 01.02.1982, Blaðsíða 57
f skuttogurum hefst svartolíubrennsla árið 1974
1 togaranum Rauðanúpi ÞH og á árinu 1975 er
jt'u systurskipum Rauðanúps ÞH breytt til
fennslu á svartolíu, öll skipin búin Niigata
aðalvélum.
^in svonefnda rússneska svartolía sem hér hef-
Ur verið á markaði hefur eðlisþyngd um 0.905
S/cm3, seigju 106 sek. R1/100°F og brenni-
steinsinnihald um 2.0% (meðaltalsuppl.).
S'hækkandi olíuverð hefur ráðið mestu um
auuga útgerðarmanna á að nota ódýrara elds-
neyti á skip sín.
^ s-l. áratug hefur verðhlutfall svartolíu miðað
^ , 8asolíu verið að meðaltali 60%, breytilegt
ra 45-76% miðað við óniðurgreidda olíu.
^ámarki náðu breytingar yfir í svartolíu-
rennslu árið 1979, en þá urðu hvað mestar
Mil'ilitra
hækkanir á olíu og verð svartolíu miðað við
gasolíu hagstætt.
Miðað við árslok 1980 hafði 61 skuttogari
brennt svartolíu að einhverju leyti af 91 skut-
togara sem skráðir hafa verið frá upphafi til
ársloka 1980, eða um 2/3-hlutar.
Heildarkeyrslutími aðalvéla á svartolíu í skut-
togurum hefur verið áætlaður rúmlega 780.000
klst miðað við árslok 1980, sem skiptist á diesel-
vélar frá 12 framleiðendum.
í skuttogaraflotanum voru í árslok 1980 aðal-
vélar frá þrettán vélaframleiðendum, þannig að
svartolíubrennsla hefur ekki verið reynd í vélum
frá aðeins einum framleiðanda.
Hlutdeild svartolíunotkunar í heildarolíunotkun
skuttogaraflotans hefur aukist frá árinu 1974 úr
1% í rúmlega 51% árið 1980, en þá var svart-
olíunotkunin um 60 milljón lítrar. Ef miðað er
við heildarbrennsluolíunotkun fiskiskipaflotans
árið 1980 er svartolíunotkunin um 30%.
Hlutdeild svartolíunotkunar í heildarolíunotk-
un meðalskuttogara reyndist tæp 83% árið
1980.
Miðað við meðalolíuverð ársins 1980 hefur
brúttó sparnaður skuttogaraflotans af brennslu
svartolíu numið um 4.3 milljörðum g.kr. á því
ári.
Fyrir utan svartolíubrennslu í skuttogurum
voru fjögur nótaveiðiskip sem brenndu svartol-
íu miðað við árslok 1980.
Samanburður á úthaldi skuttogara (aðallega
minni skuttogara), sem annars vegar brenna
svartolíu og hins vegar gasolíu, gefur til kynna
heldur minni sókn hjá þeim fyrrnefndu, eða
1.0-1.7%. Könnun á hafnartíma í úthaldi árið
1977, á upphafsárum svartolíubrennslu, gaf til
kynna um 2.8% lengri viðdvöl í höfn hjá hóp
skuttogara sem brenndi svartolíu borið saman
við tilsvarandi hóp sem brenndi gasolíu.
Svartolíubrennslu fylgir aukið viðhald því örar
þarf að taka upp til skoðunar og/eða endurnýjun-
ar ýmsa vélahluti. í fjórgengisvélum a.m.k. blást-
ursloka, afgasblásara, eldsneytisloka og dælur.
í tvígengisvélum a.m.k. bullur, bulluhringi,
strokkfóðringar, eldsneytisloka og dælur.
ÆGIR — 105