Ægir - 01.02.1982, Blaðsíða 54
Fiskilest, aðgerðaraðstaða:
Fiskilest er um 164 m3 að stærð, einangruð með
plasti (ísprautað) og klædd með áli. í lest eru fastar
og lausar álstoðir, og stíu- og hilluborð úr áli. Ekk-
ert kælikerfi er í lest.
Eitt lestarop (1500 x 1500 mm) er framantil s.b.-
megin á lest með álhlera á karmi, en að auki eru
átta boxalok. Á hvalbaksþilfari, uppi af lestarlúgu
á aðalþilfari, er ein losunarlúga með álhlera á
karmi.
S.b.-megin á aðalþilfari, undir hvalbaksþilfari,
er aðstaða fyrir fiskaðgerð, stíur, aðgerðarborð og
fiskþvottaker. Á togveiðum er fiskurinn losaður í
stíur á afturþilfari og fluttur þaðan með færibandi
fram í hvalbaksrými.
Vindubúnaður:
Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi)
frá Rapp Hydema A/S og er um að ræða tvær tog-
vindur (splitvindur), tvær grandaravindur, tvær
hífingavindur og akkerisvindu, auk línu- og neta-
vindu, sem sett var í skipið hérlendis.
Aftantil á aðalþilfari eru tvær togvindur af gerð
TWS 820, hvor knúin af einum Hágglunds vökva-
þrýstimótor, togátak 12 t á tóma tromlu hvor
vinda. Tromlur eru gefnar upp fyrir 750 faðma af
m“ vír.
Framarlega á aðalþilfari, aftan við íbúðir, eru
tvær grándaravindur af gerð SWB 1200/HMB7,
togátak á tóma tromlu 7 t hvor vinda.
Á hvalbaksþilfari, aftan við stýrishús, eru tvær
hífingavindur (gilsavindur) af gerð GWB
680/HMB5, togátak á tóma tromlu 3.5 t hvor vinda.
Línu- og netavinda er af gerð LS601 og er s.b,-
megin á aðalþilfari, í hvalbaksrými, aftan við lest-
arlúgu.
Akkerisvinda er framarlega á hvalbaksþilfari og
er af gerð AW 300, búin einni útkúplanlegri keðju-
skífu og tveimur koppum.
í skipið verður settur losunarkrani frá Fassi a
gerð F4/7-F Marine, 8 tm, með Pullmaster H ^
vindu, sem komið verður fyrir á hvalbaksþiltar1'
s.b.-megin við stýrishús.
Rafeindatæki, tæki i brú o.fl.:
Ratsjá: Decca 110, 36 sml.
Ratsjá: Decca RM 926, 48 sml.
Seguláttaviti: Arkas.
Sjálfstýring: Decca 450.
Vegmælir: Ben Amphitrite.
Örbylgjumiðunarstöð: Simrad NW.
Loran: Decca DL 91 MK 2, sjálfvirkur loran
með skrifara af gerð 10350. g
Loran: Simrad LC 128, sjálfvirkur loran C, &e
CC28 tölvureikni.
Dýptarmælir: Simrad EL 38.
Dýptarmælir: Simrad EQ 38 með MC bot
stækkun.
Fisksjá: Simrad CF 100, litafisksjá.
Talstöð: Sailor T 122/R 105, 400 W SSB.
Örbylgjustöð: Sailor RT 144, simplex.
Sjóhitamælir: Örtölvutækni.
Af öðrum tækjabúnaði má nefna Audix ka
kerfi, vörð frá Baldri Bjarnasyni, Sailor móttak*
og Bearcat örbylgjuleitara. Þá er í skipinu 0,1
notkunarmælir frá Örtölvutækni og sjónvarP
tækjabúnaður fyrir vinnuaðstöðu í hvalbaksrýP‘ ’
með tveimur myndatökuvélum á þilfari og tvein1
skjám í stýrishúsi. jf
Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki frá Rapp y f
vindur, en jafnframt eru togvindur
átaksjöfnunarbúnaði (Autotraal) frá Rapp-
Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna:
fvö
atta manna Viking gúmmíbjörgunarbáta og
line neyðartalstöð.
102
ÆGIR