Ægir - 01.02.1982, Blaðsíða 58
Viðhald er mjög mismunandi bæði milli ein-
stakra skipa og skipa með aðalvélar frá sama
framleiðanda sömu gerðar. Einna jafnast virð-
ist það á aðalvélum japönsku skuttogaranna en
í þeim skipum var mjög snemma teknar upp
reglubundnar skoðanir á nefndum vélahlutum
og öðru sem skiptir máli þegar svartolíu er
brennt.
Bilanatíðni virðist hafa aukist a.m.k. fyrst eftir
að svartolíubrennsla hefst í viðkomandi skip-
um. í sumum tilfellum vegna þess að ekki virð-
ist nógu vel hafa verið staðið að breytingunni
yfir á svartolíu. Fyrirmælum frá framleiðend-
urn dieselvélanna um ákveðinn sérbúnað vegna
svartolíubrennslunnar hefur ekki verið sinnt og
í vissum tilvikum hafa þau svartolíukerfi sem
sett hafa verið í skipin reynzt ófullnægjandi.
Könnun á reynslu hefur ekki gefið þá
niðurstöðu að svaroliubrennsla hafi valdið stór-
tjónum á vélum skipa.
Störf vélstjóranna um borð í skipum aukast
þegar svartolíu er brennt. Aukningin felst í yfir-
gripsmeiri og nákvæmari vélstjórn, tíðari
hreinsunum á sigtum og skiljum og auknum
þrifum.
Til að tryggja að bilanatíðni aukist ekki (frá
gasolíubrennslu) og viðhald haldist í lágmarki
þarf að uppfylla eftirtalin fjögur skilyrði:
1. Viðkomandi dieselvél þarf að vera hönnuð
til svartolíubrennslu og búin þeim sérbún-
aði sem viðkomandi framleiðandi telur
nauðsynlegan.
2. Annar sérbúnaður vegna svartolíubrennsl-
unnar, svo sem geymar, lagnir, hitarar,
skiljur o.fl. þarf að uppfylla ströngustu
kröfur, sem til þessa búnaðar eru gerðar á
hverjum tíma.
3. Taka þarf upp ákveðna vélahluta til skoð-
unar og/eða endurnýjunar samkvæmt
ákveðnu tímamynstri byggðu á reynslu.
4. Vélstjórar svartolíuskipa þurfa, auk kraf-
ins náms til atvinnuréttinda, að hafa fræði-
lega og verklega sérþekkingu á svartolíu-
brennslu dieselvéla.
Aukakostnaður við brennslu svartolíu, fyrir ul
an aukið viðhald, er aukinn fjármagnskost11
aður vegna dýrari vélabúnaðar; aukinn sm11/.
olíukostnaður vegna dýrari smuroliu og meU
notkunar: aukin raforkuþörf vegna upphitu^.
á svartolíu; afgreiðslugjald á svartolíu ef 3
greitt er frá bíl eða báti.
Netto sparnaður getur verið mjög breytileSuí'
háður verðhlutfalli svartoliu miðað við gasol>u'
hlutdeild svartolíu í heildarnotkun; hvort svar^
olían er afgreidd frá leiðslu; hvort kælivatn e
nýtt til upphitunar á svartolíu; umfangi vi
haldskostnaðar og upphæð fjárfestingar í m
ari búnaði. Miðað við verðhlutfall 60%,
svartolíulíterinn 40°/o ódýrari, gæti dæmið 1'1
þannig út að netto sparnaður væri fast að 20 1'
eða um helmingur af verðmun.
í skýrslu þessari hefur verið reynt að koma iflI1
sem flesta þætti sem tengjast svartolíubrennslu. j
hér er um yfirgripsmikið svið að ræða sem tekut
margra þátta, og ekki við því að búast að unnt
að gera einstökum þáttum viðhlítandi skil. ^
hins vegar von starfsmanna Tæknideildar
eitthvert gagn megi verða af þessari skýrslu fyr'r ^
sem áhuga hafa á málinu og hagsmuna eiga
gæta. Segja má að eftir breytingar á skipum u j
1979-1980 hafi orðið hlé á frekari þróun Y‘*
svartolíubrennslu. Hver næstu skref í ÞesS^jr
málum verða er ekki ljóst, en nefna má hugm>'n
um að breyta minni fiskiskipum til svarto
brennslu. Ekki verður lagður dómur á slíkar n "j
myndir hér, en eflaust þarf ýmislegt að skoða > P
sambandi.
Skýrslan er fáanleg hjá Fiskifélaginu, fyfir r,
sem hafa áhuga á að kynna sér efni hennar fre
106 — ÆGIR