Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1983, Síða 26

Ægir - 01.03.1983, Síða 26
Sigurður Haraldsson: Saltfiskframleiðslan 1982 Framleiðsla saltfisks á árinu 1982 er talin hafa verið um 60.000 tonn, sem er um 2.500 tonnum minni framleiðsla en árið 1981. Þrátt fyrir minni heildarframleiðslu miðað við árið 1981, var hlut- fallslega mun meira af þorskaflanum unnið í salt á síðasta ári en um nokkurt árabil. Sam- kvæmt tölum Fiskifélagsins má ætla, að 49% af þorskaflanum hafi farið til saltfiskverkunar árið 1982, en var 38% árið 1981 og um 34% árið 1980. Meginbreytingin í framleiðslunni frá fyrri árum kemur einkum fram í aukinni söltun á smáþorski. Árið 1981 voru smæstu flokkarnir af saltþorski s.k. Grikklandsfiskur 12,8% af blautverkuðum þorski, en þetta hlutfall fór upp í 18% á síðasta ári. Heildarútflutningur saltfisks árið 1982 varð 57.841 tonn að verðmæti c.i.f. um 137 milljónir dollara eða rúmlega 1.700 milljónir króna. Eftirfarandi tafla sýnir heildarútflutninginn á árinu 1982, og 1981 til samanburðar, skipt eftir markaðslöndum, tegundum og verkun: Útflutningur 1982 1981 lestir lestir Útflutningur alls 57.841 59.563 Óverk. saltfiskur alls: 55.111 56.597 Bretland 287 201 Frakkland 1.693 544 Grikkland 4.178 3.818 írland 7 122 Ítalía 3.477 2.526 Portúgal 36.704 38.434 Spánn 8.740 9.942 Önnur lönd/sjóskaði 25 1.010 1982 1981 lestir lestir Saltfiskflök alls: 1.307 2.126 Ítalía 231 528 Spánn 250 298 V-Þýskaland 641 967 Önnurlönd 185 333 Þurrfiskur alls: 1.423 840 Brasilía 382 266 Frakkland 654 209 Martinique — — Panama 192 100 Portúgal — — Zaire 175 186 Önnurlönd 20 79 Eftir tegundum skiptist útflutn- ingurinn þannig: Óverkaður saltfiskur 55.111 56.597 Þorskur 53.377 53.250 Ufsi 952 2.561 Langa 717 677 Þunnildi 45 51 Annað 20 58 Saltfiskflök alls: 1.307 2.126 Ufsaflök 641 967 Þorskflök 634 1.131 Önnur flök 32 28 Þurrfiskur alls: 1.423 840 Þorskur 702 313 Ufsi :.... 474 224 Langa 72 72 Úrgangur 175 186 Annað — 45 Eins og fram kemur á þessari töflu er útflutning' urinn um 1.700 tonnum minni en árið 1981, þá eru meðtalin í útflutningnum árið 1981 þau 1.010 tonn sem eyðilögðust þegar m/s Mávur fórst í Vopn3' firði i október 1981. Blautfiskur Alls voru flutt út 55.111 tonn af blautverkuðum fiski og eins og jafnan áður voru Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland þýðingarmestu markaðirnir- Til þessara fjögurra landa fóru um 93% af heildar- útflutningnum 1982, sem er sama hlutfall og árið 1981. Markaðsverð á saltfiski var hækkandi í lok síð- asta áratugs og náði hámarki árið 1981. Á síðasta ári fór saman samdráttur i efnahagslífi Vestur- 130 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.