Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 46
og aflabrögð
Allur afli báta er miðaður við óslægðan fisk, að
undanskildum einstökum tilfellum og er það þá
sérstaklega tekið fram, en afli skuttogaranna er
miðaður við slægðan fisk, eða aflann i því ástandi
sem honum var landað. Þegar afli báta og skuttog-
ara er lagður saman, samanber dálkinn þar sem
aflinn í hverri verstöð er færður, er öllum afla
breytt í óslægðan fisk. Reynt verður að hafa
aflatölur hvers báts sem nákvæmastar, en það get-
ur oft verið erfiðleikum háð, sérstaklega ef sami
báturinn landar í fleiri en einni verstöð i mánuðin-
um, sem ekki er óalgengt, einkum á Suðurnesjum
yfir vertíðina.
Afli aðkomubáta og skuttogara verður talinn
með heildarafla þeirrar verstöðvar sem landað
var í, og færist því afli báts, sem t.d. landar hluta
afla sins í annarri verstöð en þar sem hann er talinn
vera gerður út frá, ekki yfir og bætist því ekki við
afla þann sem hann landaði í heimahöfn sinni, þar
sem slíkt hefði það í för með sér að sami aflinn yrði
tvítalinn i heildaraflanum.
Allar tölur eru bráðabirgðatölur í þessu aflayfir-
liti, nema endanlegar tölur s.l. árs.
SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND
í janúar 1983
Vegna ótíðar var sjósókn mjög erfið í mánuðin-
um. 264 (222) bátar voru byrjaðir veiðar og fóru
þeir 1817 (1039) sjóferðir. Heildarbotnfiskafli bát-
anna var 8.475 (9.757) tonn. Veiðarfæraskipting
þeirra var þannig:
Lína 108 (93) bátar, sem fóru 792 (540) róðra og
öfluðu 3.934 (2875) tonn.
Net 106 (115) bátar, sem fóru 700 (465) róðra og
öfluðu 4.014 (6.533) tonn.
Botnvarpa 33 (14) bátar, sem fóru 76 (34) róðra
og öfluðu 507 (349) tonn.
Auk þess réru 17 (14) bátar með skelplóg og öfl'
uðu þeir 1.373 (521) tonn af hörpuskel í 249 (102)
sjóferðum.
32 (25) skuttogarar lönduðu 5.425 (3.072) tonn-
um og er það miðað við ósl. fisk. Fjöldi landanna
var 49 (25).
Þeim, sem kynnu að vilja bera þetta saman vi
það sem gerðist í janúar í fyrra, skal bent á að þa
stóð verkfall á bátum og minni togurum til 20-
janúar og hjá stóru togurunum til 1. febrúar.
Aflinn í hverri verstöð miðað við ósl. fisk:
1983 1982
tonn tonn
Vestmannaeyjar 1.801 2.202
Þorlákshöfn 1.709 1.934
Grindavík 1.884 2.580
Sandgerði 1.128 1.711
Keflavík 1.230 1.576
Vogar 0 35
Hafnarfjörður 383 403
Reykjavík 2.209 456
Akranes 1.447 829
Rif 664 460
Ólafsvík 866 785
Grundarfjörður 504 344
Stykkishólmur 74 102
Aflinn í janúar Vanreikn. í janúar 1982 ... 13.899 13.417 63
Aflinn frá áramótum 13.899 13.480
Aflinn í einstökum verstöðvum:
Vestmannaeyjar:
Suðurey
Heimaey
Valdimar Sveinsson
Glófaxi
Dala Rafn
Ófeigur III
Gjafar
Árni í Görðum
Sæbjörg
Sighvatur Bjarnason
Bergur
Veiðarfæri Sjóf.
net 14
net 13
net 15
net 12
net 15
net 14
net 5
net 11
net 3
net 3
net 1
Afl’:
tonn
81.7
77.8
76.9
58.4
49.4
49.2
39.5
31.2
28.2
25,3
5,8
150 — ÆGIR