Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1983, Qupperneq 22

Ægir - 01.04.1983, Qupperneq 22
telja, að í kjölfar vélvæðingar ísfélags Vestmanna- eyja h.f. fylgdi almenn vélvæðing íshúsanna í land- inu, að það yrði upphaf byltingar á þessu sviði. Þetta fór þó á annan veg. Tveir áratugir liðu, þar til næsta íshús var vélvætt. Hvað valdið hefir þessu tómlæti skal ósagt látið. Óneitanlega bendir þó sá dráttur, sem varð á því, að landsmenn hagnýttu sér hina nýju tækni, til þess, að gömlu íshúsin hafi þjónað sínu hlutverki allvel. Það var koma Benedikts Þ. Gröndals, fyrsta ísl. vélaverkfræðingsins, til landsins, sem olli nýjum aldahvörfum á þessu sviði. Hann kom til landsins árið 1925 og setti þá upp eigin verkfræðistofu í Reykjavík, sem hann rak til ársins 1931, er hann varð verkfræðingur Hamars h.f. og forstjóri ári siðar. Það varð hlutverk hans á þessum árum, að flytja tæknina inn í þennan atvinnuveg. Gröndal hafði tekið að sér umboð fyrir dönsku Atlas-verk- smiðjurnar og hófst þegar handa að kynna hina nýju tækni. Ferðaðist hann um, mældi upp frysti- geymslur í gömlu íshúsunum og lagði á ráðin um vélastærðir og uppsetningu þeirra. Hefir hann sagt höf., að hann hafi furðað sig á ókunnug- leika manna á hinni nýju tækni og jafnframt þeim áhuga, sem menn sýndu henni, strax og þeir fengu upplýsingar um þessa hluti. Fyrstu frystivélina frá Atlas seldi Gröndal til Akraness. Þá vél keyptu Ólafur B. Björnsson og félagar hans á Akranesi, en næstu fjórar vélarnar telur Gröndal, að allar hafi komið hingað að Djúpi, ein í Bolungavík, tvær á ísafjörð og ein í Súðavik. Var fyrsta vélin sett upp í nýbyggðu frystihúsi íshúsfélags Bolungavíkur h.f. sumarið 1928, en sama ár var einnig sett upp frystivél í Neðstakaupstaðarhúsinu, sem þá var komið i eigu hafnarsjóðs ísafjarðar. Árið eftir voru svo settar upp vélar í Félagshúsinu á ísafirði og húsi Frosta í Súðavík. Var Gröndal til ráðuneytis við uppsetn- ingu allra þessara véla. Þrem árum síðar voru svo settar vélar í Glámu og Jökul, en eigendur þessara húsa völdu vélar, sem notuðu kolsýru fyrir kæli- miðil í stað ammoníaks. Telur Jón Valdimarsson, sem var vélstjóri við Neðstakaupstaðarhúsið um árabil, að það hafi ráðið ákvörðun þeirra, að þær vélar voru miklu fyrirferðarminni og tóku Þ minna húsrými. _ ^ ; Saga gömlu íshúsanna heyrir nú fortíðinn1 Ný og fullkomnari tækni hefir leyst þau af h°* En þáttur þeirra er merkilegur áfangi í atvinnusOr þjóðarinnar og sókn hennar til bættra lífskj3 ; sem ekki má gleymast. Heimildir og tilvitnanir: . 1) Bj. Sæmundsson: Fiskirannsóknir 1901. Andvari 1 bls. 118—119. .33. 2) Sami: Fiskirannsóknir 1901, Andvari 1903, bls. 131'' 3) Geir Sigurðsson: Óprentuð ritgerð um síldveiðar o. • ^ 4) Matthias Þórðarson: Síldarsaga íslands, Rk 1930. í54- - , 9-l°' 5) Isak Jónsson: íshús og beitugeymsla, Ak 1901, bis- 7 6) Sami: íshús og beitugeymsla, Ak 1901, bls. 13. jg. 7) Lúðvík Kristjánsson: Upphaf íshúsa á íslandi, Æglf árg. bls. 84. 8) ísak Jónsson: íshús og beitugeymsla, bls. 16. ^ 9) Lúðvík Kristjánsson: Upphaf íshúsa á íslandi, bls- 10) ísak Jónsson: íshús og beitugeymsla, bls. 17—18- 11) Axel V. Tuliníus: ísafold, 5. tbl. jan. 1896. | 12) ísak Jónsson og íshúsin eystra, Ægir 2. árg. 9. blað 13) Fundagerðabók bygginganefndar ísafjarðar 1866-" 14) Þjóðviljinn ungi, 36. tbl! 31. árg. 1896. u- 15) Jón Grimsson: ísafjörður fyrir 60 árum. Ársrit félags ísfirðinga 1. ár/1956. 16) Lúðvík Kristjánsson: Upphaf íshúsa á íslandi bls- 8 17) Sami: Upphaf íshúsa á íslandi, bls. 86. . ,(il j 18) Guðjón Friðriksson: Upphaf þorps á Patreksfirði- Ár Sögufélags ísfirðinga 1973, bls. 100. 19) Sami: Upphaf þorps á Patreksfirði, bls. 109. 0. 20) Kr. Bergsson: Matthías Ólafsson, fyrrv. alþm-> 1942, bls. 68. pétUr 21) Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn, Rk 1944. M- Bjarnason- Framhald á bls- 2° Benedikt Þ. Gröndal. Fyrstu frystivélarnar voru fyrirferðarmiklar og þurftu húsrými. 182 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.