Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Jón Páll Halldórsson: Beitugeymsla og upphaf r íshúsa á Islandi Athyglisverð þáttaskil urðu í islenzkri útgerðar- sögu með tilkomu fyrstu íshúsanna. Áttu þau mik- ilvægan þátt í því að lengja úthald bátanna, skapa sjómönnum öruggari afkomu og á allan hátt að renna styrkari stoðum undir útgerðina í landinu. Verður reynt að rekja hér í stuttu máli þá merki- legu þróun, sem varð á þessu sviði um síðustu alda- mót og á fyrstu áratugum þessarar aldar. Inngangur. Á síðasta aldafjórðungi nítjándu aldarinnar varð notkun síldar til beitu almenn um land allt. Örðug- leikarnir við að ná í síld til daglegra þarfa torveld- uðu þó lengi notkun hennar, þar sem ekki var hægt að ná í hana nema endrum og sinnum, og aðferð til þess að geyma hana var mönnum ókunn. Tafði þetta lengi fyrir almennri notkun síldar til beitu. í skýrslu sinni til landshöfðingja um fiskirann- sóknir á íslandi 1901 gerir Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, ítarlega grein fyrir ástandinu í út- gerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Segir hann, að menn séu þá farnir að nota sild til beitu á öllum Vestfjörðum, og enda þótt veiðar á opnum skipum hafi verið stundaðar af kappi og dugnaði þar um langan aldur, þá hafi þar orðið ýmsar breytingar til framfara á síðari árum og megi þar til nefna, ,,að menn hafi tekið upp 3 nýjar og ágætar tegundir af beitu: smokk, síld og kúfisk og megi fullyrða, að bátaútvegur standi hvergi með meiri blóma hér á landi, en við Djúpið.“1). í skýrslu sinni til landshöfðingja tekur Bjarni fram, að töluverður áhugi sé þá vaknaður á Vest- fjörðum fyrir að veiða síld í lagnet og nætur við Grein þessi birtist áður í riti sem gefið var út í tiiefni 40 ára afmcelis ,,Hraðfrystihússins Norðurtanga hf“, þann 11. des. 1982. ísafjarðardjúp og á nokkrum fjörðum öðrum vest anlands. Sé hún þegar orðin þýðingarmikill l>ður þilskipaútgerðinni, en vandamálið sé, að verja s>* ina skemmdum.2) Þetta kemur einnig glöggt frarU óprentaðri ritgerð eftir Geir Sigurðsson, útgerðar mann í Reykjavík, en þar segir hann frá því, að ar in 1889—1895 hafi hann verið háseti á fiskiskip>ul1 ,,Margrethe“ (74 smál.) með Guðmundi Kristjá11^ syni frá Borg í Arnarfirði. ,,Á Margrethe feng»u við oft síld til beitu á þennan hátt (í reknet) ^ bæði við ísafjarðardjúp (á 70 föðmum út af De>* arhorni) og eins út af Horninu, djúpt undan inum og víðar. Ekkert íshús var þá til í skipuUl' enda höfðu menn ekki þekkingu á að frysta »>at væli hér á landi, varð því að nota síldina strax, - var henni raðað á fjalir ofan á saltið i lestinr» - þótti geymast þar best.“3) ^ Fyrstu tilraunir með framleiðslu kulda, >>1 a halda matvælum ferskum, voru gerðar um n11 lj., 19. öldina. Vitað er, að árið 1854 var ís notaður 11 Síldveiái nieð landnót. 170 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.