Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1983, Síða 10

Ægir - 01.04.1983, Síða 10
Jón Páll Halldórsson: Beitugeymsla og upphaf r íshúsa á Islandi Athyglisverð þáttaskil urðu í islenzkri útgerðar- sögu með tilkomu fyrstu íshúsanna. Áttu þau mik- ilvægan þátt í því að lengja úthald bátanna, skapa sjómönnum öruggari afkomu og á allan hátt að renna styrkari stoðum undir útgerðina í landinu. Verður reynt að rekja hér í stuttu máli þá merki- legu þróun, sem varð á þessu sviði um síðustu alda- mót og á fyrstu áratugum þessarar aldar. Inngangur. Á síðasta aldafjórðungi nítjándu aldarinnar varð notkun síldar til beitu almenn um land allt. Örðug- leikarnir við að ná í síld til daglegra þarfa torveld- uðu þó lengi notkun hennar, þar sem ekki var hægt að ná í hana nema endrum og sinnum, og aðferð til þess að geyma hana var mönnum ókunn. Tafði þetta lengi fyrir almennri notkun síldar til beitu. í skýrslu sinni til landshöfðingja um fiskirann- sóknir á íslandi 1901 gerir Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, ítarlega grein fyrir ástandinu í út- gerð og fiskvinnslu á Vestfjörðum. Segir hann, að menn séu þá farnir að nota sild til beitu á öllum Vestfjörðum, og enda þótt veiðar á opnum skipum hafi verið stundaðar af kappi og dugnaði þar um langan aldur, þá hafi þar orðið ýmsar breytingar til framfara á síðari árum og megi þar til nefna, ,,að menn hafi tekið upp 3 nýjar og ágætar tegundir af beitu: smokk, síld og kúfisk og megi fullyrða, að bátaútvegur standi hvergi með meiri blóma hér á landi, en við Djúpið.“1). í skýrslu sinni til landshöfðingja tekur Bjarni fram, að töluverður áhugi sé þá vaknaður á Vest- fjörðum fyrir að veiða síld í lagnet og nætur við Grein þessi birtist áður í riti sem gefið var út í tiiefni 40 ára afmcelis ,,Hraðfrystihússins Norðurtanga hf“, þann 11. des. 1982. ísafjarðardjúp og á nokkrum fjörðum öðrum vest anlands. Sé hún þegar orðin þýðingarmikill l>ður þilskipaútgerðinni, en vandamálið sé, að verja s>* ina skemmdum.2) Þetta kemur einnig glöggt frarU óprentaðri ritgerð eftir Geir Sigurðsson, útgerðar mann í Reykjavík, en þar segir hann frá því, að ar in 1889—1895 hafi hann verið háseti á fiskiskip>ul1 ,,Margrethe“ (74 smál.) með Guðmundi Kristjá11^ syni frá Borg í Arnarfirði. ,,Á Margrethe feng»u við oft síld til beitu á þennan hátt (í reknet) ^ bæði við ísafjarðardjúp (á 70 föðmum út af De>* arhorni) og eins út af Horninu, djúpt undan inum og víðar. Ekkert íshús var þá til í skipuUl' enda höfðu menn ekki þekkingu á að frysta »>at væli hér á landi, varð því að nota síldina strax, - var henni raðað á fjalir ofan á saltið i lestinr» - þótti geymast þar best.“3) ^ Fyrstu tilraunir með framleiðslu kulda, >>1 a halda matvælum ferskum, voru gerðar um n11 lj., 19. öldina. Vitað er, að árið 1854 var ís notaður 11 Síldveiái nieð landnót. 170 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.