Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1983, Side 52

Ægir - 01.04.1983, Side 52
NÝ FISKISKIP Sléttanes ÍS-808 Fremst á neðra þilfari er stafnhylki f>'r'r brennsluolíu, þá geymsla, íbúðarými, vinnuþilfar með ísgeymslu fremst fyrir miðju og kælivélarým1 b.b.-megin, og fiskmóttöku aftast. Aftast f>rir miðju er stýrisvélarrúm en til hliðar við stýr>s vélarrúm og fiskmóttöku er netageymsla og dslu rými b.b.-megin, en s.b.-megin er verkstæði og rými fyrir rafbúnað togvindna. Á miðju vinnuÞ1 fari, úti í b.b.-síðu er dælurými, en í s.b.-síðu vélarreisn með rými fyrir oliukyntan ketil. 26. febrúar s.l. bœttist nýr skuttogari við fiski- skipastól landsmanna er Sléttanes IS-808 kom til heimahafnar sinnar, Þingeyrar, í fyrsta sinn. Sléttanes ÍS er smíðað hjá Slippstöðinni h/f á Akureyri og er smíðanúmer 65. Þetta er sjöundi skuttogarinn, sem smíðaður er hjá stöðinni, en áður hefur hún afhent: Guðmund Jónsson GK (nú Breki VE), Óskar Magnússon AK, Björgúlf EA, Sigurbjörgu ÓF, Kolbeinsey ÞH og Örvar HU. Tvö fyrsttöldu skipin eru jafnframt búin til nóta- veiða. Skipið er að stœrð og byggingarlagi eins og Örvar HU, en að fyrirkomulagi líkist það mjög Kolbeinsey ÞH. Eigandi Sléttaness ÍS er Fáfnir h/f á Þingeyri, en það fyrirtœki á fyrir skuttogarann Framnes I ÍS, sem smíðaður var í Noregi árið 1973. Skipstjóri á Sléttanesi ÍS er Vilhelm Annasson og 1. vélstjóri Guðmundur Þ. Ragnarsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Bjarni Grímsson. Almenn lýsing: Skipið er smiðað úr stáli, samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokki iji 1A1, Stern Trawler, Ice C, ij( MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli, skutrennu upp á efra þilfar, lokaðan hvalbak á fremri hluta efra þilfars og tveggja hæða yfirbyggingu, íbúðarhæð og brú, aftantil á hvalbaksþilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum i eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir brennsluolíu; há- geyma fyrir brennsluoliu ásamt keðjukössum; fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu (framantil) og ferskvatn (aftantil); vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum og vélgæzluklefa fremst b.b.-megin; og brennsluoliugeyma aftast í skut. Mestalengd .......................... 50.90 ni Lengd milli lóðlína ................. 44.75 111 Breidd ............................... 9.76 111 Dýpt að efra þilfari ................. 6.74 n1 Dýpt að neðra þilfari................. 4.44 n1 Eiginþyngd............................. 820 1 Særými (djúprista4.39m)............... 1162 1 Burðargeta (djúprista4.39m)............ 342 1 Lestarrými ............................ 510 m3 Brennsluolíugeymar (svartolía) ........ 127 m Brennsluolíugeymar (dieselolía) ........ 20 m Daggeymar.............................. 2.9 m Ferskvatnsgeymar ....................... 50 m Ganghraði (reynslusigling).............. 14 hn Rúmlestatala .......................... 472 brl- Skipaskrárnúmer....................... 1628 Fremst á efra þilfari (í hvalbak) er veiðarf2era geymsla og aðstaða til viðgerða á veiðarfærum. el1 þar fyrir aftan koma þilfarshús meðfram báðun1 síðum og ná þau rétt aftur fyrir skipsmiðju. í ÞeSS um þilfarshúsum eru íbúðir ásamt klefum f>'r ísvélar og verkstæði. Milli þilfarshúsa er gangur fyrir bobbingarennur. Togþilfar skipsins er aftan við þilfarshúsin og tengist áðurnefndum gang1- Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu greinist hún í fjórar bobbingarennur sem liggJa að til gangi og ná fram að stefni, þannig að unnt er hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar veiða. Á miðju togþilfari, sitt hvoru megin erU síðuhús, b.b.-megin er stigahús niður á vinnu þilfar, en s.b.-megin er vélarreisn, og i henni er rými fyrir afgasketil. Yfir afturbrún skutrennu ef toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er bip°d' mastur. Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni aftur að skips' miðju, en þar greinist það í tvennt og liggur meö 212 —ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.