Ægir - 01.04.1983, Side 38
Vilhelm Þorsteinsson:
r
Utgerð stóru
togaranna 1982
Sókn og afli þessara
skipa varð minni en árið
áður. Aflinn minnkaði
um 9,2% og aflaverð-
mæti minnkaði hlutfalls-
lega meira vegna þess að
aflasamsetningin varð
óhagstæðari, minni
þorskafli en hlutfallslega
meira af karfa og hinum
verðminni tegundum.
í ársbyrjun var verk-
fall á fiskiskipum og fyrstu togarar létu ekki úr
höfn til veiða fyrr en 18. janúar og síðar.
Minni afli og óhagstæð verðlagsþróun strax
fyrstu mánuði ársins urðu þess valdandi að mikill
fjárhagsvandi steðjaði að. Á miðju ári voru hafnar
viðræður L.Í.Ú., við stjórnvöld um úrbætur á
rekstrarskilyrðum. Þær drógust því miður á lang-
inn þrátt fyrir góð fyrirheit stjórnvalda. Þegar svo
hinar svokölluðu almennu efnahagsaðgerðir voru
kunngerðar síðustu daga ágústmánaðar höfðu öll
fyrirheit um bætt rekstrarskilyrði gleymst. Það var
svo ekki fyrr en i september, þegar búið var að
stöðva fiskiskipaflotann að rekstrarskilyrðin voru
bætt. Mikil hækkun olíuverðs og annars rekstrar-
kostnaðar vegna gengislækkunar varð þess vald'
andi að rekstrarskilyrði versnuðu á ný fram að ara-
mótum.
Á árinu 1982 voru gerðir út 15 stórir togarar, on
það eru skip, sem félagar innan F.Í.B. eiga og gera
út. Heildarafli þessara skipa varð 59.322 tonn
(65.331) hefur þvi minnkað um 6.010 tonn eða u01
9,2%. Úthaldsdagar urðu 4.611 (4.796) og veiði'
ferðir 306 (324). Meðalafli á úthaldsdag 12.87 tonn
(13.62) og í veiðiferð 194 tonn (202). Innanlands
var landað afla úr 268 veiðiferðum (294) alls
51.271 tonni (59.434). Erlendis var landað úr 38
veiðiferðum (30) alls 8.051 tonni (5.897). Ti
Þýzkalands, Bremerhaven og Cuxhaven vorn
farnar 30 ferðir (20) og þar seld 6.962 tonn (4.175)
að verðmæti kr. 71.831 þús. meðalverð pr. kg- ^r'
10.32 (5.97). Til Englands: Grimsby og Hull vorn
farnar 8 ferðir (10) og þar seld 1.099 tonn (1-72Ú
fyrir kr. 15.735 þús. meðalverð pr. kg. kr. 14.3
(8.26).
Ath. tölur innan sviga eru frá 1981.
198 — ÆGIR