Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1983, Síða 62

Ægir - 01.05.1983, Síða 62
Emil Ragnarsson, Helgi Laxdal og Jón Sigurðsson: Tæknideild Fiskifélags íslands. Hjálparvélakeyrsla í höfn — Nýting á landrafmagni N ORDFORSK-samstarf sverkef ni I þessu tölublaði birtist fimmta greinin í greina- flokki Tceknideildar um svonefnt Nordforsk-sam- starfsverkefni. Verkefnið sem hér verður kynnt er ,,Athuganir á olíunotkun v/rafmagnsframleiðslu í höfn og nýting á landrafmagni“ og ber þessi grein nafnið ,,Hjálparvélakeyrsla í höfn — nýting á landrafmagni". Inngangur: I megin dráttum er markmið þessa verkefnis eftirfarandi: Athuga umfang hjálparvélakeyrslu og rafmagnsnotkunar í höfn í íslenzka fiskiskipa- flotanum, í þeim tilgangi að fá fram mögulegan sparnað í brennsluoliunotkun með því að nýta raf- magn frá landi, svo og kanna að hve miklu leyti þarf að bæta við búnaði í höfnum til að ná þessu marki. Mjög takmarkaðar athuganir höfðu farið fram á þessum þætti hjá Tæknideild, ef undanskildar eru mælingar og athuganir á orkuþörf í nokkrum skip- um, meðan á hafnardvöl stóð. Mælingar á brennsluolíunotkun í nokkrum vertíðarbátum hér á Suðvesturlandi, sem Tæknideild stóð fyrir á árunum 1980—1981, gáfu til kynna að olíunotkun i höfn var hlutfallslega mikil hjá þessum flota. Því þótti ástæða til að kanna þennan þátt í orkunotk- un fiskiskipa mun betur, ekki aðeins i sjálfum skipunum, heldur einnig það sem snýr að höfn- unum. Verkefnið felur í sér eftirfarandi: — Mælingar og athuganir á rafmagnsnotkun og keyrslu hjálparvéla í höfn í fiskiskipum hér- lendis. — Kanna mögulegan olíusparnað við að skipta yfir í landrafmagn. — Skrá landtengimöguleika og aðstöðu í ein- stökum höfnum. Fyrsti áfangi í þessu verkefni voru mælingar og athuganir í vertíðarbátum á Suðvesturlandi a vetrarvertíð s.l. ár, og annar áfangi gagnaöflun um búnað og landtengimöguleika i höfnum víðsvegaf um landið. í þessari grein verður aðallega fjalla0 um áðurnefndar mælingar og athuganir í vertíðar- bátum og lítillega komið inn á gagnaöflun í höfr1' um. Skráning í vertíðarbátum: í fyrsta áfanga var leitast við að safna upplýsiuS' um um hafnartima skipanna, álag rafala í höfn notkun landtengja. Æskilegt þótti að fá sem flestar hafnir á Suður- og Suðvesturlandi og skip a breytilegri stærð. Valin voru 36 fiskiskip á svæðinu frá Vest- mannaeyjum til Akraness og í samráði við útgerðir skipanna voru eyðublöð send til vélstjóra þeirra- Til baka bárust útfyllt eyðublöð frá vélstjórum 2 skipa, eða um 75% heimtur. Umrædd skip eru her nefnd úrtaksskip og eru númeruð frá 1—27, sem miðast við í hvaða röð upplýsingar bárust. Skip111 eru nafngreind hér á eftir, ásamt upplýsinguni un1 veiðarfæri og löndunarhöfn, en þau eru: Mynd 1. Dœmigerður vertíðarbátur, en í þessari grein er um olíunotkun þeirra í höfn. Ljósm.: Tœknideild, E R- 278 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.