Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1983, Síða 64

Ægir - 01.05.1983, Síða 64
Mynd 2 sýnir eyðublaðið, sem sent var út til vél- stjóra, en það skýrir sig að mestu sjálft. í dálkum 4 og 5 eru skráðar upplýsingar um komutíma í höfn og brottfarartíma úr höfn eftir viðkomandi veiði- ferð, þannig að unnt er að finna hafnartíma í klukkustundum. Fyrstu þrír dálkarnir gefa til kynna nr. sjóferðar, veiðarfæri sem er notað og löndunarhöfn (komuhöfn). í dálkum 7—10 er skráð álag í inniveru, lesið af mælum í töflu. Mögulegt er að skrá álag á einstökum fösum (skip með riðstraumskerfi) í amper, eða álag í KW. í dálki 11 er gert ráð fyrir að skrá upplýsingar um lofthita úti, sem hefur áhrif á álagið, þar sem um rafofnaupphitun er að ræða. í dálkum 12 og 13 eru skráðar upplýsingar um hugsanlega notkun á land- tengi svo og notkun á olíukyntum miðstöðvarkatli, ef slíkur er í skipinu. Að lokum er óskað upplýsinga um olíuáfyllingar, þannig að unnt sé að NORDFORSK Oliefisk TFF6 Skilgr.:Notkun hjálparvéla í höf n. FISKIFELAG ISLANDS - TÆKNIDEILD VERKEFNI 3206-06 iTfmabil (dags.) x ** » 3 tn 3 'rt K) O E c X •o E c o 2S Mynd 2. Upplýsingar skráðar á eyðublað. átta sig á hlutdeild útreiknaðrar hafnarnotkunar miðað við heildarolíunotkun. Álags- og eyðslumælingar: Þær upplýsingar sem fengust með skráningu vél- stjóranna gefa möguleika á að reikna út raforku- notkunina í KWH (kilovattstund), sem er grund- vallar þáttur. Til að geta áttað sig á olíunotkuninni við að framleiða þessa orku er hins vegar ekki nægilegt að þekkja aðeins raforkunotkunina, óþekkt stærð er eyðslustuðull hjálparvélanna undir breytilegu álagi. Ef til vill er spurt hvort það meðalálag, sem fæst út frá eyðublöðunum fyrir einstök skip, sé mark- tækt, þ.e.a.s. hversu réttir eru mælarnir og hvernig er aflestrarnákvæmnin. Til að ganga úr skugga um þetta atriði hafa farið fram prufumælingar (samanburðarmælingar) í um helmingi af úrtaks- skipunum, og að jafnaði teknar tvær mælingar a mismunandi álagi í hverju skipi. Mælingar þessar voru gerðar með svonefndum fjölsviðsmæli sem eftirfarandi lýsing á við: Fjölsviðsmælirinn er af gerðinni Hioki 3105- Með fjölsviðsmælinum má mæla riðspennu/jafn- spennu og riðstraum/jafnstraum, en aflestur ai mælinum fæst við vísisútslag. Einnig er mælirinn búinn úttaki fyrir skrifara en það er eingöngu virkt við straummælingu. Við spennumælingu er mæhr' inn tengdur með leiðslum við það sem mæla á, en við straummælingu er tengd við mælinn sérstök mælitöng (sjá mynd 3), og er henni þá brugðið um hinn straumhafandi leiði. Mælisvið fjölsviðsvmælis eru þessi: riðspenna/jafnspenna 0-25, 0-50, 0-250, 0-500 V. riðstraumur/jafnstraumur 0-25, 0-50, 0-100, 0-250 A. Mynd 3. Straummœling með fjölsviðsmceli. Ljósm.: Tcek'11' deild, E R. 280 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.