Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 72
Nýr sónar frá Skipper
Nýlega kom á markaðinn SKIPPER Sónar S 113
sem er litasónar og dýptarmælir í einu tæki.
Hægt er að nota S 113 sem: a) eingöngu sónar, b)
sónar og dýptarmæli á sama tíma, c) eingöngu dýpt-
armæli.
Við leit á fiskitorfum sést skipið nálgast torfuna á
tvo mismunandi vegu, með 360 gráðu leitun eða þver-
skurði af torfunni. Um leið og tækið sýnir allar upp-
lýsingar á endurvörpum í 8 litum á 14“ skermi gefur S
113 samtímis upplýsingar vinstra megin á skerminum
sem eru:
a) Fjarlægð í torfu, b) stefna, c) leitargeiri, d) hraði
skips, e) sjávarhiti, f) fjarlægðarsvið, e) hallasvið.
Þessar upplýsingar er hægt að fá á ensku, frönksu
og norsku eftir vali.
Frekari upplýsingar fyrir skipstjórnarmenn er hægt
að fá með tengingu frá Loran C eða gervitunglamót-
takara.
S 113 var hannaður með tilliti til einfaldrar notk-
unar: sjálfvirk leitun, sjálfvirk læsing á torfu og
breytileg hljóðrás auðveldar notkun.
S 113 sónarinn vinnur á 100 kHz, hefur 1600 metra
svið og 360 gráða leitun.
Mikið næmi og mjór sónargeisli gefa góða mögu-
leika við leitun á grunnu og meðaldjúpu vatni, ótak-
markaður snúningur og halli á stabiliseruðu botn-
stykki gefur góða 360 gráðu mynd af neðansjávar-
stöðunni.
S 113 hefur innbyggðan þröskuldsfilter (clutter) er
þurrkar út átu og annað er ekki óskast á skerminn, að
auki er í tækinu filter sem útilokar truflanir frá öðrum
bátum án þess að lóðningar hverfi.
Fyrirferð botnbúnaðar er lítil og auðveldlega er
hægt að setja hann í brunn gömlu SIMRAD sónar-
tækjanna.
Samkvæmt upplýsingumn frá umboðsmanni Skipp-
ers á íslandi, Friðriks A. Jónssonar h.f. Reykjavík, er
verðið mjög hagstætt eða um 350 þús. kr. Ennfremur
er gefin 2ja ára ábyrgð á tækinu svo og öllum öðrum
fiskileitartækjum frá SKIPPER.
Beitusíld
Með tilvísun til tilkynningar frá beitunefnd dags-
31. okt. 1983 hefur nefndin samþykkt að heimila
hækkun á beitusíld sem fryst var á haustvertíð 1983-
Hækkunin er til þess að mæta geymslu og vaxtakostn-
aði og kemur 1. hækkun til framkvæmda 1. febrúar
1984 og síðan sama hækkun 1. hvers mánaðar þar til
annað hefur verið ákveðið.
Geymslu og vaxtagjaid er kr. 0.65 á kg á mánuði.
Reykjavík 30. janúar 1984.
Beitunefnd.
Fiskafli Færeyinga
Ársafli Færeyinga jókst um 30% á s.l. ári miðað við
árið á undan, eða úr 251.000 tonnum í 325.400 tonn.
miðað við fisk upp úr sjó. í yfirlitsskýrslu fiskveiðihag-
stofunnar færeysku, kemur fram að á heimamiðurn
jókst aflinn úr 114.600 tonnum 1982 í 140.000 tonn
1983, en á fjarlægum miðum jókst aflinn samsvarandi
úr 135.700 tonnum í 182.200 tonn. Á s.l. ári veiddu
Færeyingar 5.600 tonn af þorski við ísland, en á
heimamiðum tæplega tvöfaldaðist þorskaflinn, eða úr
23.800 tonnum í 41.000 tonn. Af öðrum botnfiskteg-
undum er það helst að segja að ufsaaflinn jókst mest,
eða úr 30.800 tonnum í 39.000 tonn. Rækjuveiðar við
Austur- Grænland drógust saman á s.l. ári, eða úr 737
tonnum 1982, í 447 tonn, en aftur á móti hefur rækju-
veiði Færeyinga stóraukist á undanförnum árum við
Svalbarða og varð á s.l. ári 5.900 tonn, en var 4.300
tonn árið áður. Við Vestur-Grænland veiddu þeir483
tonn af rækju í fyrra, en 529 tonn 1982.
120-ÆGIR