Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 72

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 72
Nýr sónar frá Skipper Nýlega kom á markaðinn SKIPPER Sónar S 113 sem er litasónar og dýptarmælir í einu tæki. Hægt er að nota S 113 sem: a) eingöngu sónar, b) sónar og dýptarmæli á sama tíma, c) eingöngu dýpt- armæli. Við leit á fiskitorfum sést skipið nálgast torfuna á tvo mismunandi vegu, með 360 gráðu leitun eða þver- skurði af torfunni. Um leið og tækið sýnir allar upp- lýsingar á endurvörpum í 8 litum á 14“ skermi gefur S 113 samtímis upplýsingar vinstra megin á skerminum sem eru: a) Fjarlægð í torfu, b) stefna, c) leitargeiri, d) hraði skips, e) sjávarhiti, f) fjarlægðarsvið, e) hallasvið. Þessar upplýsingar er hægt að fá á ensku, frönksu og norsku eftir vali. Frekari upplýsingar fyrir skipstjórnarmenn er hægt að fá með tengingu frá Loran C eða gervitunglamót- takara. S 113 var hannaður með tilliti til einfaldrar notk- unar: sjálfvirk leitun, sjálfvirk læsing á torfu og breytileg hljóðrás auðveldar notkun. S 113 sónarinn vinnur á 100 kHz, hefur 1600 metra svið og 360 gráða leitun. Mikið næmi og mjór sónargeisli gefa góða mögu- leika við leitun á grunnu og meðaldjúpu vatni, ótak- markaður snúningur og halli á stabiliseruðu botn- stykki gefur góða 360 gráðu mynd af neðansjávar- stöðunni. S 113 hefur innbyggðan þröskuldsfilter (clutter) er þurrkar út átu og annað er ekki óskast á skerminn, að auki er í tækinu filter sem útilokar truflanir frá öðrum bátum án þess að lóðningar hverfi. Fyrirferð botnbúnaðar er lítil og auðveldlega er hægt að setja hann í brunn gömlu SIMRAD sónar- tækjanna. Samkvæmt upplýsingumn frá umboðsmanni Skipp- ers á íslandi, Friðriks A. Jónssonar h.f. Reykjavík, er verðið mjög hagstætt eða um 350 þús. kr. Ennfremur er gefin 2ja ára ábyrgð á tækinu svo og öllum öðrum fiskileitartækjum frá SKIPPER. Beitusíld Með tilvísun til tilkynningar frá beitunefnd dags- 31. okt. 1983 hefur nefndin samþykkt að heimila hækkun á beitusíld sem fryst var á haustvertíð 1983- Hækkunin er til þess að mæta geymslu og vaxtakostn- aði og kemur 1. hækkun til framkvæmda 1. febrúar 1984 og síðan sama hækkun 1. hvers mánaðar þar til annað hefur verið ákveðið. Geymslu og vaxtagjaid er kr. 0.65 á kg á mánuði. Reykjavík 30. janúar 1984. Beitunefnd. Fiskafli Færeyinga Ársafli Færeyinga jókst um 30% á s.l. ári miðað við árið á undan, eða úr 251.000 tonnum í 325.400 tonn. miðað við fisk upp úr sjó. í yfirlitsskýrslu fiskveiðihag- stofunnar færeysku, kemur fram að á heimamiðurn jókst aflinn úr 114.600 tonnum 1982 í 140.000 tonn 1983, en á fjarlægum miðum jókst aflinn samsvarandi úr 135.700 tonnum í 182.200 tonn. Á s.l. ári veiddu Færeyingar 5.600 tonn af þorski við ísland, en á heimamiðum tæplega tvöfaldaðist þorskaflinn, eða úr 23.800 tonnum í 41.000 tonn. Af öðrum botnfiskteg- undum er það helst að segja að ufsaaflinn jókst mest, eða úr 30.800 tonnum í 39.000 tonn. Rækjuveiðar við Austur- Grænland drógust saman á s.l. ári, eða úr 737 tonnum 1982, í 447 tonn, en aftur á móti hefur rækju- veiði Færeyinga stóraukist á undanförnum árum við Svalbarða og varð á s.l. ári 5.900 tonn, en var 4.300 tonn árið áður. Við Vestur-Grænland veiddu þeir483 tonn af rækju í fyrra, en 529 tonn 1982. 120-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.