Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 49
botnfiskaflaverðmæti þess á viðmiðunartímabil-
inu.
d) Leggja skal saman skerðingu skv. c-lið fyrir hverja
botnfisktegund. Við skal bæta afla skipa í flokki 1,
sbr. a-lið þessarar greinar. Peirri heildartölu, sem
þannig fæst, skal skipta milli skipa í flokkum 7, 8
og 9, skv. a-lið þessarar greinar í hlutfalli við afla-
magn þeirra af hverri tegund á viðmiðunartíma-
bilinu, eftir lækkun skv. c-lið þessarar greinar.
e) Heildaraflamarki hverrar botnfisktegundar 1984,
skv. 1. gr., að frádregnu heildaraflamarki báta
undir 10 brl., skv. 5. gr., skal skipt milli skipa í
flokkum 2 til 9 skv. a-lið þessarar greinar í hlutfalli
við aflamagn af hverri tegund, leiðrétt skv. d-lið,
þó skal skipta helmingi heildaraflamarks fyrir
skarkola eftir þorskaflamagni skv. d-lið þessarar
greinar milli skipa í flokkum 7, 8 og 9.
7. gr.
Aflamark hvers skips fyrir hverja botnfisktegund
er fundið með því að reikna því sama hlutfal! úr afla-
oiarki flokksins, sem það hefur skv. e-lið 6. gr., en
þannig reiknað að við afla hvers skips skv. e-lið 6. gr.,
skal bæta þeim afla, sem ætla má að það hefði haft
þann tíma, sem það kann að hafa tafist frá veiðum.
Það telj ast frátafir frá veiðum í þessu sambandi ef þær
hafa hverju sinni varað lengur en tvær vikur samfleytt
°g hafi hlotist af meiri háttar bilun eða endurbótum á
skipum, sem staðfest er af tryggingafélagi, viðgerða-
verkstæði eða af öðrum til þess bærum aðila. Einnig
skal leiðrétta úthaldsskýrslu vegna sjómannaverk-
fallsins í ársbyrjun 1982.
8. gr.
Frátafir frá veiðum á viðmiðunartímabilinu 1. nóv-
ember 1980 til 31. október 1983, skv. 7. gr., skulu
wetnar á grundvelli upplýsinga frá útvegsmönnum,
sem borist hafa sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 20.
janúar 1984, sbr. auglýsingar ráðuneytisins 21. des-
ember 1983 og 10. janúar 1984. Samráðsnefnd skv.
gr. skal fjalla um mat á frátöfum frá veiðum, og
rn-a. í því sambandi um flokkun skipa skv. a-lið 6. gr.
9. gr.
Hverju skipi skal ætla afla í frátöfum skv. 7. gr.
^eð áætluðum meðalafla á úthaldsdag. Meðalafli
Þessi skal áætlaður þannig, að fundinn er meðalafli á
uthaldsdag, skv. skýrslum Fiskifélags íslands, í við-
komandi stærðarflokki skipa, með sams konar veið-
arfæri, í sama mánuði og á sama veiðisvæði þann
tíma, sem skipið var frá veiðum. Þenna meðalafla
skal hækka eða lækka um það hlutfall, sem meðalafli
viðkomandi skips vék frá meðalafla skipa í sama
stærðarflokki, með sams konar veiðarfæri, á sama
svæði, tímann, sem það var að veiðum á tímabilinu 1.
nóvember 1980 til 31. október 1983.
Stærðarflokkar teljast í þessu sambandi:
1. Bátar 10-20 brl.
2. Bátar 21-50 brl.
3. Bátar 51-110 brl.
4. Bátar 111-200 brl.
5. Bátar 201-500 brl.
6. Bátar yfir 500 brl.
7. Togarar .... 201-500 brl.
8. Togarar .... yfir 500 brl.
Þegar meðalaflamark er reiknað fyrir flokk 7,
togarar 201-500 brl., skal það reiknað sérstaklega
fyrir togara 39 metra og styttri annars vegar, og hins
vegar fyrir togara lengri en 39 metrar, miðað við
mestu lengd skipsins.
Veiðisvæði markast í þessu skyni af verstöðinni,
frá hverri skipinu er haldið til róðra, sem hér segir:
Svæði 1: Frá Hornafirði suður um til Patreksfjarðar
að báðum stöðum meðtöldum.
Svæði 2: Svæðið norðan svæðis 1.
Afli, sem siglt er með á erlendan markað á árinu
1984, eftir birtingu þessara reglna, skal reiknast með
fjórðungs álagi, þegar metið er, hversu miklu af afla-
marki skips er náð hverju sinni.
í samræmi við þessa reglu skal við ákvörðun afla-
marks hvers skips auka aflamark þess skv. 6. til 9. gr.
sem svarar fjórðungi af hlut afla þess, sem siglt var
með til sölu erlendis á viðmiðunartímabilinu 1. nóv-
ember 1980 til 31. október 1983.
Ákvörðun sóknarmarks - val
11. gr.
Ný skip og skip, sem hafa verið skemur að veiðum
á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983 en
12 mánuði, geta valið um að fá aflamark reiknað á
grundvelli meðalaflamagns í viðkomandi stærðar-
flokki og veiðisvæði skv. 9. gr. eða fá sett sóknarmark
í úthaldsdögum sem svarar 70% af meðalúthaldi
skipa í viðkomandi stærðarflokki og veiðisvæði á
hverju eftirgreindra tímabila: 1. janúar til 29. febrú-
ar; 1. mars til 30. apríl; 1. maí til 31. ágúst; 1. septem-
ber til 31. desember, skv. skýrslum Fiskifélags íslands
á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983.
ÆGIR-97