Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 32
unarbátur settur á sjó, stokkið frá borði í björg- unargöllum, kynnt notkun slökkvibúnaðar við ýmsa elda og breytilegar aðstæður, reykköfun æfð og kynnt meðferð og geymsla þessa búnaðar. Þá var einnig sýnd notkun línubyssu og senditækja gúmmíbjörg- unarbáta. Ekki varð annars vart en áhafnir umræddra skipa tækju þessum aðgerðum vel og hvöttu til áframhalds á sömu braut. Litlar undirtektir hafa komið frá út- gerðum farmskipa og ekkert svar við bréfi Siglinga- málastofnunarinnar er sent var. Verulegar umræður hafa þó orðið um þessi mál og ýmsir sýnt áhuga á stofnun skóla til þjálfunar áhafna skipa og fleiri aðila í brunavörnum og meðferð öryggisbúnaðar. Fullyrða má að æfing og kennsla hvar sem henni verður við komið bæti mikið um, þó hún geti ekki komið í stað- inn fyrir þjálfun í hverju skipi fyrir sig. Siglingamálastofnun telur að hér sé hafið gagnlegt samstarf milli stofnunarinnar og áhafna farskipa, og vil ég leyfa mér að hvetja þing FFSÍ til að styðja þessa viðleitni Siglingamálastofnunar ríkisins, sem ætti að geta orðið til mikils gagns við aukið öryggi á sjó. Fiskiþing og öryggi á sjó í síðasta tölublaði Ægis (nr. 1 1984) er grein um öryggismál eftir Flilmar Rósmundsson. í greininni segir m.a. „Óskað var eftir því við Sigl- ingamálastjóra að hann flytti erindi á þessu Fiskiþingi og svaraði fyrirspurnum þingfulltrúa. Hann gat ekki komið því við, þar sem á þeim tíma varð hann að mæta á alþjóðlegum ráðstefnum um siglingamál, en ég sakna þess, að hér skuli ekki vera einhver fulltrúi stofnunarinnar í hans stað.“ Pótt það hafi eflaust ekki verið ætlun Hilmars Rós- mundssonar, þá gætu þeir, sem ekki þekkja meira til málanna, skilið þessi orð svo, að siglingamálastjóri og Siglingamálastofnun ríkisins hafi færst undan því að taka boði Fiskiþings um að halda þar erindi og ræða við þingfulltrúa um öryggismál sjófarenda, en svo er ekki. Siglingamálastjóri og Siglingamálastofnun ríkisins vill með mikilli ánægju taka boði um að mæta til erindaflutnings og viðræðna bæði á Fiskiþingi og á þingum ýmissa hagsmunaaðila. Það er öruggt mál og hefur margoft komið í ljós, að þegar menn hittast til að ræða vandamálin í einlægni, þá verða möig atriði mun skýrari fyrir öllum aðilum, sem síðar kemur að raunhæfum notum, þegar um ákvarðanir er að ræða. Blaðadeilur um öryggismál sjófarenda hafa hinsvegar valdið gagnkvæmri tortryggni, sem ekki er það and- rúmsloft, sem vænlegt er til árangurs um aukið öryggi á sjó. Varðandi boð Fiskiþings til siglingamálastjóra um að halda erindi á síðasta þingi, þá þótti mér það mjög miður að geta ekki mætt þar, eins og á næsta þingi á undan, en þá var siglingamálastjóra í fyrsta skipti boðið að halda erindi á Fiskiþingi. Nú í þetta skipti stóð hinsvegar þannig á, að á sama tíma og Fiskiþing var haldið, þurfti ég að sækja sam- norræna fundi um öryggismál sjófarenda. Þar var m.a. á dagskrá þróun björgunarbúninga og samnor- rænar kröfur til þeirra. Auk þess var fundur um neyð- arfjarskiptakerfi fyrir skip. Þessi mál eru óneitanlega það mikilvæg fyrir okkur, að ekki var nokkur leið að hætta við þátttöku okkar til að geta mætt á Fiskiþingi- Við verðum að fylgjast sem best með þróun þessara öryggismála erlendis, og þessir Norðurlandafundir höfðu verið ákveðnir löngu áður en ég vissi um að Fiskiþing yrði haldið sömu daga. Svo stóð á, að á þingi Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands (F.F.S.Í) hafði ég þá nokkrum vikum áður haldið erindi um öryggismál sjófarenda. Til að leysa þetta vandamál, bauð ég fiskimálastjóra, ann- aðhvort að annar maður frá Siglingamálastofnun ríkisins mætti á Fiskiþingi og flytti þar líkt erindi og það, sem ég flutti á þingi F.F.S.Í, eða þá að erindi mitt yrði fjölritað og því dreift til þingfulltrúa á Fiskiþingi- Fiskimálastjóri og hans samstarfsmenn völdu síðari kostinn, og þannig varð niðurstaðan sú, að erindinu var dreift á Fiskiþingi, en það ekki flutt. Eins og fyrr segir, þá hefði siglingamálastjóri fús- lega falið öðrum starfsmanni Siglingamálastofnunar ríkisins að flytja þar erindi, svara fyrirspurnum og ræða öryggismál við þingfulltrúa, ef þess hefði verið óskað. Ég mun því fagna því, ef Fiskiþing framvegis tæki þá ákvörðun að bjóða fulltrúa frá Siglingamála- stofnun ríkisins að koma á þingið til að ræða öryggis- mál sjófarenda. Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri- 80-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.