Ægir - 01.02.1984, Blaðsíða 30
5. Björgunarbúningar og vinnubún-
ingar
Þróun björgunarbúninga.
Það var í maí árið 1977 að Siglingamálastofnun
ríkisins vakti athygli á björgunarbúningum til notk-
unar í skipum. Um þessa búninga var birt grein í maí-
hefti Siglingamála 1977, og þar m.a. skýrt frá erlend-
um tilraunum með þessa búninga í köldum sjó. Vitað
er, að kuldinn í sjónum er hættulegastur skipreka
manni í norðurhöfum. Siglingamálastofnun ríkisins
pantaði því árið 1977 einn slíkan búning, sem Land-
helgisgæslan síðan reyndi við landhelgisgæslustörf.
Síðan hefur Siglingamálastofnun ríkisins viður-
kennt ógerðiraf björgunarbúningum (björgunargöll-
um) og 2 gerðir af vinnubúningum (flotgöllum) til
notkunar í íslenskum skipum, og stöðugt berast
beiðnir um viðurkenningar á slíkum búningum.
í nýjum 3. kafla alþjóðasamþykktarinnar um
öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 er m.a. gert ráð
fyrir björgunargöllum í flutningaskipum.
Þessi 3. kafli fjallar um bjargtæki skipa og hann var
lagður fyrir þing Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar
til staðfestingar á þinginu í London 7.-18. nóvember
1983. í þessum nýja 3. kafla eru ákvæði um fjölda
slíkra björgunarbúninga í hverju skipi, og megin-
kröfur um gerð búninganna. Þessi 3. kafli tekur ekki
alþjóðlega gildi fyrr en árið 1986, en í athugun er sá
möguleiki, að ákvæði þessa kafla verði að einhverju
leyti látin taka gildi fyrr, að því'er varðar íslensk skip.
Auk þeirra ákvæða, sem eru í 3. kafla þessarar al-
þjóðasamþykktar, þá hafa Norðurlöndin undanfarið
unnið að undirbúningi á samnorrænum kröfum um
gerð þessara björgunarbúninga. Þetta samstarf er að
verulegu leyti á vegum NORDFORSK. Síðastliðið
sumar var haldinn hér í Reykjavík Norður-
landafundur um þessa björgunarbúninga, og á fundi,
sem haldinn var í Helsingfors 1. des. s.l. var rætt um
það m.a., hvort Norðurlöndin gætu náð samstöðu um
þær kröfur, sem gerðar yrðu til þeirra björgunarbún-
inga, sem viðurkenndir verða til notkunar í skipum
Norðurlandanna.
Björgunarbúningar eða vinnubúningar.
Það er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir því,
að í notkun eru tvær megingerðir búninga. Þar er ann-
arsvegar um að ræða björgunarbúninga, sem fyrst og
fremst eru ætlaðir til notkunar við sjóslys. Hinsvegar
eru til vinnubúningar. Til björgunarbúninganna eru
gerðar miklar kröfur um einangrun gegn kulda, og til
flothæfni. f þeim er yfirleitt um 5 mm þykkt neo-
prene-einangrunarefni. í vinnubúningum er mun
þynnra einangrunarefni, oftast ekki meira en 3,5 mm
að þykkt. Björgunarbúningarnir eru því óþjálli til
vinnu en vinnubúningarnir. Áfastir vettlingar með
þrjá fingur eru á björgunarbúningum, en stundum
eru lausir vettlingar á vinnubúningum.
Reynslan af björgunarbúningum.
Björgunarbúningar eru nú komnir um borð í tölu-
verðan fjölda skipa, en langflestir eru þeir í notkun
við olíuborun á Norðursjávarsvæðinu. Þar er einkan-
lega um tvær gerðir björgunarbúninga að ræða,
annarsvegar björgunarbúninga, sem ætlaðir eru til
notkunar í skipum til björgunar úr sjávarháska, og
hinsvegar til notkunar á borpöllum og um borð í þyrl-
um við vinnu og flutning milli lands og borpalla. Talið
er að Samtals séu nú alls um 6000 búningar til af báð-
um þessum gerðurn.
Nú hefur nokkur reynsla fengist af notkun þessara
búninga við raunhæfar aðstæður, og báðar þessar
gerðir hafa verið í ýmsum atriðum gagnrýndar af not-
endum þeirra.
Þegar um björgunargalla til nota í skipum er að
ræða, hefur verið gerð sú krafa, að ein stærð henti
öllum mönnum. Þetta hefur verið talið nauðsynlegt til
að ekki verði þau mistök, að stór maður eyddi naum-
um tíma á hættustund til að komast í lítinn búning.
Hinsvegar hafa orðið vandræði vegna þess, að lítill
maður í of stórum björgunarbúningi getur átt í ýms-
um vandræðum. Komið hefur í ljós, að flotmagn í
bakinu hefur verið það mikið, að maðurinn flýtur á
grúfu, sem getur jafnvel orðið orsök til drukknunar.
Þessvegna hefur verið rætt um að taka í notkun tvær
stærðir björgunarbúninga, en þannig að báðar stærðir
geti hentað meðalmanni að stærð. Minni gerðin yrði
fyrir mann 1500-1850 mm að hæð, en sú stærri fyrir
mann 1700-2000 mm að hæð. Þá er rætt um að reynt
verði að hafa teygjuefni í bakinu, þannig að loftrými
þar minnki. Vettlingar eru áfastir björgunarbúning-
unum, en erfitt hefur reynst fyrir litla menn að koma
höndum inn í vettlingana og halda þeim þar, - og ef
menn hafa dregið fingurna inn til að hita þá, þá hefur
engum tekist að koma hendinni aftur í vettlingana,
vegna þess hve efni búninganna er stíft. Rennilásar
búninganna hafa einnig valdið erfiðleikum, nema
þeir séu smurðir reglulega. Greinilegt er líka, að
björgunarbúningarnir krefjast reglulegs eftirlits. Þess
er nú krafist, að nef og munnur manns í björgunar-
búningi sé minnst 120 mm yfir sjávarflöt, en 80 mm í
78 - ÆGIR