Ægir - 01.02.1984, Page 22
ástandi fiskstofna og íslenskir starfsbræður okkar, en
mig langar til þess að nefna hér til viðbótar tvær að-
ferðir er við beitum í Japan.
Önnur þeirra er aðferð til þess að meta stærð
hrygningarstofna með því að áætla heildareggja-
fjölda, meðal frjósemi við ákveðinn aldur og tiltekna
aldursdreifingu. Þessi aðferð hefur verið notuð gagn-
vart sardínu og makríl í Kyrrahafi. Fiskifræðingar við
rannsóknastofnunina í Tokyo, sem notuðu þessa
aðferð, hafa bent á að þrátt fyrir að stofnstærð makr-
íls hafi verið í hámarki undanfarin ár, þá hafi eggja-
fjöldi farið minnkandi og veiðin farið fram úr tillögum
um leyfilegan hámarksafla. Þeir leggja því til að fylgst
verði vandlega með áhrifum veiðanna á þennan stofn.
Hin aðferðin sem ég vil nefna er kannski nokkuð
flókin. Hún var fyrst notuð af Doi árið 1962 varðandi
ástand kóngskrabbastofnsins vestur af Kamchatka.
(Hún er þó ekki alveg sjálfri sér samkvæm því gengið
er út frá að þótt hlutfall eftirlifenda, S, sé stöðugt þá
er áætlað að sóknin, F, sé breytileg).
Ef nýliðun ákveðins stofns, R, og hlutfall eftir-
lifenda, S, er áætlað stöðugt og fjöldi fiska í stofn-
inum, N, er áætlaður
Þá er fjöldi fiska í afla, C
C = EN =-™
F + N
(1-S)=
■ FR
F + M
(2)
Par sem E er veiðidánarhlutfall, F fiskveiðidánar-
stuðull og M er náttúrulegur dánarstuðull
F = qf svo að
_í_ = F_+_M _ _1_ f^—M_ (3)
c qR R qR
Þar sem q er veiðistuðull og f er sóknin.
Líking (3) gefur til kynna að línulegt samband sé á
f f
milli -±- og f. Með því að setja út -L- á móti f getum
við ákvarðað R og hlutfallið M á móti q. Niðurstöður
þessar sýna minnkun nýliðunar í ýmsum tilfellum.
Vísindafélög í Japan tengd fiskveiðum
í Japan eru samtök sem nefnast „Félagið um vís-
indalegar fiskveiðar", eru í þeim um 3.800 meðlimir.
Félag þetta gefur út mánaðarrit er nefnist „Bulletin of
the Japanese Society of Scientific Fisheries". Haldnir
eru fundir vor og haust og eru þar kynnt mörg hundr-
uð erindi um þetta efni.
Auk þessa eru í Japan ýmis vísindafélög, varðandi
fiskveiðar Japana svo sem japanska sjófræðafélagið,
japanska fiskifræðifélagið, félög um fiskrækt, plöntu-
og dýrasvif, fisksjúkdóma, samband fiskveiða og sjó-
fræði, erfðafræðifélagið o.s.frv.
Kennsla í fískifræði í Japan
í Japan eru skólar í einstökum fylkjum, einka-
skólar, ríkisskólar og háskólar, er veita kennslu í
sambandi við fiskveiðar og fiskifræði. Fjöldi
nemenda á menntaskólastigi er um átján þúsund.
Háskólar og menntaskólar á þessu sviði eru þrettán
talsins auk fjögurra einkaháskóla. Nemendafjöldi er
samtals sex þúsund.
Ég starfa sem prófessor í fiskifræði við háskólann í
Tokyo og eru 75 ár síðan þessi kennsla var hafin. A
minni deild eru sex rannsóknastofur: almenn líffræði
fiska (þar sem ég kenni), sjávarlíffræði, lífefnafræði
sjávar, lífefnafræði fiska, samband fiskveiða og
ástands sjávar og loks fiskiðnaðarrannsóknir.
Kennslu þessa veita sex prófessorar, sex aðstoðar-
prófessorar, ásamt þrettán leiðbeinendum. Nem-
endafjöldi er 40.
í Japan er skólagöngu þannig háttað að barnaskóla-
nám er sex ár, þrjú ár í gagnfræðaskóla og þrjú ár í
menntaskóla. Háskólanám er yfirleitt fjögur ár, utan
náms í læknisfræði og dýralækningum.
Ég ætla nú að fara örfáum orðum um rannsóknir
þær sem gerðar eru á minni deild.
Rannsóknastofan um almenna líffræði fiska fæst
m.a. við athuganir á stærð ýmissa fiskstofna. Aðal-
viðfangsefni sjávarlíffræðirannsóknanna eru sjúk-
dómar í fiskum. Efnafræði- og fiskifræðideildin beita
sér einkum fyrir rannsóknum á eiturefnum í sjó og at-
hugunum á próteinum og peptíðum í fiski.
Lífeðlisfræðideildin vinnur aðallega að athugunum
á áhrifum ljóss og hita á þroska fiska.
Loks má nefna að athuganir á sambandi veiða og
ástands sjávar beinast m.a. að framleiðslu fiskseiða
og grundvallarrannsóknum varðandi fæðu handa
fiskseiðum, m. a. með ræktun á einfrumungi er nefnist
rotifer.
Námið fer fram við sex ofangreindar rannsókna-
stofur og auk þess við sex af fimmtán deildum haf-
rannsóknastofnunar Tokyoháskóla, en þær eru eftir-
70-ÆGIR