Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 18
þarna milli feigs cfe ófeigs vegna þess að síldin sem nú syndir við Noregsstrendur er svo til öll afkomendur þessa eina árgangs. Þrátt fyrir mjög alvarlegt ástand stofnsins náðist þó ekki sam- komulag um veiðibann fyrr en árið 1976. Árið 1978 ákváðu Norðmenn svo að veiða 7.500 tonn. Samkvæmt aflaskýrslum veiddust 9.800 tonn, en gert var ráðfyrir að aflinn hafi í raun orðið helmingi meiri. Síldveiðibanni var aftur komið á árið 1979. Á árunum 1980—1983 hefur veiði Norðmanna aukist úr 9.300 tonnum í 20.000 tonn. Árið 1984 var gert ráð fyrir að aflinn yrði 38.000 tonn. Um eða yfir 3.000 bátar og skip af ýmsum stærðum hafa stundað þessar veiðar. Hringnótaskipin hafa verið 5- 600 talsins og í ár munu nokkrir stórir togarar einnig hafa fengið leyfi til síldveiða. Það gefur auga leið að lítið kemur í hlut hvers þegar svo mörg skip eiga að fiska jafn lítið magn og hér er til skipt- anna. Þannig hafa hringnóta- skipin fengið 20-30 tonn hvert og netabátarnir þaðan af minna. Stjórn slíkra veiða hlýtur að vera miklum erfiðleikum bundin svo ekki sé meira sagt. NORÐURSJÁVARSÍLD h Afli Á tímabilinu 1947-1963 veiddist árlega 500-700.000 tonn Norðursjávarsíldar (6. mynd). Árin 1964 og 1965 jókst aflinn hratt og komst í 1.200.000 tonn. Á tímabilinu 1968-1972 minnkaði aflinn frá 700.000 tonnum í 500.000 tonn. Um og eftir 1973 minnkaði aflinn ört uns veiðar voru bannaðar árið 1977. Hafa ber í huga að veiðar þró- uðust misjafnlega á hinum ýmsu hlutum Norðursjávarins. í sunn- anverðum Norðursjófóraðdraga úr veiði um og upp úr 1954 en í mið Norðursjó fór ekki að bera á aflasamdrætti fyrr en nærri 10 árum síðar og enn síðar fór að draga úr afla í norðanverðum Norðursjó. Síldveiði í Norðursjónum var mjög lítil á árunum 1977 til 1979 en undanfarin 4 ár hefur veiðin aukist úr 61.000 tonnum 1980 í um 250.000 tonn 1984. Á tíma- bilinu 1955-1975 veiddust árlega 50-100.000 tonn af smá- síld (síld á 1. og 2. aldursári). Á árunum 1977-1980 varsmásíld- arveiðin 7-16.000 tonn. Árið 1981 jukust þessar smásíldar- veiðar og voru þá um 80.000 tonn en á árunum 1982 og 1983 voru þær 150-160.000 tonn. Hér var að sjálfsögðu um ólög- legar veiðar að ræða þar sem í fyrstá lagi var bannað að veiða síld til bræðslu, í öðru lagi var bannað að veiða síld minni en 20 cm og í þriðja lagi var bannað að veiða á þeim svæðum þar sem smásíldin hélt sig. Engri af þessum þremur reglum varfram- fylgtárin 1981-1983. 2. Rannsóknir á stærð Norður- sjávarsíldarinnar Yfirleitt er talið að Norðursjáv- arsíldin skiptist í þrennt, þ.e.a.s. þá síld sem hrygnir í sunnan- verðum Norðursjó og í Ermar- sundi (Downs síld), þá sem hrygnir í mið Norðursjó og oft er kennd við Doggerbanka og svo þá er hrygnir í norðanverðum Norðursjó eða við Hjaltland og Orkneyjar. Þar sem mjög illa gengur að skipta síldarafla í Norðursjó eftir því hvar síldin væntanlega hrygndi var ákveðið fljótlega eftir 1970 að líta á Norðursjávarsíld- ina sem einn stofn þegar um var að ræða heiIdarúttekt á ástandi hennar. Samkvæmtstofnstærðar- útreikningum sem byggðir eru á aldurs/aflaaðferðinni var Norður- sjávarsíldin 1.500.000 til 3.000.000 tonna frá því um 1950 og fram undir miðjan 7. áratug- inn (7. mynd). Eftir 1965 minnk- 6. mynd. Afli noröursjávarsíldar 1946-1982 (heil lína). Smásíldaraflinn er sýndur með brotinni línu. 6-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.