Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 36
láta fylgja nafnaskrá yfir bæði bindin, sem tæki til bæði manna- og skipanafna. Nafna- og heim- ildaskrár auka notagildi rita sem þessa margt'aldlega og það er sorglegt að vita til þess, hve margar íslenskar ævisögur og minningabækur, sem mikil vinna hefur verð lögð í, hafa reynst lítt nothæfar fræðimönnum vegna þess að þessar nauðsynlegur skrár hefur vantað. Skal þá bent á, að það er útbreiddur misskiln- ingur, að skrár af þessu tagi spilli bókum í augum „almennra les- enda". Þær koma ekki mál við þá af þeirri einföldu ástæðu að þeir líta ekki á þær, nema þeir þurfi á þeim að halda. II. Nokkur hefð virðist hafa mynd- ast um uppbyggingu endurminn- ingabóka og ævisagna hérlendis. Þessi bók sker sig þar ekki úr á nokkurn hátt. Hún hefst á ætt- rakningu, sem nær yfir fyrstu 24 blaðsíðurnar. Þar segir frá for- feðrum sögumanns, allt aftur til öndverðrar 18. aldar. Ættrakn- ingar sem þessi eru gagnlegar, vilji lesendur átta sig á þeim, sem bókin fjallar um, og það hefur jú löngum verið ríkt í okkur íslend- ingum að vilja vita nokkur deili á náunganum. Mestur hluti þessa þáttar fjallar annars um afa Guð- mundar Kjærnested, Guðmund Hjaltason skólastjóra og fyrirles- ara. Sú frásögn er öll hin fróðleg- asta, en Guðmundur Hjaltason hefur, eins og flestir íslenskir alþýðu- og ungmennafélags- fræðarar á aldamótaárunum, legið næsta óbættur hjá garði í íslenskri söguritun. Þessu næst tekur við alllangur kafli um bernsku, æsku og upp- vöxt sögumanns og um siglingar á stríðsárunum. Sá hluti bókar- innar er hinn eini, sem með réttu má kalla hreina persónusögu, en skýrir ýmislegt, sem á eftir fer. Guðmundur Kjærnested réðst til landhelgisgæslunnar á höfuð- daginn 1943 og var í þjónustu hennar í rúma fjóra áratugi. Starfssaga hans þar varð fjöl- breytileg og viðburðarík, þótt þjóðin þekki hann best af vask- legri framgöngu í deilunum við Breta og Þjóðverja er fiskveiði- lögsagan var færð út í 50 og síðan 200 sjómílur. Af þeim atburðum segir þó lítið í þessu bindi. Því lýkur við 5. september 1972, er togvíraklippunum var beitt í fyrsta skipti. Síðari hluti þessa bindis, rúmar 100 blaðsíður, segir frá störfum sögumanns í landhelgisgæslunni á árunum 1943-1972, auk þess sem lítillega er greint frá námi, fjölskyldumálum og störfum að félagsmálum sjómanna. Öll er þessi frásögn stórfróðleg, þótt hér verði ekki getið nema nokkurra atriða. Á þessum árum var hlutverk landhelgisgæslunnar, sem endra- nær, gæsla fiskveiðilögsögunnar, eftirlits-, þjónustu-, björgunar-og hjálparstörf. Frá öllum þessum þáttum segir í bókinni og hygg ég að mörgum ókunnugum les- endum muni koma á óvart, hve gífurlegt starf hefur verið unnið á vegum gæslunnar, — starf sem sjaldnast var getið í fjölmiðlum en skipti miklu fyrir fólkið í land- inu. Guðmundur segir allítarlega frá daglegum störfum þeirra gæslumanna við þjónustu- og eftirlítsstörf, og nefnir allmörg dæmi um leitir og bjarganir. Þar hafa starfsmenn gæslunnar oft unnið mikil afrek við að bjarga bæði mannslífum og verð- mætum, en einnig er að finna í bókinni dapurlegri frásagnir, þar sem margra daga leitir urðu ár- angurslausar. Allmargar sögur eru einnig um tökur landhelgisbrjóta við ýmis- legar kringumstæður og um afskipti og afstöðu ráðamanna til þeirrar starfsemi. F.r hætt við að þar muni ýmislegt koma sauð- svörtum almúganum á óvart. Athyglisverðasti hluti bókar- innarer, að mínum dómi, sá, sem fjallar um upphaf, uppbyggingu, skipulag og starfsemi fluggæsl- unnar. Nú orðið munu flestir telja það næsta sjálfgefið, að land- helgisgæslan hafi ávalltviðhönd- ina vel búnar flugvélar til gæslu- og leitarflugs. Fáir munu á hinn bóginn leiða að því hugann, hve mikið starf lá að baki skipulagn- ingu þessa starfsþáttar og það er ekki á allra vitorði, að á þessu sviði urðu íslendingar brautryðj- endur. íslenska landhelgisgæslan varð fyrst allra til að taka upp gæslustörf úr lofti. Guðmundur Kjærnested varð þannig fyrstur manna flugskipherra og þróaði ásamt félögum sínum sérstaka mælingaraðferð, sem beitt var er fluggæslan staðsetti skip, utan eða innan línu. Frá þeim málum segir ítarlega í bókinni og þá ekki síður frá baráttu þeirra fluggæslu- manna við að fá mælingatæknina viðurkennda fyrir dómstólum. í upphafi átti gæslan engar flugvélar sjálf, en varð að notast við leiguvélar, oftast frá Flugfé- lagi íslands. Þær gáfust vel, en þaðhlýturaðvera næreinsdæmi, að óvopnaðar farþegaflugvélar væru notaðartil landhelgisgæslu. Ot't lentu þeir fluggæslumenn í ævintýrum í starfi og er sagt frá nokkrum þeirra í bókinni. Minnis- stæðastar eru frásagnirnar af elt- ingaleiknum við belgíska togar- ann Van Dyck, 3. júlí 1955, ogaf því er breski togarinn Cape Clev- erland var tekinn 16. febrúar 1956, en þá var landhelgisbrjótur tekinn í fyrsta skipti úr flugvél, án þess að varðskip kæmi til aðstoð- 24-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.