Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 26
Fiskaflinn 1984
(Greinargerð)
Endanlegar tölur fyrir árið 1984 munu ekki tiltækar
fyrr en um 20. febrúar n.k. Hinsvegar er það spá
starfsmanna Skýrsludeildar Fiskifélagsins að endan-
legar tölur muni sýna, að heildaraflinn verði á bilinu
1.536.000 til 1.537.000 tonn árið 1984.
1. Heildaraflamagn
Samkvæmt meðfylgjandi aflayfirliti Fiskifélags
íslands, sýna bráðabirgðatölur, að heildarafli lands-
manna verður 1.515.395 tonnáárinu 1984.
Árið 1983 varð heildaraflinn 838.868 tonn og er þá
miðað við endanlegar tölur.
2. Skrá um heildarafla 1965-1984.
Að gefnu tilefni vill Fiskifélagið birta eftirfarandi
skrá um heildarafla landsmannafráárinu 1965, en það
er fyrsta árið er íslenskir fiskimenn afla meir en eina
milljón tonna. Öll árin er miðað við endanlegar tölur,
nema 1984, þar sem miðað er við bráðabirgðatölur.
Skráin sýnir ótvírætt, að árið 1984, verður hvað
heildaraflamagn snertir, a.m.k. þriðja mesta aflaár í
fiskveiðisögu íslendinga.
Heildarafli 1965-1984
Magn: þús. tonn
Ar Botnfiskafli Síldarafli Loðnuafli Annarafli Heildarafli
1965 381.8 763.0 49.7 4.6 1.199.1
1966 339.4 770.3 124.9 8.0 1.243.0
1967 333.5 461.5 97.2 5.5 897.7
1968 337.0 142.8 78.2 7.4 601.4
1969 450.2 56.6 171.0 10.8 668.6
1970 474.2 51.4 191.8 16.3 733.7
1971 421.7 61.3 182.9 18.4 684.3
1972 385.7 41.5 277.0 21.7 726.0
1973 398.1 43.4 441.5 24.3 907.4
1974 422.2 40.5 462.2 19.5 944.4
1975 443.7 33.4 501.1 16.1 994.3
1976 475.8 30.0 458.8 21.1 985.7
1977 502.9 28.9 812.7 29.4 1.374.0
1978 513.6 37.3 966.7 48.6 1.566.2
1979 596.0 45.1 963.6 43.9 1.648.6
1980 628.3 53.3 760.1 66.8 1.514.2
1981 696.3 39.5 642.4 62.6 1.440.8
1982 689.7 56.5 13.2 29.1 788.5
1983 604.5 58.9 133.5 42.0 838.9
1984 551.5 50.3 865.1 48.5 1.515.4
3. Verðmæti aflans
Brúttóaflaverðmæti, upp úr sjó, var árið 1983
6.191.005 þús. kr.
Miðað við endanlegar tölur um verðmæti aflans 31.
október s.l. mun brúttóverðmæti hans upp úr sjó
hækka um að minnsta kosti 37% milli áranna 1983 og
1984.
Tekjur af útflutningi sjávarafurða á öllu árinu 1984
liggja ekki fyrir, en 30. nóvember s.l. námu þær 14
milljörðum 820milljónum króna, sem þá var 70.9% af
útflutningstekjum þjóðarinnar, samkvæmt skýrslum
Hagstofu íslands.
Fiskifélag íslands áætlaði verðmæti birgða sjávar-
afurða í landinu 30. nóvembers.l. 5.7 milljarða króna.
14-ÆGIR