Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 54

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 54
Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson: Tæknideild Fiskifélags íslands Áhrif hliðarskrúfuganga á mótstöðu og olíunotkun NORDFORSK - samstarfsverkefni I þessu tölubladi birtist sjöunda greinin í greina- fiokki Tæknideildar um svonefnt Nordforsk-sam- starfsverkefni. Verkefnið sem hér verður kynnt er „Áhrif hliðarskrúfuganga á mótstöðu og oiíunotk- un". Inngangur Markmið þessa verkefnis var eftirfarandi: Kanna áhrif hliðarskrúfuganga á skrokkmótstöðu og olíu- notkun við breytilegan ganghraða með beinum mælingum um borð í einu skipi. í framhaldi af mælingum yrði síðan tekin ákvörðun um líkantil- raunir í samvinnu við einn samstarfsaðila í verkefn- inu. Lokaþáttur þessa verkefnis var tillögugerð um hugsanlegan lokubúnað, eða breytingar á rist, ef niðurstöður sýndu að verulegur ávinningur fengist í minni olíunotkun. Sjómenn hafa í nokkrum tilvikum talað um að skip hafi misst gang, þegar hliðarskrúfur hafa verið settar í skipin. Tæknideild ákvað því að taka þetta verkefni með í samstarfsverkefninu, þegar það var sett á lagg- irnar. Hliðarskrútur voru settar í mjög mörg nótaveiði- skip eftir á, en í mörgum tilvikum hefur ekki verið mögu legt að staðfesta beint hugsanlegan ganghraða- missi, þar sem oft fóru saman umfangsmiklar breyt- ingar á skipunum um leið, svo sem lenging og yfir- bygging, og settur í skipin nýr véla- og skrúfubúnað- ur. Breytingar voru um garð gengnar áður en olíu- rennslismælar koma í skipin svo ekki hefur verið mögulegt að staðfesta hugsanlega aukningu í olíu- notkun. Með hliðsjón af þessu var eðlilegast að gera beinar mælingar sem fyrsta skref. Skip búin hlidarskrúfum Tiltölulega fá nótaveiðiskip, sem byggð voru ásjö- unda áratugnum, einkum til síldveiða, voru búin hliðarskrúfum. Fyrsta íslenzka fiskiskipið sem búið var hliðarskrúfum var Höfrungur III AK 250 (kom 1964). Hann var búinn tveimur 50 ha Pleuger hlið- arskrúfum, bógskrúfu og stýrisskrúfu (active rudder). Það liðu þó tvö ár þar til næsta skip kemur búið hlið- arskrúfum og af 44 nýjum nótaveiðiskipum, sem bættust við flotann á árunum 1966—68 var 21 búið hliðarskrúfum. Þetta voru vökvaknúnar skrúfur sem síðan hafa verið ráðandi hérlendis. Stærð þeirra var á bilinu 65—105 hö. í dag eru 68 fiskiskip búin hliðarskrúfum sanr- kvæmt skrá Tæknideildar, sem skiptast þannig: Loðnuveiðiskip 50 Skuttogarar 9 Önnurfiskiskip 9 Umrædd 50 loðnuveiðiskip eru þau 50 skip, sem fengu úthlutað loðnukvóta 1. októbers.l. Skuttogar- arnir níu eru allir smíðaðir hérlendis. Framkvæmd mælinga Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að gera mælingar í einu skipi. Skip það sem varð fyrir valinu er Dagfari ÞH, sem er í hópi minnstu loðnuskipanna. Helztu mál skipsins eru: Mesta lengd 40.10 m, breidd 7.20 m ogdýpt aðefra þilfari 6.00 m. Aðalvél er Alpha Diesel, 1160 hö við 800 sn/mín. Mælingar voru gerðar eftir að skipið hafði verið botnhreinsað og málað, öxuldregið oggert við skaða á skrúfublöðum. Báðar mælingar, annars vegar með lokuðog hins vegaropin hliðarskrúfugöng, fóru fram í Faxaflóa, um 0.14-0.18 sml. utan við dufl nr. 7, og var siglt „inn" (73° r.v.) og „út" (253° r.v.) milli tveggja ákveðinna punkta með mið í land (vegalengd 1.037 sml.). í sérhverri ferð var keyrt á stöðugu álagi en siglingar endurteknar með kerfisbundnum breyt- ingum á skrúfuskurði og snúningshraða til að ná yfir breitt ganghraðasvið og notkunarsvið aflkerfisins. 42-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.