Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 62

Ægir - 01.01.1985, Blaðsíða 62
mælingum, en þarsem mælingin, sem héraðframan er gert grein fyrir, bendir til lítilla áhrifa verður hér látið staðar numið, í það minnsta að sinni. Lokaorb Niðurstöður mælinga íeinu skipi gefa til kynna um 3% mun í olíunotkun á siglingu, annars vegar með opin og hins vegar lokuð göng. Ætla má að mót- stöðueiginleikar skips skipti verulegu máli í hlutdeild þessa mótstöðuauka. Þannigerhugsanlegtaðmunur í olíunotkun geti verið á bilinu 3-7%, allt eftir því hvort skipin eru þung til gangs eða ganggóð. Rétt útfærsla ristar í opendum ganga getur haft áhrif til minnkunará mótstöðu. Hvað viðkemur þeim hugmyndum að geta lokað göngum þá mætti hugsa sér ýmsar útfærslur, sem dæmi: 1) Búnaður eins og „Hansagardínur"; flatjárns- rimlar, sem snúa má um 90° úr flatri stöðu (lokun) í stöðu samsíða ásmiðju hliðarskrúfu- ganga (opnun). 2) Hurðir, tvískiptar eða heilar, sem opnast út með vökvalyftum. Samlíking hér gæti átt við hurðabúnað í strætisvögnum. 3) Renniloki í vasa, sem gengur inn í skipið, hliðrað með vökvalyftum. Ljóst má vera að einhvers konar lokubúnaður yrði dýr og stór spurning hvort hann mundi borga sig. Kostnaðurinn yrði mjögóverulega háðurskipsstærð, en mun kostnaðarminna yrði að koma slíkum búnaði fyrir strax við smíði skips en eftir á. Ávinningur í olíukostnaði er breytilegur; háður hlutdeild þessara mótstöðuáhrifa, heildarolíunotkun, hlutdeild olíu- notkunar vegna siglinga og olíuverði. í stórum gang- góðum nótaveiðiskipum gæti arðsemin hugsanlega verið í lagi og ef til vill gæti dæmið litið betur út í okkar stærstu farskipum. Samstarfsaðilar við mælingar og athuganir: Dagfari ÞH 70: Guðlaugur jónsson (stjórnun skips), Ólafur Sigurðsson og Torfi Sigurðsson (stjórnun vélbúnaðar), aðrir í áhöfn skips. Ýmsar upplýsingar: Skibsteknisk Laboratorium. Hans Sigurjónsson (fyrrverandi skipstjóri á b/v Vík- ingi AK). Sigurður H. Brynjólfsson (skipstjóri á Sölva Bjarna- syni BA). FISKVERÐ Fiskbein, fiskslóg og lifur Nr. 23/1934. Með vísun til laga um breytingu á lögunt um Verðlagsráð sjávarútvegsins, samþykkt á Alþingi þann 12. desember 1984, hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu svo ogá lifur frá 21. nóvember 1984 til 31. ágúst 1985: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur, sem ekki cr sérstaklega verðlagður, hvert tonn .. kr. 255,00 Karfa- og grálúðubein og heill karfi og grálúða, hvert tonn ................... kr. 460,00 Steinbftsbein og heill steinbítur, hvert tonn ............................ kr. 166,00 Fiskislóg, hvert tonn ................... kr. 115,00 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá skipum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert tonn ................. kr. 183,45 Karfi og grálúða, hvert tonn ........... kr. 330,95 Steinbítur, hvert tonn ................. kr. 119.40 Verðið er miðað við, að seljendur skili framangreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfa- og grálúðubeinum skal haldið aðskildum. Lifur (bræðsluhæf, seld frá veiðiskipi til lifrarbræðslu): 1. Lifur, sem landað er á höfnum frá Akranesi austur um til Hornafjarðar, hvert tonn ........................... kr. 3.187,00 2. Lifur, sent landað er á öðrunt höfnum, hvert tonn ........................... kr. 2.493,00 Verðið er ntiðað við lifrina komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið er uppsegjanlegt hvenær sem er eftir 28. febrúar 1985 með viku fyrirvara. Reykjavík, 13. desember 1984. Verðlagsráð sjávarútvegsins. 50-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.