Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1985, Side 6

Ægir - 01.08.1985, Side 6
SJAVARUTVEGSBÆR Fyrri hluti ísafjarðarkaupstaður er höfuð- staður Vestfjarða. Hann er mið- stöð opinberrar þjónustu, versl- unar, skólahalds og samgangna í héraðinu. En hann er fyrst og fremst öflugur sjávarútvegsbær. íbúar eru nú 3426 og hefur fjölgað lítillega undanfarin ár. íbúatalan var rúm 2500 allt frá því um 1930 og þar til Eyrar- hreppur var sameinaður kaup- staðnum árið 1971. Þá hjálpuðu Hnífsdælingar íbúatölunni upp fyrir þriðja þúsundið. Útgerbin A ísafirði er rekin margþætt útgerð og úrvinnsla sjávarafla. Fjórir skuttogarar eru gerðir út þaðan auk þriggja línubáta. Þá eru gerð út frá staðnum tvö stór rækjuveiðiskip sem eru á veiðum á úthafsrækju allt árið og frysta hluta aflans um borð. Loks eru ótaldir smærri bátar 12-50 tonn sem stunda rækjuveiðar í Djúp- inu meðan leyfi fást, en á sumrin eru hinir smærri á handfærum en þeir stærstu sækja á úthafsrækju. Og enn má bæta við opnum trillu- bátum sem eru á skaki á sumrin. Framleiðslan Þrjú _stór hraðfrystihús eru stærstu atvinnufyrirtækin í bænum. Síðasta áratuginn hefur átt sér stað mikil uppbygging í öllum húsunum, ogeru þau hinar glæsilegustu „fiskverksmiðjur". Eitt lítið fyrirtæki stundar einnig hraðfrystingu. Á ísafirði er mesta Eftir Sigurð Pétursson rækjuvinnsla á landinu. Eftir að farið var að veiða úthafsrækju í stórum stíl, hefur verið unnið við rækju allt árið um kring. Fimm rækjuvinnslur eru starfandi á ísa- firði. Ein þeirra vinnur einnig nokkuð af skelfiski, sem veiðist í Djúpinu og Jökulfjörðum. Þetta er undirstaðan í atvinnulífi bæjar- ins. Sjávarútvegurinn er stóriðja Vestfirðinga. Um aðrar fram- leiðslugreinar er vart hægt að tala. Þjónustan Öll öflug framleiðslustarfsemi þarf góða og örugga þjónustu. Mörg fyrirtæki hafa vaxið upp með það hlutverk. Þar styður allt hvað annað: framleiðslan, N0^( ustan, íbúarnir og bærinn- >y skal frægan telja Pólinn á lsat'r Rafmagnsviðgerðir voru Þelö starf í upphafi, en nú erfyridj16 einn stærsti framleiðandi ra^einu(11 búnaðarfyrirsjávarútvegsen1 . getur. Er Póllinn eitt besta d35 ^ um hverju hægt er að áorka samvinna og skilningur er ) hendi til þróunar nýiðnaðar. Netagerð er hefðbundn3 handverk á ísafirði. Þar star *|f Netagerð Vestfjarða, og ^e gert um langa hríð. Skipasm1 ^ iðnaður á sér einnig langa virðurlega sögu á ísafirði. M11 ■ ^ stendur ríkir algjör stöðnun Höfnin á ísafirdi. Pollurinn ereitthvert besta hafnarstæði á landinu frá hendi. 426-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.