Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1985, Page 28

Ægir - 01.08.1985, Page 28
Hraðfrystihúsid Hnífsdal Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal var stofnað árið 1941 af útvegs- mönnum þar. Hóf það straxfram- leiðslu það sama ár. Hraðfrysti- húsið hefur byggt upp aðstöðu sína á Völlunum innan við Hnífs- dalsbyggðina, en fram af Völlun- um var reist bryggja skömmu eftir 1930 sem síðar var lengd og byggð á varnargarður. Bryggjan er nú næsta lítið notuð nema til að landa úr smábátum. Hrað- frystihúsið er enn í eigu sömu aðila og í upphafi, og hefur byggst upp jafnt og þétt eftir því sem bátar Hnífsdælinga hafa borið meiri afla á land. Þar hafa nú 70-80 manns atvinnu. Hrað- frystihúsið á stærstan hlut í togar- anum Páli Pálssyni sem sér því fyrir nægu hráefni. Norðurtangi H raðfrysti húsið Norðurtangi hf. var stofnað 1942. Aðalforystu- maður þess framan af var Hálfdán Hálfdánsson frá Búð. Félagið lét reisa hraðfrystihús á Norðurtang- anum á ísafirði og hefur starf- semin síðan byggst upp þar. Norðurtanginn gerir út togarann Guðbjart og fiskiskipin Orra og Víking III. Með frystihúsi og útgerðinni samanlagðri er Norðurtanginn stærsti atvinnu- rekandinn í bænum með um 250 menn í vinnu. Sund sf. Sund sf. er litli bróðir í frysti- húsafjölskyldunni. Aðaldriffjöður þess er Halldór Hermannsson. Hann gerði út rækjubát til ársins 1981 að hann seldi bátinn og tók að hengja upp skreið og leggja í salt. Á árinu 1983 varð kollsteypa á saltfiskmarkaðnum og lenti Halldór í slæmu tapi. Það var því haustið 1983 sem hann venti sínu kvæði í kross og setti upp lítið frystihús. Vinnur hann nú afla frá 1-2 föstum bátum og auk þess annan afla sem fellur til. Fjöldi starfsmanna er um 20, fram- leiðslan um 2 tonn af frystum flökum á góðum degi. Halldór segir fyrirtækið ganga, þar sem það sé í eigin húsnæði, en ein- ingin sé sennilega of lítil til að bera sig vel. í sumar hefur Sund sf. jafnframt séð um gámaútflutn- ing fyrir handfærabáta á ísafirði. Uppbygging og ný tæki Uppbygging frystihúsantu> hefur verið geisileg eftir 197 • Hafa þau öll margfaldað húsrýnl' sitt á þessum tíma. Bátarnir fórU að stunda þorskveiðar allt áriðog hráefni til frystingar jókst og ja'n aðist yfir allt árið. Skuttogararnir kórónuðu síðan verkið. Atvinn3 hefur síðan verið mjög jöfn mikil við frystihúsin. Um 1970 varð einnig stók Frá isafirði um i 920. Hvítu húsin fremst á myndinni eru íshúsin sem seinna vaf breytt í fyrsta hraðfrystihús á ísafirði. Síðan hefur Ishúsfélag ísfirðinga byggl stórhýsi sitt á þessari tóð. Úr vinnslusal Hraðfrystihússins íHnífsdal. Konurnarsnyrta ogpakka, en karlarnit brýna eggvopnin. 448-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.