Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1986, Side 13

Ægir - 01.11.1986, Side 13
skóli á framhaldsskólastigi þannig að unnt sé að stunda aðfararnám að skólanum í öðrum framhaldsskólum landsins. Sett verði rúm rammalöggjöf um sjávarútvegsskóla sem hamli ekki skólanum að fylgj- ast með þróun atvinnulífs. Að stofnað verði fræðsluráð sjávarútvegs skipað fulltrúum hagsmunasamtaka, rann- sóknastofnana og ráðuneyta sem verði stefnumarkandi í fraeðslumálum sjávarútvegs- ins. ■ Skólinn starfi í fimm deildum, siglingafræðideild, vélfræði- deild, fiskvinnsludeild, fisk- eldisdeild og endurmenntun- ðrdeild. Tillögum nefndarinnar var vel ekið og af umræðum á ráðstefn- ^ni rnátti ráða að umfangsmik- 1 a aðgerða er þörf til bættrar ^rintunar í sjávarútvegi. hað er nauðsynlegt í umræðu ^ rnenntamál í sjávarútvegi að , u§a að þeim breytingum sem u[tna að verða í greininni í fram- o ö,nni' ^'hlar breytingar hafa rðið í vinnslu sjávarafla á Ur|danförnum árum og á næstu ,arurn munu stórkostlegar tækni- rarnfarir verða á þessu sviði. arnfara aðlögun sjávarútvegs að essari nýju tækni mun fylgja au,'n krafa um hæfara fólk. Sjáv- I ru^Vegsfyrirtæki munu í framtíð- hafa þörf fyrir sérmenntað fólk af öllum þeim námsbrautum la8t er til að teknar verði upp við stavarútvegsskólann. ^ erði skólakerfið ekki reiðu- u'ð að takast á við nýjar kröfur J'nnulífsins um sérmenntað af| ' munum við dragast hratt s(aUr Ur öðrum þjóðum. Til að tjpk- ast samkeppni verða fyrir- I J að taka upp nýja fram- ^ s|utækni, vöruþróun og arkaðsstarf. Það er því fyrirsjá- anlegt að þörf verður fyrir fólk sem er menntað á sviði markaðs- og sölumála, stjórnunar, vöru- þróunar og fyrirtækjarekstrar. Efla þarf fræðslu um mikilvægi sjávarútvegs í grunnskólum og framhaldsskólum landsins og kynna nemendum starfsemi sjáv- arútvegsins. Skipulagi, stjórn og námsframboði skóla í sjávarút- vegi þarf að breyta þannig að það hafi aukið notagildi fyrir atvinnu- lífið. Námið þarf að vera þannig skipulagt að ekki séu í því blind- götur eins og nú er. Fólk sem bæta vill við sig þekkingu verður að eiga greiða leið í háskóla, tækniskóla eða aðrar mennta- stofnanir. Með því myndi ásókn í nám er lýtur að sjávarútvegi auk- ast og sérmenntuðu starfsfólki fjölga. Rannsóknir Við höfum með réttu verið stolt af okkar sjávarútvegi og fram- leiðsluvörum hans. Fiskafurðir frá íslandi hafa getið sér gott orð. Það höfum við nýtt okkur til að fá hærra verð fyrir afurðirnar en keppinautar okkar. Fram til þessa höfum við verið mjög fljótir að taka upp tækninýjungar á sviði veiða og vinnslu og íslenskur sjáv- arútvegur hefur því staðið í fremstu röð í tæknivæðingu. Við höfum einnig þá yfirburði umfram flesta okkar keppinauta að geta að mestu einir ráðið nýt- ingu fiskveiðiauðlindarinnar þar sem flestir mikilvægustu stofn- arnir eru innan íslenskrar efna- hagslögsögu. Við þurfum því í mun minna mæli en grannþjóð- irnar að standa í samningaþófi um skiptingu á heildaraflamagni úr sameiginlegum stofnum. Hér eigum við því mest undir sjálfum okkur að stjórna skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. For- senda slíkrar stjórnunar hlýtur að vera góð þekkingáfiskstofnunum og lífríki hafsins umhverfis ísland. Við höfum því réttilega lagt mikla áherslu á hafrannsóknir á undan- förnum árum. Við megum hins vegar ekki sofna á verðinum. Keppinautar okkar eru í stöðugri sókn. Þannig hafa t.d. Kanada- menn á síðustu árum náð mjög miklum árangri við endurskipu- lagningu á sínum fiskiðnaði. Það saxast því stöðugt á það forskot sem við höfðum umfram Kanada- menn í gæðamálum. Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á rann- sóknir á sviði fiskiræktar og fisk- vinnslu og eru að skapa sér stöðu sem forystuþjóð í heiminum á þessu sviði. Dönsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að verja til við- bótar við venjulegarfjárveitingar, 500 milljónum danskra króna eða nærfelt 2.700 milljónum íslenskra króna til sérstaks átaks í rannsóknum tengdum sjávarút- vegi á næstu fjórum árum. Markmið þeirra er að skapa sér yfirburði yfir aðrar þjóðir á sviði fiskiðnaðar hvað varðar fram- leiðsluaðferðir og gæði. Til samanburðar við þessi fjárfram- lög Danaerfróðlegtað lítatil þess að á fjárlögum ársins í ár er fjár- veiting til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins ríflega 27 milljónir króna eða einn hundraðasti af viðbótarfjárveitingu Dana. Þaðer tímabært að við stöldrum við og íhugum hvernig hægt sé að tryggja það að við verðum áfram í fremstu röð í sjávarútveginum. Forsenda fyrir því að við höldum þeirri forystu sem við höfum haft er að leggja aukna áherslu á haf- rannsóknir og rannsóknir varð- andi vinnslu sjávarafurða. Með því móti einu munum við geta keppt við ríkisstyrktan sjávarút- veg grannþjóða okkar. Af hálfu sjávarútvegsráðuneyt- isins hefur verið kappkostað að fá fjárveitingar til Hafrannsókna- stofnunar og Rannsóknastofn- ÆGIR - 653

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.