Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1986, Side 15

Ægir - 01.11.1986, Side 15
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: ENDURSKOÐUN sjóða sjávarútvegs lnngangur A síöastliðnu vori samþykkti ^lþingi lög um skiptaverðmæti °§ greiðslumiðlun innan sjávar- utvegsins. Með þessum lögum Var gerð róttæk breyting á sjóðum sJávarútvegsins og lögbundnum ^reiðslum tengdum fiskverði. eildar voru úr gildi flóknar reglur, sem gilt höfðu um Sreiðslur fyrir fisk utan skipta, um j^'Ptaverð og þar með um afla- hlutsjómanna. . ^ðdragandi þessarar lagasetn- ^n8ar var sá, að í ársbyrjun 1985 klPaði sjávarútvegsráðherra nefnd, þar sem sátu m.a. fulltrúar Sarntaka sjómanna og útvegs- ^nna og þingflokka til þess að fndurskoða sjóðakerfið, en undir v' nafni hefur þetta reglubákn ?Jarnan gengið. Það er mér mikil j n®gja að fá tækifæri til þess sem °rrnaður þessarar nefndar að °fra Fiskiþingi nokkra grein fyrir 'nalinu. ^arkmið ^durskoðunarinnar 'nni erindisbréfi varendurskoðun- sett þríþætt markmið: ^ gera fjárstrauma og tekju- ^kiptingu innan sjávarútvegs- 'ns einfaldari og skýrari. ^ stuðla að sanngjarnri skiptingu tekna innan sjávar- utvegsins. 3. Að koma í veg fyrir, að sjóða- kerfið og tekjuskiptingar- reglur dragi úr hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri sjáv- arútvegsins. í febrúar 1986 var svo ákveðið, að nefndin skyldi einnigfjalla sér- staklega um hlut fiskvinnslunnar í viðskiptum við sjóði sjávarút- vegsins, og þar með einnig um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Þá bættust í nefndina fulltrúar frá samtökum fiskvinnslunnar. Nefndin skilaði fyrri hluta álits í aprílbyrjun 1986. Á grundvelli samhljóða tillögu nefndarinnar voru svo sett lög um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, (lög nr. 24/ 1986, skiptaverðslögin). Síðari hluta álits síns og lokaskýrslu, þar sem fjallað er um Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins og Stofnfjár- sjóð fiskiskipa, skilaði nefndin hinn 10. októbersl. Nefndarálitið í heild hefur verið lagt fram hér á þinginu. Meginefni skipta verðslaganna Meginefni laganna er, að hvers konar fiskverðsgreiðslur og allar millifærslur úr sjóðum við fisk- kaup utan skipta falla niður. ístað þeirra koma einföld lagaákvæði um skiptaverðmæti sjávarafla, sem ákveða hlutfall skiptaverðs af heildarverði. Við þetta breyttist fiskverð innanlands þannig, að það varð raunverulegt heildar- verð og felur í sér í einu lagi allar greiðslur fyrir fiskinn, en áður fóru greiðslur fyrir fisk eftir ýmsum leiðum, ýmist innan eða utan skipta, frá fiskvinnslu eða sjóðum. Þá voru sett ákvæði um greiðslu- miðlun til þess að tryggja öruggar heimtur á lífeyrisiðgjöldum sjó- manna, vátryggingariðgjöldum fiskiskipa, vöxtum og afborg- unum af stofnlánum útvegsins og framlögum til samtaka sjómanna og útvegsmanna. í þessu skyni er haldið eftir 15% af aflaandvirði við veðsetningu framleiðslunnar í viðskiptabanka. Þessargreiðslur reiknast af heildarandvirði aflans til útgerðar, en snerta ekki skiptin. Hér er eingöngu um greiðslufyrirkomulag fyrir hvert útgerðarfyrirtæki að ræða, en ÆGIR-655

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.