Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1986, Qupperneq 17

Ægir - 01.11.1986, Qupperneq 17
ekki er hlutast til um tekjuskipt- inguna eins og í eldri lögum um Stofnfjársjóð og kostnaðarhlut. Sérreglur gilda um smábáta undir 10 lestum að stærð, og er aðeins haldið eftir 10% af aflaverðmæti þeirra til greiðslumiðlunar. Þvífé er ráðstafað sérstaklega í þágu smábátamanna. Loks voru sett ný ákvæði um ráðstöfun fjár, sem varið er á fjár- lögum 1986 til endurgreiðslu til sjávarútvegs á uppsöfnuðum sölu- skatti. Það fé rennur til þeirra greina, sem söluskattinn bera, einkum fiskvinnslunnar, í stað þess að fara um Aflatryggingasjóð sem verðuppbætur til útgerðar eins og áður. Þetta er væntanlega einnig stefnumarkandi fyrir fram- tíðina. Það var forsenda skiptaverðs- laganna, að gerður yrði viðbótar- kjarasamningur milli sjómanna og útvegsmanna, þarsem útvegs- menn tækju á sig skuldbindingar áhafnadeildar Aflatryggingasjóðs að greiða sjómönnum fæðispen- inga. Auk þess skyldi skiptapró- senta á öllum bátum undir 240 brl. hækka um 1%, til þess að tryggja sem næst óbreyttan afla- hlut sjómanna eftir breytinguna. Um þennan samning tókst gott samkomulag. Afnám millifærslna oggreiðslna utan skipta Setning laga um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins sl. vor var að því leyti frábrugðin flestri lagasmíð í seinni tíð, jafnt í þessu efni sem öðrum, að hún fól í sér einföldun og niðurfellingu gildandi laga en ekki viðbætur. Sjóðakerfi sjávar- útvegs varð þannig til, að laga- ákvæði hlóðust upp á löngum tíma, og voru hver lögin sett á fætur öðrum til að leysa aðsteðj- andi vanda hverju sinni. Sjóð- unum tengdust síðan ýmsar lög- bundnar greiðslur utan skipta ofan á fiskverð. Úr þessu varð til flókið kerfi, sem var hætt að þjóna skynsamlegum tilgangi. Fjárhagslegt skipulag sjávarút- vegsins var óþarflega flókið og sömuleiðis ákvörðun fiskverðs. Ennfremur torveldaði þetta kerfi ákvarðanir í sjávarútvegi og hafði jafnvel áhrif, sem gengu þvert á mikilvæg markmið í rekstri hans. í grófum dráttum má segja, að sjóðakerfi sjávarútvegs hafi verið fjórþætt: 1. Útflutningsgjald, sem var 5’/2% af fob-verði, var lagt á nær allan fiskútflutning. 2. Millifærslusjóðir- en af þeim var Aflatryggingasjóður stærst- ur - skiluðu útflutningsgjald- inu og fé úr ríkissjóði til útgerðar utan skipta og að nokkru til sjómanna eftir flóknum reglum. 3. Lögboðnar greiðslur, sem voru utan við hlutaskiptin, komu ofan á lágmarksverð, stofnfjársjóðsgjald og sérstak- ur kostnaðarhlutur útgerðar. 4. Verðjöfnunarsjóður fiskiðn- aðarins, sem hefur það sér- staka hlutverk að jafna verð- sveiflur milli tímabila. Lögin frá því í vor tóku ein- göngu til þriggja fyrstu þáttanna, en eftir þeim krókaleiðum hefði að óbreyttu farið 2'/2 milljarður króna á þessu ári utan við venju- leg viðskipti. Eftir breytinguna fer þetta fé hins vegar rakleitt milli þeirra, sem kaupin gera. Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum var fyrst sett í lög hér á landi árið 1881. Upphaflega var það tekjustofn fyrir ríkissjóð, en árið 1943 varð það millifærslu- tæki innan sjávarútvegsins. Fram til ársins 1943 var útflutnings- gjaldið yfirleitt á bilinu 1-2% af verðmæti útflutnings (fob), en fór á síðari árum stundum býsna hátt. Einna hæst fór það í 160//° a, útflutningsverðmæti árið 1975 ' kjölfar olíuverðshækkunar, var þá að stórum hluta varið t| þess að greiða niður olíuverð ti fiskiskipa. En gjaldið var lækka í 6% við umfangsmikla endur- skoðun á sjóðum sjávarútvegsin5 áárinu 1976. Útflutningsgjaldi , sem síðast gilti, var 5’/2% og var lagt á nær allan fiskútflutning- Það skiptist þannig, að 56 ° runnu til Aflatryggingasjóðs, 23% til Tryggingasjóðs fiskiskipa og Úreldingarsjóðs, tæp 19% ti Fiskveiðasjóðs og Fiskimá a sjóðs, og um 2% skiptust jafnt a milli sjávarrannsókna og fram leiðslueftirlits annars vegar °8 samtaka sjómanna og útvegs manna hins vegar. Þótt þet útflutningsgjald hafi ekki veri ýkja hátt, íþyngdi það nokku þeim greinum sem hafa tiltö u lega hátt vinnsluvirðishlutta - þ.e. auka verðmæti hráefnism5’ mikið við vinnslu. Með lögunum frá því í vor var útflutningsgjal ' ^ lagt niður, ásamt Aflatryggm^ sjóði, Tryggingasjóði fiskiskip‘ og Úreldingarsjóði. Aflatryggingasjóður sjávaru vegsins var stofnaður árið 19 ■ Upphaflega var hann hlutatrygS^ ingasjóður, sem hljóp un . bagga, ef afli brást. Síðar e hann víðtækara hlutverk. Nú s' ast starfaði hann í þremur dei um: Almennri deild, sem 361 var að bæta útvegsmönnum a brest; verðjöfnunardeild, sem a að beina sókn að þeim um, sem talið var að þyldu ua ^ öðrum stofnum betur; og áha deild, sem greiddi lögskra sjómönnum fæðisdagpen'^jj Auk tekna af útflutningsg)a hafði Aflatryggingasjóður til * stöfunar framlag úr ríkissj sem taldist endurgreiðsla á up söfnuðum söluskatti. Margvíslegrökmæltume " 656-ÆGIR a^ Aflatrygginsjóður yrði lagður Nður. í fyrsta lagi höfðu bætur úr honum í vaxandi mæli hin síð- Ustu ár verið ákveðnar sem beint úutfall við aflaverðmæti. Það var pvi orðið eðlilegt að taka þær inn ' sjálft fiskverðið. íöðru lagi hlaut hlutverk almennu deildar sjóðs- 'ns að breytast með nýrri fiskveiði- JJefnu, meðal annars af því að Pað væri til dæmis órökvíst að v®'ta skipi veiðileyfi og bæta því s'ðan aflabrest, ef því tækist ekki að nýta leyfið, sem það gæti þó rarnselt. Ný fiskveiðistjórn . reytti því algjörlega grundvell- 'Pum fyrir starfsemi almennu e'idarinnar. Óbein stýring fisk- veiðanna eftir tegundum, sem verðjöfnunardeild sjóðsins hafði ^eð höndum, virtist einnig óþörf 'r að tekin var upp ný fiskveiði- ^efna, Sem hafði það í för með Ser að veiðar helstu botnfiskteg- nda voru bundnar heildarafla- arki. Reyndar virtust forsendur P'r'r starfsemi þessarar deildar egar brostnar úr því farið var að sreiða verðjöfnunarbætur á nær fa|prte®Undir botnfisks í líku hlut- s l( jafnvel einna mest á þær ern taldar voru ofveiddar. 1 be: ssum greiðslum fólst því eng- ten hvati til sóknar í vannýttar ^8undir, heldur var fyrst og ^^t verið að styrkja veiðar teg- a' sem ekki báru sig með rurn hætti, á kostnað hinna. i mgreiðslum fyrirfisk, sem ekki mu ti| skipta, skal helst telja s:Úars vegar gjald til Stofnfjár- 0fa s tiskiskipa, sem var 10% I n a lágmarksverð við heima- | aniren 16% afsöluverði við sér eriendis, en hins vegar sem a^an kostnaðarhlut útgerðar, Við iVar^9% °tan á lágmarksverð verxeirrial°ndum en 6% af sölu- k0 1 er|endis. Af sérstökum tj| ^aðarhlut komu síðan 10'/2% en 6i^!,a a ^tum undir 240 brl. á stærri skipum. Þessar greiðslur fólu ekki í sér fjár- strauma utan eiginlegra viðskipta milli fyrirtækja, eins og útflutn- ingsgjaldið, heldur þjónuðu þær þeim tilgangi að breyta hlutaskipt- unum. í lögunum varákveðið, að þessar greiðslur skyldu falla niður og þar með var gert hreint borð í hlutaskiptunum. Til að afnám útflutningsgjalds- ins, millifærslusjóðanna og greiðslna utan skipta hefðu sem minnst áhrif á tekjuskiptinguna, þegar litið er á heildarstærðir, var skráð fiskverð hækkað um 63% strax í kjölfar gildistöku laganna- án þess þó að það hækkaði í reynd - og skiptaverð ti I sjómanna var sett 70% af því verði. Áhrifin á hlut sjómanna í fiskverði voru ekki mikilvæg en þó til hækkun- ar, því við samþykkt laganna og með viðbótarkjarasamningi hækkaði hlutur sjómanna í fisk- verði að meðaltali um 1%. Við þessa hækkun bættist svo tæp- lega 11/2% frá 1. september sl., þegar hlutfall skiptaverðs var hækkað í 71% með samningi milli sjómanna og útvegsmanna. Myndin (mynd 1), sem ég bregð hér upp, sýnir glöggt, hversu mikil einföldun varð á myndun fiskverðs og skiptaverðs. Afnám sjóða sjávarútvegs og einföldun fiskverðs 1986 Stílfærð mynd af myndun botnfiskverös innanlands HEIMILD: ÁLIT SJÓDANEFNDAR. ÆGIR-657
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.