Ægir - 01.11.1986, Síða 26
vegna tjónamála eða þegar hefð-
bundið fiskmat dugar ekki til.
Hins vegar vil ég leggja áherslu á
það, að slík störf viljum við ein-
ungis vinna sem ráðgefandi
aðilar en ekki samkvæmt laga-
boði og að þeir sem eftir þessari
þjónustu leita geti snúið sér til
annarra aðila ef þeim býður svo
við að horfa. Lögbundið úrskurð-
arvald og ráðgjafarstörf fara illa
saman og verður að halda þeim
fyrrnefndu í algjöru lágmarki á
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins. Hinu er ekki að leyna að á
þeim sviðum þar sem stofnunin
hefur aflað sér mikillar reynslu í
gæðamati, t.d. vegna útflutnings
á fiskmjöli, hafa plögg stofnunar-
innar nánast sama gildi og opin-
ber útflutningsplögg. Á þeim
vottorðum er skýrt tekið fram
hver tekur sýnið sem rannsóknin
byggist á og í mörgum tilfellum er
þar um framleiðendur sjálfa að
ræða. Stofnunin ber því ekki
ábyrgð á niðurstöðunum nema
að því leyti sem nákvæmni sýna-
tökunnar segir til um.
Þetta leiðir hugann að hlut-
verki hins opinbera í gæðamati á
fiskafurðum. Hér á landi hefur
umræðan á síðari árum færst frá
þeirri hugmyndafræði að ríkið
eigi að hafa auga á hverjum fingri
og fylgjast náið með framleiðend-
um. í staðinn hefur þeirri skoðun
vaxið fylgi að framleiðendur eigi
sjálfir að bera ábyrgð gagnvart
stjórnvöldum um gæði eigin
framleiðslu og annast gæðaeftir-
lit. Margvísleg rök hníga að því
að þetta sé rétt stefna. Eins og fjöl-
mörg dæmi sanna getur hið opin-
bera aldrei „ábyrgst" gæði allra
þeirra fiskafurða sem fluttar eru
frá landinu, til þesseru vöruflokk-
arnir of margir, gæðakröfur ein-
stakra kaupenda það misjafnar,
að ekki sé minnst á margslungna
löggjöf viðskiptalandanna varð-
andi matvælainnflutning. Virkt
gæðaeftirlit getur vart verið á færi
annarra en vel upplýstra fag-
fnanna sem starfa ífyrirtækjunum
sjálfum og bera ábyrgð gagnvart
hinu opinbera um að farið sé að
settum lögum. Við höfum til-
hneigingu til að tengja þessi mál
þekkingue\nn\ saman. Þóttþekk-
ingin sé vissulega mikilvæg þá
kemur fleira til. Þar á ég við það
sem nefnthefurveriðs/ðfræð/við
matvælaframleiðslu og viðskipti
með þau. Erlendis eru starfandi
alþjóðlegar nefndir sem fjalla um
þessi mál. Siðfræði við matvæla-
framleiðslu snýst einfaldlega um
það að menn meðhöndli matvæli
einungis með hætti sem þeir vita
réttastan og bestan og sem blekkir
ekki viðskiptavininn, með öðrum
orðum að einungis löglegum og
viðurkenndum aðferðum sé beitt
við framleiðsluna. Þekkingokkar
nær ekki lengra en svo að oft
getur verið illgerlegt eða ómögu-
legt að sanna eftir á að viss með-
höndlun á matvælum hafi átt sér
stað. Um getur verið að ræða
íblöndun efnasambanda sem síð-
an brotna niður í vörunni og erfitt
er að greina. Gott dæmi um þetta
er geislun á matvælum. Það hefur
lengi verið þekkt að með geislun
má auka verulega geymsluþol
matvæla eða eyða sýklagróðri. I
flestum löndum er geislun í þessu
skyni þó bönnuð þarsem vísinda-
menn hafa enn ekki látið sann-
færast um að ekki geti myndast
skaðlegefni við geislunina. Hins
vegar eru engar mælingaaðferðir
þekktar í dag sem geta óyggjand'
fært sönnur á að matvæli hafi
verið geisluð. Hitt er svo annað
mál að margt bendir til þess að
takmörkuð geislun ýmissa mat-
væla verði víða leyfð á næstu
árum.
íslenskur fiskur er seldur sem
ómenguð náttúruvara og kaup'
endur okkar erlendis vita að við
erum íhaldssamir varðandi
notkun aukaefna í okkar fisk/
a.m.k. samanborið við það sem
tíðkast annars staðar. MikiIvaeg|
þessara þátta í sölustarfseminn'
mun vafalaust fara vaxandi a
komandi árum á tímum meng'
666-ÆGIR