Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Síða 39

Ægir - 01.11.1986, Síða 39
mönnum fylgdi bréf Englakon- ungs Hinriks V. „til almúgans og allra beztu manna í landinu" að þeir leyfðu kaupskap við þegna hans. Þetta sama sumar kom úr Noregi lítið skip, sem strandaði við suð- austur ströndina, og brotnaði skipið, en menn björguðust og þar með bréf Eiríks af Pommern, konungs Kalmarsambandsins (Svíþjóðar, Noregs og Danmerk- ur, og ísland fylgdi Noregi.) í bessu bréfi var íslendingum strengilega bannaður allur kaup- skapur við útlenda menn. Samkvæmt þeirri skipan, sem komin var á íslandsverzlun, átti húnöll aðfara um Björgvin, bæði vöruflutningar til landsins og frá bví. Konungur Kalmarsambands- 'ns, var jafnframt konungur hloregs, og tók toll af innfluttu vörunni (sekkjagjald 5%) og tók sér fjórðungsrými fyrir skreið í (armrúmi skipanna þegar þau Slgldu út aftur. Björgvinjarmenn seldu skreið- 'na á markaðssvæði Norður-Evr- ®Pu, og voru dýr milliliður, sem §at skammtað sér mjög markaðs- verð fyrir fisk sinn, verzluðu beint v'ð enska markaðinn, og skreið- arverð snarhækkaði, sem áður er Vst. Englendingar gáfu 70% ^eira fyrir skreiðina en Björgvinj- arrnenn (B.Þ. Tíu þorskastríð). . hannig hófust átök Englend- |^ga við Kalmarkónginn eða ~ani, þvf að þeir tóku að ráða Vnr málum Noregs í Kalmarsam- nandinu og kóngurinn danskur. ^8 þessi átök voru ýmist sem Samningaþóf meðfylgjandi samn- 'n8sbrotum af hálfu Englendinga, eþa bein styrjaldarátök með upp- töku kaupskipa á víxl og ránum °8 ýmsum ofbeldisverkum. hnglendingar skiptu sér ekk- ®rt af orðsendingu Eiríks af ommern. Þeir völdu Hafnar- )ör& sem annan aðalverzlun- arstað sinn, ásamt Vestmanna- eyjum, ogtil Hafnarfjarðar komu 6 kaupskip 1415 og þá kom í Ijós, að íslendingar voru ekki dauðir úr öllum æðum, ef þeir eygðu gróða- von; sjálfur hirðstjórinn brá undir sig betri fætinum, og stökk af landi brott meðfullt skip skreiðar. Sá hét Vigfús ívarsson, og var hirðstjóri 1414, en var settur af, vegna þess hve áfjáður hann var í viðskiptin við Englendinga. Vig- fús sigldi með fullt skip skreiðar úr Hafnarfirði, og mikið af brenndu silfri (skírt silfur). I sumum heimildum er sagt að hann hafi siglt með 60 lestir skreiðar, en í öðrum 40 lestir skreiðar. í skreiðarlest voru 1200 fiskar, og ef tekin er lægri heimildartal- an, þá hefur skreiðarfarmur Vig- fúsar verið 4800 fiskar. í vætt voru 40 fiskar og í vættum reiknað var farmurinn 1200 vættir. Skreiðarverð var 3V2 vætt í kúgildi og í kúgildum reiknað var farmurinn 343 kúgildi og þá sama tala í jarðar- hundruðum, þar sem eitt kúgildi gilti sama og eitt hundrað jörð. Farmurinn, 40 lestir skreiðar, hefur þá lagt sig á 17 góðar bújarðir eða 343 kýr. Þegar heimildir eru okkur til- tækar, en það er ekki fyrr en á 16du öld, þá átti vopnað kaupfar með öllum búnaði að ná því að borga sig 80% í einni vellukkaðri íslandssiglingu, en ekki minnaen 40%, ef ekki urðu einhver óeðli- leg skakkaföll. (Tíu þorskastríð B.Þ.). Vigfús kom náttúrlega ekki út hingað aftur, settist að í Englandi, og kóngurinn lagði undir sig eignir hans hér. Það varð vissulega „margur ör- eiginn fullríkur af fiskveiðum" svo sem segir í Cuðmundarsögu góða ritaðri á 14du öld, þegar skreiðarverð var komið í 6 vættir kúgildið. Það má þvíætlaaðjafn- vel öreigar hafi efnast á 15du öld- inni, þegar fiskverð var orðið 3'/2 vætt í kúgildi. En hvað skyldi þá um hina, sem ríkir voru fyrir, ef öreigar urðu fullríkir. Við skulum gefa okkur teinæring og mikla afla- vertíð, lestarhluti eða 1200 í hlut og bátseigandi hirt alla hlutina, ÆGIR - 679

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.